Fáðu ferðatillögu hjá okkur

Ferðir fyrir kóra, tónlistarhópa og vinahópa af ýmsu tagi.

 

Vinsælustu ferðirnar okkar eru Sælkeragöngur á Ítalíu, aðventuferðir til Salzburg,  menningarferðir um Portúgal, kóramót og skólaheimsóknir kennara.

Skoða menningarferð til Valencia maí 2018

Næstu ferðir

Menningarferð til Valencia 15.-20. maí

Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og ein helsta hafnarborgin, stundum nefnd Litla-Barcelona, því þær hafa svipaðan borgarbrag. Valencia titilmynd

Valencia er þó öllu afslappaðri og vistvænni, með sitt frábæra mannlíf og götumenningu þar sem fjölskyldur og vinahópar snæða saman á útisvæðum veitingahúsanna.

Í þessari „smáu stórborg“ fléttast saman saga Rómverja, Mára, gyðinga og kristinna sem allir skildu eftir sig minjar og margvísleg áhrif á borgina sem enn mótar fyrir. Sjá ferðadagskrá

Toskana-FloresnsSælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.

Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð viðkomandi svæðis og njóta um leið þess besta sem matar- og vínmenning heimamanna hefur upp á að bjóða. Skoðaðu ferðadagskrána!

Sælkeraganga við Garda ágúst 2018 

Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist á Hótel Poiano, í litla póstkortabænum Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af.

Image (2) SKG-Garda-baer-1024x685.jpg for post 1141Skipulagðar gönguferðir eru út frá hótelinu.  Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali.    Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða nærliggjnadi veitingahúsum.

Sumar gönguleiðirnar liggja fram hjá vínkjöllurum heimamanna og eru þeir þá heimsóttir og þar er hægt að smakka framleiðslu þeirra. Sjá dagskrá

NÝTT – Sælkeraganga til Torino í september 2018

Bogin Torínó á Norður-Ítalíu er nýr áfangastaður á vegum Fararsniðs.

torino-1072877_960_720Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.

Gist á sama hóteli í sjö nætur, staðsettu í hjarta Torino, flestar gönguferðir hefjast á hóteltröppunum. Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.

Pistlar

Sólin í Sorrento - Sorrento 02. mars Okkar beið hráefni í ítalskan morgunverð er við vöknuðum í morgun, sætabrauð, sykruð jógúrt, dísætur ávaxtasafi og kaffihylki í Lavazza Mio græjuna.  Það er aldrei meiri ös á „kondidoríunum“ hér í bæ, heldur en 10 – 5 mínútum fyrir kl. níu, þegar heimamenn hópast þangað í eitthvað sætt til að byrja vinnudaginn.
Loksins til Sorrento - 28. febrúar Á lokadegi í Róm náðum við að kaupa miða, sem fríaði okkur við tveggja tíma biðröð til að komast í „söfn Vatikansins“.  Við vorum einstaklega heppin með leiðsögumann.  Sá hafði frá mörgu að segja, en gerði það á svo hnitmiðaðan hátt að maður nennti að hlusta allan tímann.  Við gengum líka um Péturskirkjuna, … Halda áfram að lesa: Loksins til Sorrento
Tilbrigði við Toskanaferð. - 24. febrúar – „Fréttir og veðurfregnir“ Nú höfum við komið ýmsu í verk hér í Montecatini Terme, sem við höfum ekki áður tekið okkur tíma í.  Við höfum skoðað þennan litla bæ mun betur en áður, gengið hverja götuna eftir aðra þar sem „liberty stile“ hús af öllum stærðum setja svip glæsileika á bæinn.  Þessar … Halda áfram að lesa: Tilbrigði við Toskanaferð.
Frá Valensía til Tórínó til Toskana - 16. febrúar Í gærkvöld fóru kennarar Grenivíkurskóla á veitingastað sem oft hefur verið boðin Michelin stjarna en jafnan hafnað henni.  Er skemmst frá að segja að bragðgæði matar, fjöldi rétta og þjónustan öll setti alveg ný viðmið á „út að borða“ hugtakið.
Spennandi sveitaþorp - Í dag 8. febrúar röltum við Túríagarðinn.  Endalaust kemur hann manni á óvart.  Börn og fullorðnir að binda eða losa Gulliver úr böndum, skokkarar á flestum stígum og eldri heimamenn á bekkjum að ræða þjóðfélagsmálin, eins og í heitu pottunum á Íslandi.

Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð!(meira…)