Minn eftirlætis ferðadagur í Toskana

Í ár verður sjötta árið sem við göngum með Íslendinga um fáfarnar slóðir og aðrar meira sóttar í Toskana héraði.  Toskana er jú vagga Endurreisnarinnar og frægustu listamenn Ítala sköpuðu þar mörg meistaraverka sinna.

Á sumu þreytist maður ekki

Samt er það nú svo að alltaf verður einhver dagur í meira uppáhaldi hjá manni en annar og einhverjum kynni að þykja ótrúlegt að það sé ekki dagurinn í Flórens.

Minn eftirlætis ferðadagur er dagurinn í Vinci.  Fjölbreytileikinn er slíkur að maður þarf fulla athygli allan tímann.

Fæðingarheimili Leonardos da Vinci

Við höldum af stað frá hótelinu okkar í rútu og ökum ekki hraðbraut, heldur þræðum þéttbyggðar sveitir, fremur en sveitaþorp í nærri 45 mínútur.  Á þessari leið höfum við húsagarða íbúanna fyrir augum okkar, með öllum sínum blæbrigðum og breytileika frá því sem gefur að líta hér á landi, með ólívutrjám, skrautrunnum ásamt matjurta- og blómarækt.  

LESTU ÁFRAM…

Þar sem enginn þekkir mann….

Yfirskriftin er einmitt þversögn við pistilinn sem hér fylgir á eftir og svo sem vísnafróðir vita, fjallar framhald stökunnar um tækifæri til ýmisskonar hrekkja, af hálfu þess sem þar talar.  Hitt er staðreynd, að þegar maður skráir sig í gönguferð, með fámennum hópi þá líða vart meir en einn til tveir dagar þar til allir þekkja mann.

Lesa áfram „Þar sem enginn þekkir mann….“

Tölt um Toskana.

Pislaskrif sumarsins hafa nú setið að mestu á hakanum síðan um miðjan júní.  Ekki er um að kenna erfiðu heyskaparveðri eða misjöfnum gæftum á sjó, en miklu fremur fararstjórn á erlendri grund og afslöppun hér á landi þess á milli.  Nú skal bætt úr.

Lesa áfram „Tölt um Toskana.“

Toscana með okkar augum

Það er eðlilegt að fólk spyrji sig fyrirfram „hversvegna varð þessi ferð fyrir valinu í dagskránni?“  Í Toscana ferðinni förum með hópinn okkar til Lucca, svo dæmi sé tekið og auðvitað var úr mörgum öðrum spennandi bæjum að velja, í hæfilegri fjarlægð frá heimabænum okkar, Montecatini Terme. Lesa áfram „Toscana með okkar augum“

Tilbrigði við Toskanaferð.

24. febrúar – „Fréttir og veðurfregnir“

Nú höfum við komið ýmsu í verk hér í Montecatini Terme, sem við höfum ekki áður tekið okkur tíma í.  Við höfum skoðað þennan litla bæ mun betur en áður, gengið hverja götuna eftir aðra þar sem „liberty stile“ hús af öllum stærðum setja svip glæsileika á bæinn.  Þessar götur byggðust í upphafi síðustu aldar, er Montecatini Terme tók algera forystu sem „heilsubær“ Ítalíu. Lesa áfram „Tilbrigði við Toskanaferð.“

Sælkeralíf í Sælkeragöngu.

Eftir nokkra pistla í röð af umfjöllun um kóraferðir sumarsins er ekki úr vegi að segja frá Sælkeragöngunni til Toskana á þessu ári.

Það var nánast fullt í þá ferð strax á vordögum 2016, með meira en árs fyrirvara.  Svipað er að gerast núna með ferðina 2018.  Dagsetningarnar voru staðfestar í síðustu viku en verðin liggja ekki fyrir.  Samt er fullt af fólki búið að láta taka frá pláss fyrir sig og vinina. Lesa áfram „Sælkeralíf í Sælkeragöngu.“

Léttsyngjandi kirkjukór

Það var gaman að hitta aftur lífsglaða félaga úr Kirkjukór Siglufjarðar, sem komið höfðu með mér í Sælkergöngu til Garda fyrir fimm árum.

Nú voru enn fleiri kórfélagar með í ferð og fleiri makar, því mikið hafði verið vitnað í hina ferðina undanfarin ár.

„Hér er ekkert hrafnaþing“…

Lesa áfram „Léttsyngjandi kirkjukór“

Sælkeralíf í Toskana

Ég hvarf frá Toskana í síðasta pistli, en átti þá margt eftir í umfjöllun um ferðina í júní s.l. Það er föst regla, í ferðum Fararsniðs, að farþegar þurfi að vinna fyrir góðri máltíð að kveldi, með því að hreyfa sig hæfilega yfir daginn.  

Leonardo da Vinci

Litli bærinn Vinci, fæðingarbær Leonardo da Vinci er í 20 mín. aksturfjarlægð frá hótelnu okkar.  Við létum aka okkur að fæðingarheimili hans, sem stendur í nokkurri fjarlægð fyrir ofan bæinn og þaðan gengum við niður hrygginn að þorpinu Vinci.   Lesa áfram „Sælkeralíf í Toskana“

Sagnir úr Sælkeragöngu

Sælkeragangan til Toskana þótti vel heppnuð og sérlega áhugaverð og fjölbreytt.  Sigurður Bergsson tók forsíðumyndina í þjóðgarðinum.

Flóran og Fánan

Fjórði dagur er sá sem oftast kemur á óvart hjá ferðalöngunum.  Gangan er afar þægileg, engar brekkur en mikið útsýni í sveitinni.  Stærsti þjóðgarður Toskana og verndasvæði 60 fuglategunda, sem sumarhverjar voru horfnar úr Toskana um miðja síðustu öld, ýmist vegna ofveiði eða þurkunar lands.  Á leið okkar urðu einnig fágætar og framandi plöntur og tré. Eftir hressandi gönguferðina snérum við aftur heim á hótel og áttum frjálsan dag til kl. 17:00.  Þá heimsóttum við vínsérfæðing “sommelier” sem kynnti fyrir okkur helstu vínhéruð og helstu þrúgur Ítlaíu.  Mikið var smjattað og rætt um mismunandi bragð og eftirbragð, angan og lit.  Engir dallar á borðinu til að skila vínunum og gladdi það alla.  

Lesa áfram „Sagnir úr Sælkeragöngu“

Dásemdir Toskana

Fyrsta ferð sumarsins til Ítalíu var Sælkerganga til Toskana.  Hótelið okkar í Montecatini Terme er frábærlega staðsett, með góðan sundlaugargarð og mjög glæsilega dekuraðstöðu, fyrir þá sem vilja. 20 manns áttu þar saman 9 sólríka og fallega daga við holla hreyfingu, mat og drykk.  Hópurinn var víða að af landinu og á ýmsum aldri.  Það eina sem allir deildu var áhugi fyrir náttúrunni, hæfilegri dagskrá og notalegum kvöldum í góðum hópi.

Lesa áfram „Dásemdir Toskana“

Kyrrðarvika, en allir á faraldsfæti

Nú, í kyrrðarvikunni er kannski ekki úr vegi að hugleiða merkingu hennar í trúarbrögðum margra þjóða. Páskar eru mun eldri hátíð, orðið komið úr hebresku og merkir að “fara hjá”.  Hjá Gyðingum eru Páskar stærsta hátíð kirkjuársins.

Guðspjöllin, sönn eða samin

Guðspjöllin fjalla ítarlega um þessa daga vegna píslargöngu Krists.  Þau eru reyndar öll skrifuð 50 – 150 árum eftir atburðina og þó þau, sem mest er haldið að okkur, séu kennd við Markús, Mattheus, Lúkas og Jóhannes, þá er augljóst að þau eru ekki rituð af þeim ágætu mönnum. Lesa áfram „Kyrrðarvika, en allir á faraldsfæti“

Tíminn fer ekki – hann kemur

„Eitt sinn fór ég yfir Rín“ er upphaf miðaldakvæðis og bendir til þess að höfundi hafi þótt í frásögur færandi að hann hafi farið yfir Rín.  Ég átti föðurbróður sem varð rúmlega 80 ára.  Hann  bjó alla sína æfi á fæðingarjörð sinni og fór einu sinni til Akureyrar.  Hann hafði frá mörgu að segja þegar hann kom til baka.  Titillinn á ekki við um framhaldið nema að því leyti að öllum þykir gaman að segja frá ferðurm sínum og afrekum.

“Action tourism”

Þetta eru stundum kallaðar virkniferðir og var um tíma mest vaxandi grein ferðaiðnaðarins.  Dæmi um virkniferðir eru:

Lesa áfram „Tíminn fer ekki – hann kemur“