Fáðu ferðatillögu hjá okkur

Ferðir fyrir kóra, tónlistarhópa og vinahópa af ýmsu tagi.

Vinsælustu ferðirnar okkar eru Sælkeragöngur á Ítalíu, aðventuferðir til Salzburg,  menningarferðir um Portúgal, kóramót og skólaheimsóknir kennara.

Valencia – Menningarferð í maí

Næstu ferðir

Menningarferð til Valencia í maí 2019

Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og ein helsta hafnarborgin, stundum nefnd Litla-Barcelona, því þær hafa svipaðan borgarbrag. Valencia titilmynd

Valencia er þó öllu afslappaðri og vistvænni, með sitt frábæra mannlíf og götumenningu þar sem fjölskyldur og vinahópar snæða saman á útisvæðum veitingahúsanna.

Í þessari „smáu stórborg“ fléttast saman saga Rómverja, Mára, gyðinga og kristinna sem allir skildu eftir sig minjar og margvísleg áhrif á borgina sem enn mótar fyrir. Sjá ferðadagskrá

Sælkeraganga við Garda í ágúst 2019

Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist á Hótel Poiano, í litla póstkortabænum Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af.

Image (2) SKG-Garda-baer-1024x685.jpg for post 1141Skipulagðar gönguferðir eru út frá hótelinu.  Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali.    Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða nærliggjnadi veitingahúsum.

Sumar gönguleiðirnar liggja fram hjá vínkjöllurum heimamanna og eru þeir þá heimsóttir og þar er hægt að smakka framleiðslu þeirra. Sjá dagskrá

Fleiri ferðir 2019 (meira…)

Pistlar

17 ára til Ameríku – annar kafli - Hér held ég áfram að birta fyrstu ferðapistlana mína frá 2014. Það var talsverður viðbúnaður á heimili foreldra minna þegar drengurinn var að leggja upp í hina löngu ferð og löngu dvöl í hinni stóru Ameríku.  Ég hafði alltaf gefið það út að ég ætlaði ekkert að ákveða það, þar og þá, hvenær ég snéri … Halda áfram að lesa: 17 ára til Ameríku – annar kafli
17 ára til Ameríku - Afastrákurinn minn og nafni er að leggja upp í „heimsreisu“ í byrjun desember, 20 ára gamall.  Á stuttri æfi sinni hefur hann margsinnis farið til útlanda, með ættingjum og vinum.  Nú verða bara fimm jafnaldrar á ferð, um Afríku, Mið-Austurlönd og Asíu.  Ég fór 17 ára gamall til Ameríku og hafði þá aldrei til útlanda … Halda áfram að lesa: 17 ára til Ameríku
Menningarferðir í sölu 2019 - Þessi pistill mun fjalla um þær ferðir sem laust er í næsta sumar og haust.  Toskanaferðin okkar 2019 var komin í sölu 03. ágúst og uppselt í hana þann 20. ágúst.  Eins fór með ferðina okkar til Torino 2019.  Óskað var eftir henni fyrir fjölmennan hóp og seldist hún upp innan þess klúbbs.
Vorferð til Valencia - Það er orðið langt síðan nokkuð hefur verið fjallað um Valenciuborg á Spáni, borgina sjálfa og sveitirnar í kring.  Nú skal bætt úr því, enda af nógu að taka þegar skrifa á um menningarferð á þær slóðir.
In vino veritas - Það var ekkert lát á ánægjunni með næsta dag, frekar en hinn fyrri.  Aftur skyldi dagurinn hefjast á göngutúr og nú var haldið í þjóðgarð, ekki alltof langt frá gististaðnum okkar.  Þjóðgarðurinn er, ólíkt Þingvöllum, nokkuð þéttbyggður og smáþyrpingar skiptust á við sveitabæina.

Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð!(meira…)