Fáðu ferðatillögu hjá okkur

Ferðir fyrir kóra, tónlistarhópa og vinahópa af ýmsu tagi.

Vinsælustu ferðirnar okkar eru Sælkeragöngur á Ítalíu, aðventuferðir til Salzburg,  menningarferðir um Portúgal, kóramót og skólaheimsóknir kennara.

Sælkeraganga við Gardavatn – ágúst

Næstu ferðir

Menningarferð til Valencia í maí 2019

Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og ein helsta hafnarborgin, stundum nefnd Litla-Barcelona, því þær hafa svipaðan borgarbrag. Valencia titilmynd

Valencia er þó öllu afslappaðri og vistvænni, með sitt frábæra mannlíf og götumenningu þar sem fjölskyldur og vinahópar snæða saman á útisvæðum veitingahúsanna.

Í þessari „smáu stórborg“ fléttast saman saga Rómverja, Mára, gyðinga og kristinna sem allir skildu eftir sig minjar og margvísleg áhrif á borgina sem enn mótar fyrir. Sjá ferðadagskrá

Sælkeraganga við Garda í ágúst 2019

Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist á Hótel Poiano, í litla póstkortabænum Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af.

Image (2) SKG-Garda-baer-1024x685.jpg for post 1141Skipulagðar gönguferðir eru út frá hótelinu.  Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali.    Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða nærliggjnadi veitingahúsum.

Sumar gönguleiðirnar liggja fram hjá vínkjöllurum heimamanna og eru þeir þá heimsóttir og þar er hægt að smakka framleiðslu þeirra. Sjá dagskrá

Fleiri ferðir 2019 (meira…)

Pistlar

Tölt um Toskana. - Pislaskrif sumarsins hafa nú setið að mestu á hakanum síðan um miðjan júní.  Ekki er um að kenna erfiðu heyskaparveðri eða misjöfnum gæftum á sjó, en miklu fremur fararstjórn á erlendri grund og afslöppun hér á landi þess á milli.  Nú skal bætt úr.
Veislur í Valencia - Það hefur dregist alltof lengi að deila með ykkur frásögn af Menningarferðinni til Valencia í maí síðastliðnum.  Útskriftarnemar úr Kvennó vorið 1968 héldu upp á 50 ára útskrift með þessari ferð, ásamt fleira góðu fólki. Það kom í ljós að nánast enginn hafði komið til þessarar merku borgar fyrr og þá aðeins á eigin vegum … Halda áfram að lesa: Veislur í Valencia
Ferðaframboð Fararsniðs 2019 - Gaman er að segja frá því að allar þær ferðir sem við settum í sölu fyrir árið 2018 seldust upp með góðum fyrirvara.  Það er því engin ástæða til annars en að endurtaka þær allar á næsta ári. Fyrsta ferðin okkar var til borgarinnar Valencia á Spáni og var hún ekki nema að nokkru leiti hugsuð sem sem … Halda áfram að lesa: Ferðaframboð Fararsniðs 2019
Sókn í fræðslu – og sælkeradagar - Nú eru líkast til 10 ár frá því að kennarahópar fóru að leita til okkar með aðstoð við skólaheimsóknir í útlöndum.  Blessunarlega hefur tekist að uppfylla óskir allra fram til þessa, oftast á Ítalíu, en einnig Spáni og Finnlandi.  Í Ítalíuferðunum hefur einnig verið komið við í Innsbruck í Týról.
Leikföng tímans? - Þegar maður er að ferðast í útlöndum er eðlilegt að tíminn sér manni dýrmætur, svo dýrt sem það nú er að komast yfir hið breiða haf héðan frá Íslandi.  Það skiptir því öllu máli að ferðadagskrá, ef hún á annaðborð er fyrirhuguð, sé raunhæf tímalega, en líka þannig að vel sé farið með tímann.

Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð!(meira…)