Síðasti pistill fjallaði um ótrúlega ferð okkar hjóna um Afríkulöndin Kenía og Tansaníu. Við höfum bæði náð 70 ára aldri og fannst við hæfi að ferðast á einhverjar þær slóðir, sem ekki yrði endilega farið á aftur. Það kúnstuga er þó að sumt af því sem við sáum og gerðum í ferðinni vildi maður gjarnan fá að upplifa aftur. Lesa áfram „Framandi lönd og þjóðir Afríku“
Pistlar
Sögur frá Afríkureisu
Við hjónin brugðum okkur í gott ferðalag til Keníu og Tanzaníu, um miðjan febrúar og komum til baka 01. mars. Ferðaskipuleggjandinn var hinn ástsæli Ferenc Utassy, ungverskur maður, sem bjó hér á landi í sex ár og talar enn lýtalausa Íslensku eftir rúm 20 ár fjarri landi okkar. Lesa áfram „Sögur frá Afríkureisu“
Uppskriftin að ferðum Fararsniðs
Við fáum oft að heyra hrós fyrir uppleggið að ferðum okkar. Það hefur líka tekið mörg ár að þróa hugmyndina, auka eða minnka dagskrána, allt eftir því hvaða viðbrögð við fáum frá farþegunum. Aldur og geta farþega okkar er auðvitað misjafn og því aðlögum við jafnvel ferðina á staðnum, beinlínis að þörfum hópsins. Lesa áfram „Uppskriftin að ferðum Fararsniðs“
Hátíðakveðja og þakkir
Nú er langt um liðið frá síðasta blogg pistli og pósti á áskriftarhóp Fararsniðs. Haustið var annasamt, ferðir seldust upp og kennarahópar og kórar voru í miklum ferðapælingum og eru enn. Jafnvel harmónikkuhópur hyggur á að komast á stærstu harmónikkuhátíð Evrópu. Lesa áfram „Hátíðakveðja og þakkir“
Vín og velgjörðir
Það var 10 manna hópur, systkina og maka, sem fól okkur að skipuleggja vínuppskeruferð fyrir sig í fyrra og höfðum við frjálsar hendur með val á vínsvæðum.
Að sjálfsögðu þekkjum við best til þessara mála á Norður-Ítalíu. Niðurstaðan varð því Valpolicalla og Soave. Eitthvert frægasta svæði ítalskra rauðvína, Valpolicella og þekktasta hvítvínshérað Ítalíu, Soave, bæði í Veneto, eða nærri Garda. Lesa áfram „Vín og velgjörðir“
Kominn tími fyrir Tórínó
Enn hefur hún hikstað gamla ritvélin við pistlaskrifin. Verður þó fremur að kenna um önnum í útlöndum með hópa, en ekki síður veislustjórn á 5 ára afmæli Kótilettukvöldanna á Blönduósi, með tilheyrandi yrkingum og æfingum. Allt er það nú frá og ekkert sem þarf að trufla pistlaskrif frekar á þessu ári. Lesa áfram „Kominn tími fyrir Tórínó“
Tórínó er töfrandi borg
Pistlaskrif og póstar til ykkar hafa nú legið niðri í erli sumarsins og nú er ekki seinna vænna að setja Sælkeragönguna í Torino í sölu. Þessi pistill er til að kynna þessa ferð en einnig að upplýsa um aðrar ferðir 2020. Lesa áfram „Tórínó er töfrandi borg“
Vordagar í Valencia – Ferðasaga
Það var notalegt að koma aftur til Valenciaborgar, 3. maí síðastliðinn. Ferðin okkar var hugsuð frá fös. – fös. Norwegian flugfélagið tók upp á því að breyta flugtímum á föstudagsfluginu sínu, en ekki aðra daga, ferðin hófst því á næturflugi til Alicante. Lesa áfram „Vordagar í Valencia – Ferðasaga“
Þar sem enginn þekkir mann….
Yfirskriftin er einmitt þversögn við pistilinn sem hér fylgir á eftir og svo sem vísnafróðir vita, fjallar framhald stökunnar um tækifæri til ýmisskonar hrekkja, af hálfu þess sem þar talar. Hitt er staðreynd, að þegar maður skráir sig í gönguferð, með fámennum hópi þá líða vart meir en einn til tveir dagar þar til allir þekkja mann. Lesa áfram „Þar sem enginn þekkir mann….“
Þú getur skráð þig á forgangslista!
Ferðadagskrá á aldrei að vera endanleg, óumbreytanleg. Það er bara þannig að alltaf finnst eitthvað nýtt, sem farþegum okkar gæti þótt áhugavert. Stundum eru það farþegarnir sjálfir sem detta niður á eitthvað, stundum innlendi leiðsögumaðurinn, sem veit um eitthvað spennandi, sem ekki er í öllum “túristabókunum”. Lesa áfram „Þú getur skráð þig á forgangslista!“