Skilmálar Fararsniðs

Verð og verðbreytingar

Ferðir Fararsniðs eru í flestum tilfellum sérsniðnar að þörfum farþega og eru háðar eftirfarandi reglum:

Verð ferða er staðgreiðsluverð og er háð gengisskráningu þess dags þegar tilboð er gert, eða ferðin auglýst.  Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar getur breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á einum eða fleiri af eftirtöldum þáttum.

  1. Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
  2. Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld.
  3. Gengi þess gjaldmiðils sem á við tiltekna ferð.
  4. Hækkun þjónustu frá erlendum birgjum.
  5. Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum.

Bókanir

Við bókun er mjög mikilvægt að fram komi eftirfarandi upplýsingar:

Fullt nafn allra þátttakenda, kennitala, heimilis- og/eða netfang og símanúmer.

Staðfesting ferðar:

Til að festa ferðapöntun verður að greiða staðfestingargjald sem er frá 70.000 kr. fyrir hvern farþega, en getur verið hærri í samræmi við kröfur frá birgjum okkar.

Staðfestingargjaldið er óendurkræft.

Greiðslur

Farþegi getur greitt ferð sína á eftirfarandi tvo vegu:

  1. Með beinni greiðslu inn á bankareikning Fararsniðs.
  2. Í gegnum greiðslutengil kortafyrirtækja eða slíkrar þjónustu.

Fullnaðargreiðsla ferðarinnar skal fara fram í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför nema kröfur birgja okkar, eða útgáfa flugfarseðla geri ráð fyrir lengri tíma.

afbókanir

Kaupandi getur afbókað og fengið staðfestingu endurgreidda innan 7 daga frá bókun, þó ekki ef aðeins eru 7 vikur í upphaf ferðar.

  • Sé ferð afbókuð þegar 55-28 dagar eru í brottför á kaupandi rétt á 75% endurgreiðslu.
  • Sé ferð afbókuð þegar 27-14 dagar eru í brottför á kaupandi rétt á 50% endurgreiðslu.
  • Sé ferð afbókuð þegar 13 – 7 dagar eru í brottför, á kaupandi rétt á 25% endurgreiðslu.
  • Sé ferð afbókuð þegar færri en 7 dagar eru í brottför á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu

Fararsnið innheimtir þjónustugjöld birgja og áskilur sér rétt til að taka þjónustugjald fyrir sína vinnu.

Breytingagjald

Fararsnið innheimtir breytingagjald fyrir birgja, ss. óskir um breytta flugdaga einstaklinga.

Tryggingar/ferðatryggingar

Ástæða er fyrir farþega að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Sé ferð greidd með greiðslukorti a.m.k. að hálfu, fylgir í flestum tilfellum með ókeypis ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtæki. Athugið að þessar tryggingar eru afar mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála, sem finna má í sérprentuðum bæklingum frá greiðslukortafyrirtækjunum.

Veikindi eða slys á ferð erlendis – hvaða rétt átt þú?  Bækling þess efnis getur þú nálgast hjá Tryggingastofnun ríkisins.  Einnig er hægt að sækja um Evrópskt “sjúkratryggingakort” hjá Tryggingastofnun Ríkisins t.d. á heimasíðu stofnunarinnar.

Öllum farþegum í hópa- og einstaklingsferðum Fararsniðs er ráðlagt að kaupa sér forfallatryggingu hjá tryggingafyrirtæki sínu, ef slíkt er ekki innifalið í kreditkorti viðkomandi.  Fararsnið sér ekki um sölu ferðatrygginga.

Á LANDAMÆRUM – VEGABRÉF

Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför og að það sé ekki útrunnið.  Sum lönd krefjast þess að ekki sé styttra en sex mánuðir af gildistíma vegabréfs. 

Það er á ábyrgð farþega að gefa upp “nákvæmlega” sama nafn í flugfarseðil og það sem ritað er í vegabréf.

Farþegar gæti að reglum sem settar verða á næstu misserum, um framvísun vottorða vegna Covid-19.

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til þeirra landa í Evrópu sem Icelandair flýgur til. Til Bandaríkjanna þarf í öllum tilfellum áritun og er nauðsynlegt að huga að því tímanlega. Í sumum ferðum þarf vegabréfsáritun. Leitið ykkur nánari upplýsinga. Öll börn þurfa nú sitt eigið vegabréf.

Bílaleigur

Fararsnið er ekki í samstarfi við eina bílaleigu frekar en aðra.  Þó er reynt að aðstoða farþega sem hyggjast ferðast á eigin vegum sé þess óskað t.d. ef framlengt er að lokinni hópferð.

%d bloggers like this: