Fáðu ferðatillögu hjá okkur

Ferðir fyrir kóra, tónlistarhópa og vinahópa af ýmsu tagi.

Vinsælustu ferðirnar okkar eru Sælkeragöngur á Ítalíu, aðventuferðir til Salzburg,  menningarferðir um Portúgal, kóramót og skólaheimsóknir kennara.

Torínó Sælkeraganga

Næstu ferðir

NÝTT – Sælkeraganga til Torino í september 2018

Bogin Torínó á Norður-Ítalíu er nýr áfangastaður á vegum Fararsniðs.

torino-1072877_960_720Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.

Gist á sama hóteli í sjö nætur, staðsettu í hjarta Torino, flestar gönguferðir hefjast á hóteltröppunum. Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.

Uppselt er í allar aðrar ferðir á árinu!

Ný ferð í boði 2019: Vínuppskeruferð til Soave

france_wine_harvest_029bbÞessi ferð nú í ár er uppseld.  Í ljósi frábærra viðbragða er hinsvegar ljóst að við munum bjóða upp á samskonar ferð á næsta ári.

Tíminn mun verða nánast sá sami en uppskera vínbænda á Norður-Ítalíu hefst jafnan undir lok september og er lokið um miðjan október.

(meira…)

Pistlar

Menningarborgin Torino - Ég hef verið að vekja athygli á því hvers vegna einn staður verður fyrir valinu, sem áfangastaður fyrir Sælkeragöngu, fremur en einhver annar.  Augljóslega verður maður sjálfur að vera hrifinn af staðnum, annars væri beinlínis rangt að ætla öðrum að vera það.  Kannski er ég einn um að finnast Istanbul ekki aðlaðandi borg, en þangað … Halda áfram að lesa: Menningarborgin Torino
Hvers vegna Torino? - Ingólfur heitinn Guðbrandsson sagði að gera þyrfti ráð fyrir tveim árum til að koma nýjum áfangastað á framfæri.  Í tilfelli Torino verð ég að segja, að þeim tveim árum yrði vel varið, ef takast mætti að kynna þá borg fyrir Íslendingum.  Góður vinur minn benti mér á Torino, sem „best geymda leyndarmál Ítalíu“. 
Hversvegna þessi staður? - Í síðasta pistli fór ég að velta því upp við lesendur pistla og pósta hversvegna þessi bærinn eða gönguleiðin yrði fyrir valinu, en ekki eitthvað annað.  Það er hinsvegar svo að í öllum tilfellum er einhver vel ígrunduð hugsun á bak við valið.
Toscana með okkar augum - Það er eðlilegt að fólk spyrji sig fyrirfram „hversvegna varð þessi ferð fyrir valinu í dagskránni?“  Í Toscana ferðinni förum með hópinn okkar til Lucca, svo dæmi sé tekið og auðvitað var úr mörgum öðrum spennandi bæjum að velja, í hæfilegri fjarlægð frá heimabænum okkar, Montecatini Terme.
Ítalía kvödd; Englandi heilsað - Bakþankar Hann pabbi minn, blessuð sé minning hans, hefði líklega opnað þessa málsgrein á orðunum „fari það svoleiðis í logandi heitasta helvítis helvíti hvað það er fallegt í Sorrento“.  Pabbi var samt ekki orðljótur, fannst okkur bræðrunum.  Hann notaði bara önnur áhersluorð en flestir og hann talaði ekki illa um fólk, gat t.d. sagt um … Halda áfram að lesa: Ítalía kvödd; Englandi heilsað

Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð!(meira…)