Orðsending vegna Covid-19

Eitthvað virðist þokast hjá Evrópuþjóðum í baráttunni við Coronaveirunni skæðu.  Hún hefur þó auðvitað kostað alltof mörg mannslíf, einkum í suðurhluta álfunnar.  Talsvert virðist hafa fækkað daglegum nýsmitum bæði á Spáni og Ítalíu.  Bæði þessi lönd eiga stórkostlega mikið undir ferðamennsku, ekki síður en við Íslendingar. 

Óskandi væri að flugfélög, hótel og veitingastaðir í álfunni geti bráðlega farið að þjónusta gesti sína, jafnvel þó í minna mæli verði í byrjun að minnsta kosti.

Í samtali mínu við Ferðamálstofu fyrir liðna helgi kom fram að Ríkisstjórn Íslands er enn að vinna nýja pakka fyrir þjónustufyrirtæki í ferðaiðnaði.  Þetta á við um Icelandair, hótel af öllum stærðum, nýbyggð og hálfbyggð, jafnt sem ferðafyrirtæki sem fjárfest hafa gríðarlega á síðustu árum og sjá nú fram á dapra daga.

Hvað bíður okkar?

Næst það sem lýtur að fyrirhuguðum ferðum okkar til Ítalíu.  Við vitum ekki hvaða opinberu tilmæli verða í gangi þegar kemur fram á sumar.  Enn síður vitum við hver staðan verður í Evrópu er líður á sumarið.  Öll vonumst við eftir batnandi fréttum eftir páskana og fram eftir mánuðinum.

Okkur hjá Fararsniði finnst því rétt, enn um stund, að bíða með að taka nokkrar ákvarðanir, en fylgjast frekar með framvindu faraldursins á evrópska vísu. 

Við munum halda ykkur upplýstum hér á síðunni, eftir því sem málin þróast í Evrópu.

Vínuppskeruferð til Soave september 2020 UPPSELT!

Þessi ferð felur í sér allt það sem vakið hefur lukku í Sælkeragöngunum okkar:  Sælkeramáltíðir að afstöðnum góðum göngutúr, hæfileg blanda af hreyfingu og hvíld.

france_wine_harvest_029bb
Auk þess nýtum við okkur árstímann og heimsækjum eitthvert frægasta svæði ítalskra rauðvína, Valpolicella og þekktasta hvítvínshérað Ítalíu, Soave, bæði í Veneto í námunda við Garda-vatnið.

Við bættum svo tveim öðrum svæðum við, sem við höfum kynnst á ferðum okkar þarna, Lugana hvítvínssvæðið og Trento, sem Ítalir sjálfir halda mikið á lofti í seinni tíð.

Sælkeraganga í Torinó –  ágúst 2020 – 4 SÆTI LAUS!

Glaðlegt götulíf, falleg torg, rismiklar hallir og dásamleg kaffihús frá 19. öldinni fá mann til að láta sér líða vel í Torino.

20190827_100557

Ráðamenn fyrri alda sáu til þess að borgarbúar gætu gengið þurrfætis um götur og torg í hvaða veðri sem er.

Nærri 30 km eru af súlnagöngum, sem veita skjól fyrir regni og skugga í miklum hitum.

Glæsitorgin eru umlukt af hverri höllinni eftir aðra og er sú kannski ástæða þess að Torino er borin saman við París.

 

Sælkeraganga í Toskana –  júní 2020 – UPPSELT!

65477976_10215047082234220_4306124774926450688_oSælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.

Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð viðkomandi svæðis og njóta um leið þess besta sem matar- og vínmenning heimamanna hefur upp á að bjóða.

Sælkeraganga við Garda – júní 2020 –  UPPSELT!

Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist á Hótel Poiano, í litla póstkortabænum Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af.

Image (2) SKG-Garda-baer-1024x685.jpg for post 1141Skipulagðar gönguferðir eru út frá hótelinu. Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali. Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða nærliggjnadi veitingahúsum.

Sumar gönguleiðirnar liggja fram hjá vínkjöllurum heimamanna og eru þeir þá heimsóttir og þar er hægt að smakka framleiðslu þeirra.