Pistlar

Sókn í fræðslu – og sælkeradagar

Nú eru líkast til 10 ár frá því að kennarahópar fóru að leita til okkar með aðstoð við skólaheimsóknir í útlöndum.  Blessunarlega hefur tekist að uppfylla óskir allra fram til þessa, oftast á Ítalíu, en einnig Spáni og Finnlandi.  Í Ítalíuferðunum hefur einnig verið komið við í Innsbruck í Týról. Lesa áfram „Sókn í fræðslu – og sælkeradagar“

Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?

Skyldi nú vera einhver skynsamleg hugsun að baki samsetningunni Sælkeragönguferð.  Er þetta kannski bara fikt sem á engan vegin saman, hvað með hinu og skilar engu í sarp minninganna?  Viðbrögð gesta okkar eru sem betur fer á annan veg, „skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í“ hefur heyrst.  „Ég ætla að koma aftur í svona ferð“.    Lesa áfram „Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?“

Kennsluráðstefnur og sýningar

Hér kemur annar pistill sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir augu leikskólakennara, grunnskólakennara og annars skólafólks

Education Show í Birmingham o.fl.

Nú höfum við heimsótt Education Show í Birmingham, fimmtán ár í röð.  Þátttakendur hafa verið frá 50 – 130 manns, þegar flest var.  Leikskólakennurum hefur fjölgað stórlega á undangengnum árum.  Sumir hafa Lesa áfram „Kennsluráðstefnur og sýningar“

Skólaheimsóknir til útlanda

Á næstunni ætla ég að skrifa nokkra pistla sem einkum eru ætlaðir kennurum eða bara öllum þeim sem áhuga hafa á skóla og uppeldismálum.

Hliðstæðir skólar heimsóttir í Suður-Evrópu

Grenivíkurskóli fór í sérlega skemmtilega ferð í fjallabæi vestan borgarinnar Valencia nú í vetur er leið.  Þar voru fjórir fámennisskólar heimsóttir.  Þetta var einkar áhugavert fyrir fámennan skóla úr Eyjafirði. Lesa áfram „Skólaheimsóknir til útlanda“

Menningarborgin Torino

Ég hef verið að vekja athygli á því hvers vegna einn staður verður fyrir valinu, sem áfangastaður fyrir Sælkeragöngu, fremur en einhver annar.  Augljóslega verður maður sjálfur að vera hrifinn af staðnum, annars væri beinlínis rangt að ætla öðrum að vera það.  Kannski er ég einn um að finnast Istanbul ekki aðlaðandi borg, en þangað færi ég samt aldrei með farþegana mína. Lesa áfram „Menningarborgin Torino“