Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð! Við hjá Fararsniði höfum tekið fagnandi hugmyndinni um velferðir (e. Slow Travel) þar eð við teljum að fólk vilji eindregið fá næði til að njóta augnabliksins á fallegum og framandi stað.  Við leggjum upp úr rólegri dagskrá á hverjum degi og þó um hreyfingu sé að ræða, þá er þess gætt að hún sé við flestra hæfi.

Sælkeragöngur

Fararsnið ehf. hefur um nokkurt skeið sérhæft sig í ferðum sem við köllum “Sælkeragöngur”.  Þar er lagt uppúr því að stunda holla hreyfingu, kynnast þeim svæðum sem um er að ræða með því að ganga um sveitir og þorp eða leigja sér hjól.

Hluti hópsins á sólríku kvöldi
Hluti hópsins á sólríku kvöldi

Hugmyndin er að hreyfa sig nokkuð á daginn og njóta lystisemda lífsins í mat og drykk á kvöldin.

Við höfum valið okkar eftirlætis veitingastaði í borgum og sveitum og virta vínkjallara, sem taka gesti í skoðunarferðir um húsakynni sín og bjóða uppá smökkun og hvaða vín hæfi hvaða mat.

 

Við heimsækjum ólífubændur og fáum jafnvel að smakka mismunandi framleiðslu þeirra.  Við höfum farið með fólk á matreiðslunámskeið og endað með konunglegri máltíð, sem allir hafa tekið þátt í að elda.

Það er lykilatriði í hitanum að reyna að hamla gegn vökvatapinu.

Tónleikaferðir

Eftir sem áður eru það þó tónlistarhópar, kórar og hljómsveitir á leið á tónlistarhátíðir, eða í sérsniðnar tónleikaferðir, sem eru stærsti hluti farþega okkar. Samstarfsaðilar Fararsniðs ytra í þessum ferðum eru allt ferðaskrifstofur, sem sérhæfa sig í móttöku slíkra hópa og í mörgum tilfellum standa fyrir alþjóðlegum hátíðum sjálfir.

Selkórinn í ráðhúsinu í Vínarborg
Selkórinn í ráðhúsinu í Vínarborg

Kennaraferðir

Birmingham4-300x224
The Education Show í Birmingham

Þá fjölgar stöðugt þeim hópum kennara, sem ferðast með Fararsniði, en okkur hefur tekist að auðvelda kennurum og öðrum skólastarfsmönnum að komast á ráðstefnur, sýningar og í skólaheimsóknir erlendis, sem lið í endurmenntun sinni.

 

 Um okkur

Ágústa og Jón Karl
Ágústa og Jón Karl

Við hjónin, Ágústa Helgadóttir og Jón Karl Einarsson, byrjuðum í fararstjórn hjá Ingólfi Guðbrandssyni árið 1985 og búum því að rúmlega 30 ára reynslu í ferðamennsku.  Það hefur verið áhugavert að byggja upp svona rekstur og kynnast á nýjan hátt, atvinnuvegi sem við þó höfðum allnokkra reynslu af.

Það er skemmtilegt að sameina þannig ánægjuna af eigin ferðalöngum og ánægjuna af að kveðja þakkláta ferðafélaga í ferðalok.

 

Hafa samband