Pistlar

Blóðbað eða tónlist?

Fyrir nokkrum árum gerðum við hjónin okkur ferð í Arenuna í Verona, þetta risastóra hringleikahús sem Rómverjar byggðu á fyrstu öld e.kr. og stendur þarna enn. Þegar Arenan var byggð stóð hún utan borgarmarkanna þar sem hún hlýtur að hafa blasað við úr öllum áttum og dregið til sín skemmtanaglaða íbúa úr nærliggjandi byggðum. Svo skínandi fögur, gerð úr rauðleitum kalksteini frá Valpolicella sem greinilega er endingargott byggingarefni.Það var mikil upplifun að ganga inn í þetta forna mannvirki. Óhjákvæmilega verður manni hugsað til þess fjölda sem þangað hefur sótt skemmtanir eða spennu síðustu tuttugu aldirnar.


Sem betur fer hafa viðhorf manna til skemmtana þó breyst með tímanum. Rómvejar skemmtu sér við að horfa á skilmingarþræla og villt dýr berjast fyrir lífi sínu og fengu jafnvel að hafa áhrif á það hvort lífum þeirra skyldi þyrmt eða ekki. Ljón, tígrisdýr, krókódílar, nashyrningr og margar aðrar dýrategundir voru sóttar til Afríku og Asíu og birnir til Skotlands til þess að eins að enda líf sitt í Arenunni mönnum til skemmtunar. Skilmingaþrælar börðust ýmist hver við annan eða við dýr og dýrum var att saman. Andrúmsloftið hlýtur að hafa verið hlaðið spennu og blóðlyktin legið í loftinu.

Tónlistin tekin við


Á síðari öldum sóttu menn þangað kappleiki og mót af geðfelldara tagi en í seinni tíð hefur tónlistin verið allsráðandi. Margir frægir tónlistamenn hafa haldið tónleika í Arenunni eða komið þar fram í óperum m.a. nokkrir landar t.d. Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson og Björk. Um 1913 varð Arenan vettvangur fyrstu raunverulegu utanhúss-óperunnar í heimi og enn er hún talin ein sú mikilvægasta.

Að skynja söguna


En nú vorum við hjónin þarna komin til að njóta tónlistar á heimsmælikvarða. Sætin okkar voru í miðjum hringnum (arenunni) þar sem bardagarnir fóru fram forðum. Það átti að flytja óperuna Carmen eftir Georges Bizet með úrvals tónlistarfóki og glæsilegri sviðsetningu.

Fjöldi fólks var þarna bæði innlent og erlent, sumir á stuttbuxum og strigaskóm og aðrir  í sínu fínasta pússi. Spenna var í loftinu og hátíðarstemning, allir komnir til að  upplifa eitthvað alveg sérstakt, njóta óperusýningari í þessu einstaka forna mannvirki og það í hlýju kvöldloftinu undir stjörnubjörtum himni, myrkur skollið á og sviðið eitt  upplýst. Ég get því sannarlega mælt með því fyrir alla, óháð tónlistaráhuga að upplifla viðburð í Arenunni. 

Höfundur: Ólöf Oddgeirsdóttir


Heilsubót Alfonso 10. Spánarkonungs

Valencia á Spáni er óneitanlega áhugaverð borg fyrir þá sem aðhyllast spennandi matargerð og menningu. Borgin býður upp á góðan mat, fallegan arkitektúr, skemmtilegt mannlíf og strönd.

Annar í morgunverði


Matarmenningin er um margt ólík okkar og ýmislegt sem kom mér spánskt fyrir sjónir í fyrstu, ekki síst seinni morgunverðurinn sem borðaður er um kl. 11 og kallast Almuerzo. Fyrri morgunverðurinn er yfirleitt léttur, kaffi og sætur biti eða croissant. 
Mun meira er lagt upp úr Almuerzo morgunverðinum. Hann er algengur bæði hjá vinnandi fólki og skólafólki og umburðarlyndi fólks er fullkomið gagnvart þessari máltíð, það bíður bara rólegt eftir að læknirinn eða bankafulltrúinn komi úr sínum Almerzo. 
Máltíðin inniheldur oft grillað brauð með tómatmauki eða marmelaði eða jafnvel Tortillas sem eru eggjakökur með  kartöflum. Bocadillos eru eins konar langlokur og skólafólk borðar þær mikið með nýkreistum appelsínusafa. 
Máltíðinni lýkur gjarnan með sætum bita t.d. sandkökusneið en sandkakan er í miklu uppáhaldi hjá Spánverjum. Mér varð hugsað til ömmu minnar sem alltaf átti sandköku og bakaði í hverri viku. Kannski hún hafi lært það á Spánarferðum sínum þegar Íslendingar hófu að ferðast til Mallorca og fluttu heim nýjar matarhefðir.

Meginmáltíð dagsins – hádegistilboð

Nú var klukkan orðin 14 og þá er komið að hádegisverði, Comida. Við vorum stödd í Ruzafa hverfinu sem er sneisafullt af frábærum veitingastöðum. Helgi Þór annar samferðamaður minn var með lítinn veitingastað í huga, sem hann vildi endilega kynna mér og að sjálfsögðu segir maður ekki nei þegar matur og góður drykkur er annars vegar. Og enn var ég farin að borða. 
Stórkostlegri þriggja rétta máltíðinni lauk með sterkum espresso sem rann ljúflega niður. Engin ástæða til að gera sér vonir um að leggja af á svona degi. Margir veitingastaðir bjóða upp á 3ja rétta hádegistilboð fyrir aðeins 15-20 Evrur.
Nú skiptum við liði og ég hélt í verslunarleiðangur enda af nógu að taka í Valencia sé maður í þeim hugleiðingum. Við mæltum okkur þó mót aftur kl. 19.30 og þá auðvitað til að borða kvöldmat eða Cena. Nú átti að leiða mig í allan sannleikann um hefðir og venjur í kringum hina frægu spænsku Tapas rétti sem ég vissi að samferðamenn mínir þekktu mæta vel. Tapas eru smáréttir, heitir eða kaldir, ýmist borðaðir sem lystauki fyrir mat eða sem heil máltíð. 

Tapas af læknisráði


Í dag er algengt að fólk fari á milli Tapas-staða, fái sér einn drykk og kannski tvo Tapas rétti á hverjum stað til að uppfylla kvöldverðarþörf og félagslega þörf um leið. Óvíst er um tilkomu þessarar smárétta hefðar en ein skemmtileg kenning er sú að Alfons 10. Spánarkonungur hafi náð sér eftir veikindi þegar hann samkvæmt læknisráði tók að neyta drykkjar og matar í smáskömmtum oft yfir daginn en þannig á Tapas smárétta hefðin að hafa orðið til. 
Eitt er þó víst að Tapas réttir hafa  náð miklum vinsældum og útbreiðslu um allan heim, jafnvel á Íslandi. Fjölbreytnin og úrvalið er þó auðvitað hvergi meira en á Spáni og sjálfsagt að nota tækifærið til að kynnast þeirri einstöku hefð í sínu heimalandi.
Allt þetta og margt fleira ætlum við að kynna okkur betur í ferðunum til Valencia í vor.

Kveðja, Ásta Björk

Stærsti almenningsgarður Spánar – TURIA garðurinn

Valencia fyrir fólkið

Það er ekki ofsögum sagt að Valencia sé einstaklega heillandi borg. Hún er sérlega vinaleg og þægileg að ferðast um þrátt fyrir að vera þriðja stærsta borg Spánar. 

Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég kom þar fyrst er hversu margt hefur verið gert til að bæta lífsgæði íbúa með skemmtilegri blöndu af grænum svæðum og frjóum hugmyndum. 

Turia garðurinn 

Að koma í þennan ótrúlega garð í Valenciu-borg á Spáni var mikil upplifun. Garðurinn sem er staðsettur í gömlum árfarvegi þar sem fljótið Turia streymdi í gegnum borgina en flaut gjarnan yfir bakka sína með tilheyrandi tjóni. 

LESA ÁFRAM

Eldhúsgyðjan og guðmóðirin

Fyrir stuttu sýndi ríkissjónvarpið heimildarmynd með eldhúsgyðjunni sívinsælu henni Nigellu Lawson  þar sem hún kynnti fyrir okkur guðmóður ítalskrar matargerðar í Bretlandi. Sú merkiskona er á tíræðisaldri og heitir Anna del Conte, afkastamikill matreiðslubókahöfundur í Bretlandi. Ástríða og nálgun Önnu á matargerð hefur heillað bresku þjóðina um árabil, verið bæði heimiliskokkum og matreiðslumönnum innblástur. Yfirskrift myndarinnar er „Kokkurinn sem breytti lífi okkar” og má enn finna á sarpinum hjá RUV. 

Einfaldleikinn er bestur

Anna del Conte fæddist í Mílanó en í seinni heimsstyrjöldinni fluttist hún með foreldrum sínum til Emilia-Romagna héraðs þar sem fjölskylduvinur skaut yfir þau skjólshúsi meðan á stríðinu stóð. Þar bjó fjölskyldan í miðri matarkistu Po-sléttunnar og naut fjölbreytts fæðuframboðs í takt við árstíðirnar.  Anna lærði við þessar aðstæður að töfrarnir í matargerð væru fólgnir í einfaldleikanum: virðingu fyrir góðu hreinu hráefni og ástríðu fyrir matseldinni. Gott ferskt hráefni þarf ekki flókna matreiðslu enda eru matreiðslubækur henna skrifaðar fyrir venjulegt fólk en ekki Michelin kokka. Matreiðslan snýst um að næra. 

Vínuppskeruferðir og Sælkeragöngur

Þegar ég hlustaði á Önnu del Conte rann upp fyrir mér að þessi nálgun væri einmitt það sem Fararsnið hefur lagt mikla áherslu á í Sælkeragöngum og Vínuppskeruferðum. Í ferðum Fararsniðs er ekki innifalið hálft fæði á hóteli eins og víða tíðkast heldur er lögð sérstök áhersla á að velja einstaka veitingastaði sem venjulegur ferðamaður rambar ekki svo auðveldlega inn á á ferðalagi sínu. Hráefnið er fengið úr héraði, maturinn unninn frá grunni á staðnum og pastað rennt í eldhúsinu fyrr um daginn. Ástríðan fyrir matargerðinni skilar sér beint til gestanna, upplifun sem eykur skilning á þeim svæðum sem ferðast er um.

Fyrsta vínuppskeruferðin er uppseld hjá okkur í ár en nokkur sæti eru enn laus 25. september og 2.október. Í þeim ferðum fáum við kennslu í ítalskri matargerð, kynnumst ostagerð, ólífusamlagi, heimsækjum vínkjallara, snæðum glæsilegar máltíðir og fáum holla hreyfingu í bland. 

Kveðja, Guðbjörg

Einstök Týrólastemning í Schladming

Jibbý – komið nýtt ár sem þýðir bara eitt, SKÍÐAFERÐ í vændum.Tilfinningin að fara að telja niður í að komast úr kuldanum á eyjunni okkar í norðri í fannhvítar og sólríkar skíðabrekkur í Austurríki er ólýsanleg. Kíki öðru hvoru á flugmiðann minn og skoða hvaða sæti ég valdi mér í fluginu tilhlökkunin er svo skemmtileg.

Undanfarin ár hef ég farið til Austurríkis, nánar tiltekið til Schladming. Þegar ég lendi í Salzburg veit ég að nú er einungis rétt rúmur klukkutími í rútu og þá er skíðadraumurinn hafinn.

LESA ÁFRAM

Leiðangur um lífsins gæði

Það getur verið snúið að lýsa heilli borg í stuttu máli. Hvernig dregur maður saman sögu hennar, menningu og eiginleika í eina heild?

Kannski með því að varpa ljósi á þau element sem mynda þessa heild.

Við erum með frábæra ferðadagskrá í mótun og okkur langar að kynna ykkur fyrir karakter Valencia. Hugmyndin er að fara í könnunarleiðangra inn í ólík hverfi borgarinnar.

LESA ÁFRAM

Valencia: Vinalegri útgáfa af Barcelona

Ég var ástfanginn. Eða öllu heldur, í ástarsorg. Hér var ég staddur á þriðja degi í þessari spænsku borg og alveg kolfallinn fyrir henni. Og svo var ég bara á leiðinni burt nánast strax aftur! Alveg glatað.

Ég hafði bókað mér íbúð í gegnum AirBnb og skrifborð á skrifstofuleigunni La Bamba. Þegar ég bókaði heilan mánuð í janúar 2015, fannst mér þetta vera dágóður tími, svona í fyrsta skipti um miðjan vetur.

En nú var þetta allt í einu á hinn veginn. Bara einn mánuð! Loksins þegar ég hafði fundið það sem ég hafði leitað að á flakki um hina þessa anga heimsins.

LESTU ÁFRAM…

Afþreying og upplifanir í Vínuppskeruferðunum

Í síðasta pistli fjallaði ég um vínkjallarana, sem heimsóttir eru í ferðunum okkar.  Í þessum ætla ég að tíunda það sem er aukréttis, en skiptir allt máli þegar maður er að kynnast ítalskri menningu í mat, drykk og gestrisni.

Afslappaðar göngur sem henta öllum

Í dagskránni eru aðeins farnar tvær gönguferðir, en í gjörólíku landslagi og gróðurfari. 

Lestu áfram…

Hvernig eru Vínuppskeruferðirnar öðruvísi?

Þegar við vorum beðin um að skipuleggja fyrstu vínuppskeruferðina lá beint við að hún yrði farin um Norður-Ítalíu, þar sem flest vínin er að finna sem við þekktum fyrir.

Næstum eins og Sælkeragöngurnar…en þó ekki

Við vissum að uppskerutíminn er síðari hluti september og fram í miðjan október, að einhverju leyti háð veðri vorsins og sumarsins á undan. 

Tvö frægustu vínhéruð Ítalíu eru einmitt á þeim slóðum sem við höfðum valið til að ganga með Íslendingum í Sælkeragöngum okkar.  Þetta eru rauðvínshéraðið Valpolicella og frægasta hvítvínshérað Ítalíu, Soave.

Lestu áfram

Hvenær ársins er best að ferðast til Ítalíu?

Frá uppskeruhátíð í miðaldaþorpinu Bagnone, Toskana. Mynd: Lunigianaworld.it

Þetta er algeng spurning og við henni á ég ekki eitt einfalt svar….nema þá að segja að allar árstíðir séu góðar. T.d er einstök upplifun að skoða Feneyjar að vetri til og fá þá innsýn inn í hversdagslíf íbúanna sem lifa í takt við krefjandi aðstæður. Ferðamannastraumurinn á sumrin byrgir þá sýn. 

Ágústmánuður er þó sá mánuður ársins sem ég sæki Ítalíu alltaf heim – að undanskildu einu ári í miðju bankahruni. Þá urðum við að láta okkur nægja að ylja okkur við minningarnar.  

Lestu áfram…

Eigendaskipti hjá Fararsniði

Enn dregur til tíðinda hjá Fararsniði ehf.  

Í fyrra gáfum við það út að ferðaskrifstofan væri til sölu fyrir þá sem áhuga hefðu, eða tök á að glíma við slíkan rekstur.  Nokkrir áhugasamir höfðu samband en ekkert varð úr kaupum.  

Við hjónin vorum því tilbúin til að láta Vínuppskeruferðir haustsins verða síðustu ferðir okkar og Fararsniðs, með Íslendinga til Ítalíu.  

BJÖRT FRAMTÍÐ FARARSNIÐS

Í lok síðasta mánaðar var svo haft samband við okkur og spurt hvort Fararsnið væri enn til sölu – já-á, og í gær barst okkur svo bindandi tilboð um eigendaskipti, frá og með næstu áramótum.  

LESTU ÁFRAM…

Minn eftirlætis ferðadagur í Toskana

Í ár verður sjötta árið sem við göngum með Íslendinga um fáfarnar slóðir og aðrar meira sóttar í Toskana héraði.  Toskana er jú vagga Endurreisnarinnar og frægustu listamenn Ítala sköpuðu þar mörg meistaraverka sinna.

Á sumu þreytist maður ekki

Samt er það nú svo að alltaf verður einhver dagur í meira uppáhaldi hjá manni en annar og einhverjum kynni að þykja ótrúlegt að það sé ekki dagurinn í Flórens.

Minn eftirlætis ferðadagur er dagurinn í Vinci.  Fjölbreytileikinn er slíkur að maður þarf fulla athygli allan tímann.

Fæðingarheimili Leonardos da Vinci

Við höldum af stað frá hótelinu okkar í rútu og ökum ekki hraðbraut, heldur þræðum þéttbyggðar sveitir, fremur en sveitaþorp í nærri 45 mínútur.  Á þessari leið höfum við húsagarða íbúanna fyrir augum okkar, með öllum sínum blæbrigðum og breytileika frá því sem gefur að líta hér á landi, með ólívutrjám, skrautrunnum ásamt matjurta- og blómarækt.  

LESTU ÁFRAM…

Hjarta Soave, hvítvín og ólífuolía

Eftir tvo nokkuð rólega daga er komið að fyrstu heimsóknum í Vínuppskeruferðinni. Rúta bíður okkar við herragarðinn og við höldum í heimsókn til samlags um ólífuolíu gerð, akstur um það bil 20 mínútur. Við byrjum á að kynnast ferlinu við uppskeruna og vélbúnaði nútímans við olíu framleiðsluna.

Lesa áfram “Hjarta Soave, hvítvín og ólífuolía”

Vínuppskeruferð – Komið til Valpolicella

Valpolicella, hið hæðótta vínhérað Ítalíu er næst á dagskrá okkar í Vínuppskeruferðinni.

Þar sem ekkert liggur á njótum við miðborgar Innsbruck fram til hádegis. Svo að allir hafi tækifæri til að fá sér hressingu fyrir aksturinn til Valpolicella, þar sem herragarðurinn okkar er, þá leggjum við ekki af stað fyrr en kl. 14:00.

Vínuppskeran er tími mikillar hamingju

Það fer vart brosið af vínbændunum á meðan á tínslunni stendur.  Aðeins kaldur júní mánuður getur svift þá hamingjunni sem geislar af þeim þegar líður á september. 

Lesa áfram “Vínuppskeruferð – Komið til Valpolicella”

Vínuppskera og sælkerar

Vinsælustu ferðirnar okkar höfum við kosið að kalla Sælkeragöngur. Ferðadagskráin byggir á ferðamáta sem nefnist á ensku “slow travel”, sem við höfum stundum kallað velferðir. Nú eru 15 ár síðan við fórum í ferð með þessu heiti, en í raun liggur að baki samfelld reynsla okkar hjóna í ferðaþjónustu allt frá 1985.

Sérkenni ferðanna okkar hjá Fararsniði er að allir hafi næði til að njóta.

Lesa áfram “Vínuppskera og sælkerar”

Leiðin á La Rocca

Dagurinn framundan er enn í dag skemmtilegasti göngudagurinn í ferðunum okkar, að mínu mati.  Farþegar sem ferðast hafa í fleiri ferðir  með okkur telja líka að hann standi upp úr, þegar horft er til baka á þær ferðadagskrár sem boðið er upp á.  

Í byrjun ferðar er klipping ólívutrjánna útskýrð
Lesa áfram “Leiðin á La Rocca”

Frjáls tími í Garda

Eftir tvo nokkuð langa daga höfum við næsta dag óskipulagðan.  Við teljum nauðsynlegt að farþegarnir okkar fái líka frið til að vera á eigin vegum, hjónin saman eða ferðafélagarnir í hóp. 

Alltaf eru einhverjar hugmyndir í gangi hjá þeim sem komnir eru á erlenda grund, um það sem þá hefði langað til að gera þó það sé ekki á dagskránni hjá okkur.

Lesa áfram “Frjáls tími í Garda”

Gengið með Gardavatni

Ég hygg að ég sé ekki einn um að sleppa góðum göngutúr ef hann er ekki því brýnni.  Við Gústa vorum búin að fara með marga Íslendinga til Garda áður en við ákváðum að athuga hvort óslitinn göngustígur væri frá bænum Garda til nálægs bæjar sem Bardolino heitir.

Í dag er þessi göngutúr fastur liður í dagskránni fyrir Sælkeragöngur við Gardavatn.

Frá Poiano að bænum Garda

Við leggjum af stað fótgangandi frá hótelinu kl. 15:00 og höldum niður í miðbæ Garda.  Hann er svona póstkortabær með borgarhliði, þröngum og skuggsælum götum áður en vatnið birtist manni í fegurð sinni, svo að manni verður orða vant.

Lesa áfram “Gengið með Gardavatni”

Verona – lítil og falleg

Nú dettur mér í hug að fara nokkrum orðum um dagana, hvern fyrir sig, sem við munum eiga í Gardaferðinni okkar, sem hefst 30. Júlí.  Í mörg ár höfum við haft fast form á viku langri dagskrá okkar, en nú langar okkur til að hnika fáeinum atriðum til af ýmsum ástæðum.  

Miðað við að flugáætlun haldist í sumar eins og lagt hefur verið upp með, þá verðum við komin á hótel skömmu fyrir miðnætti á flugdegi.  Eins og allir vita geta þó stundum orðið tafir í flughöfnum og mikil umferð er jafnan á hraðbrautinni frá Malpensa flugvelli til hótelsins okkar í Garda. Fram að þessu höfum við þó aldrei lent í alvarlegri seinkun.

Rólegur morgun í höfuðstöðvunum

Morgunverðarsalur Hótel Poiano er einstaklega bjartur og rúmgóður og útsýnið þaðan yfir bæinn og niður að vatni er nánast truflandi, þegar að matnum er sest.  Feikilegt úrval er af ávöxtum, brauði, áleggi og drykkjarföngum.  Þess utan er beikon, eggjahræra, sveppir og smápylsur í heita borðinu.

Lesa áfram “Verona – lítil og falleg”

Framandi lönd og þjóðir Afríku

Síðasti pistill fjallaði um ótrúlega ferð okkar hjóna um Afríkulöndin Kenía og Tansaníu.  Við höfum bæði náð 70 ára aldri og fannst við hæfi að ferðast á einhverjar þær slóðir, sem ekki yrði endilega farið á aftur.  Það kúnstuga er þó að sumt af því sem við sáum og gerðum í ferðinni vildi maður gjarnan fá að upplifa aftur. Lesa áfram “Framandi lönd og þjóðir Afríku”