Vínuppskeruferð til Soave september 2020 UPPSELT!

Þessi ferð felur í sér allt það sem vakið hefur lukku í Sælkeragöngunum okkar:  Sælkeramáltíðir að afstöðnum góðum göngutúr, hæfileg blanda af hreyfingu og hvíld.

france_wine_harvest_029bb
Auk þess nýtum við okkur árstímann og heimsækjum eitthvert frægasta svæði ítalskra rauðvína, Valpolicella og þekktasta hvítvínshérað Ítalíu, Soave, bæði í Veneto í námunda við Garda-vatnið.

Við bættum svo tveim öðrum svæðum við, sem við höfum kynnst á ferðum okkar þarna, Lugana hvítvínssvæðið og Trento, sem Ítalir sjálfir halda mikið á lofti í seinni tíð.

Sælkeraganga í Torinó –  ágúst 2020 – 7 SÆTI LAUS!

Glaðlegt götulíf, falleg torg, rismiklar hallir og dásamleg kaffihús frá 19. öldinni fá mann til að láta sér líða vel í Torino.

20190827_100557

Ráðamenn fyrri alda sáu til þess að borgarbúar gætu gengið þurrfætis um götur og torg í hvaða veðri sem er.

Nærri 30 km eru af súlnagöngum, sem veita skjól fyrir regni og skugga í miklum hitum.

Glæsitorgin eru umlukt af hverri höllinni eftir aðra og er sú kannski ástæða þess að Torino er borin saman við París.

 

Sælkeraganga í Toskana –  júní 2020 – UPPSELT!

65477976_10215047082234220_4306124774926450688_oSælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.

Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð viðkomandi svæðis og njóta um leið þess besta sem matar- og vínmenning heimamanna hefur upp á að bjóða.

Sælkeraganga við Garda – júní 2020 –  UPPSELT!

Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist á Hótel Poiano, í litla póstkortabænum Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af.

Image (2) SKG-Garda-baer-1024x685.jpg for post 1141Skipulagðar gönguferðir eru út frá hótelinu. Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali. Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða nærliggjnadi veitingahúsum.

Sumar gönguleiðirnar liggja fram hjá vínkjöllurum heimamanna og eru þeir þá heimsóttir og þar er hægt að smakka framleiðslu þeirra.