Fyrirspurnir um Ítalíu 2021

Jón Karl og Ágústa, fararstjórar og eigendur Fararsniðs
Jón Karl og Ágústa, fararstjórar og eigendur Fararsniðs

 

Fararsnið verður með fimm Ítalíuferðir á árinu 2021

Kæru ferðafélagar að fornu og nýju.

Fararsnið ætlar í sumar með tvo hópa á Gardasvæðið, einn til Toskana og tvær ferðir í Vínuppskeruna að hausti. Augljóst er að Ítalir hafa nú gripið til árangusríkari aðgerða við að hemja Covid19 og nýsmitum fer þannig fækkandi samhliða miklum krafti í bólusetningu.

Farþegar okkar eru almennt í þeim aldurshópi að vera framarlega í röð þeirra sem fá bólusetningu hér heima og er nú áætlað að bólusetningu okkar hóps verði lokið þó nokkru fyrir fyrstu brottför okkar.

Uppselt er í tvær ferðanna – laust er í ferðirnar hér fyrir neðan

Í dag höfum við opnað fyrir bókanir með staðfestingu, í þau sæti sem enn eru óseld í Sælkeragöngur við Gardavatn og til Toskana.

Vínuppskeruferðin er uppseld og því undirbúum við nú aukaferð. Tilkynnt verður um sölu í hana bráðlega.

Við minnum á að áskrifendur á póstlista fá fyrstu fréttir og aðgang að forsölu –  skráning hér

Með þakklæti fyrir tryggðina við okkur, Ágústa og Jón Karl.

Sælkeraganga við Garda 30. júlí – 06. ágúst 2021 – laust er í ferðina

Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist á Hótel Poiano, í litla póstkortabænum Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af. 

Skipulagðar gönguferðir eru út frá hótelinu. Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali. Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða nærliggjnadi veitingahúsum.

Toskana  Sælkeraganga 09. – 18. ágúst 2021 Aðeins 2 sæti laus

Sælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.

Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð viðkomandi svæðis og njóta um leið þess besta sem matar- og vínmenning heimamanna hefur upp á að bjóða.

Vínuppskeruferð til Ítalíu 03. – 11. október 2021 – laust er í ferðina
HVAÐ BÝÐST ÞÉR Í VÍNUPPSKERUFERÐINNI TIL SOAVE OG VALPOLICELLA?
  • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
  • Gist á fallegum herragörðum, á mörkum Valpolicella og Soave og einnig í Trento.
  • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
  • Einstök upplifun: Þú heimsækir þrjá vínkjallara, hvern með sínu sérkenni. 
  • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
  • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
  • Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði, nema annars sé getið.