Fáðu ferðatillögu hjá okkur

Ferðir fyrir kóra, tónlistarhópa og vinahópa af ýmsu tagi.

Vinsælustu ferðirnar okkar eru Sælkeragöngur á Ítalíu, aðventuferðir til Salzburg,  menningarferðir um Portúgal, kóramót og skólaheimsóknir kennara.

Torínó Sælkeraganga

Næstu ferðir

NÝTT – Sælkeraganga til Torino í september 2018

Bogin Torínó á Norður-Ítalíu er nýr áfangastaður á vegum Fararsniðs.

torino-1072877_960_720Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.

Gist á sama hóteli í sjö nætur, staðsettu í hjarta Torino, flestar gönguferðir hefjast á hóteltröppunum. Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.

Uppselt er í allar aðrar ferðir á árinu!

Ný ferð í boði 2019: Vínuppskeruferð til Soave

france_wine_harvest_029bbÞessi ferð nú í ár er uppseld.  Í ljósi frábærra viðbragða er hinsvegar ljóst að við munum bjóða upp á samskonar ferð á næsta ári.

Tíminn mun verða nánast sá sami en uppskera vínbænda á Norður-Ítalíu hefst jafnan undir lok september og er lokið um miðjan október.

(meira…)

Pistlar

Enn um Torino - Hið skrautlega og afgerandi útlit synagogunnar í Torino á sér skemmtilega sögu.  Það er ekki bara á Íslandi sem menn eru enn að hanna og teikna byggingar eftir að byrjað er að byggja.  Þar þarf ekki eingöngu að benda á flugstöð á Miðnesheiði eða hótel í Hveragerði. 
Skólaheimsóknir til útlanda - Á næstunni ætla ég að skrifa nokkra pistla sem einkum eru ætlaðir kennurum eða bara öllum þeim sem áhuga hafa á skóla og uppeldismálum. Hliðstæðir skólar heimsóttir í Suður-Evrópu Grenivíkurskóli fór í sérlega skemmtilega ferð í fjallabæi vestan borgarinnar Valencia nú í vetur er leið.  Þar voru fjórir fámennisskólar heimsóttir.  Þetta var einkar áhugavert fyrir … Halda áfram að lesa: Skólaheimsóknir til útlanda
Torino og Savoyríkið gleymda - Pistlaskrif féllu niður í síðustu viku, þar sem við vorum með stóran hóp kennara og maka frá Grundarfirði, í sex daga ferð til Innsbruck, Verona og Garda.  Þar var blandað saman mjög skemmtilegum skólaheimsóknum og þeirri dagskrá sem viðhöfð er í Sælkeragöngunni vinsælu.
Menningarborgin Torino - Ég hef verið að vekja athygli á því hvers vegna einn staður verður fyrir valinu, sem áfangastaður fyrir Sælkeragöngu, fremur en einhver annar.  Augljóslega verður maður sjálfur að vera hrifinn af staðnum, annars væri beinlínis rangt að ætla öðrum að vera það.  Kannski er ég einn um að finnast Istanbul ekki aðlaðandi borg, en þangað … Halda áfram að lesa: Menningarborgin Torino
Hvers vegna Torino? - Ingólfur heitinn Guðbrandsson sagði að gera þyrfti ráð fyrir tveim árum til að koma nýjum áfangastað á framfæri.  Í tilfelli Torino verð ég að segja, að þeim tveim árum yrði vel varið, ef takast mætti að kynna þá borg fyrir Íslendingum.  Góður vinur minn benti mér á Torino, sem „best geymda leyndarmál Ítalíu“. 

Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð!(meira…)