Fáðu ferðatillögu hjá okkur

Ferðir fyrir kóra, tónlistarhópa og vinahópa af ýmsu tagi.

Vinsælustu ferðirnar okkar eru Sælkeragöngur á Ítalíu, aðventuferðir til Salzburg,  menningarferðir um Portúgal, kóramót og skólaheimsóknir kennara.

Torínó Sælkeraganga

Næstu ferðir

NÝTT – Sælkeraganga til Torino í september 2018

Bogin Torínó á Norður-Ítalíu er nýr áfangastaður á vegum Fararsniðs.

torino-1072877_960_720Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.

Gist á sama hóteli í sjö nætur, staðsettu í hjarta Torino, flestar gönguferðir hefjast á hóteltröppunum. Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.

Uppselt er í allar aðrar ferðir á árinu!

Ný ferð í boði 2019: Vínuppskeruferð til Soave

france_wine_harvest_029bbÞessi ferð nú í ár er uppseld.  Í ljósi frábærra viðbragða er hinsvegar ljóst að við munum bjóða upp á samskonar ferð á næsta ári.

Tíminn mun verða nánast sá sami en uppskera vínbænda á Norður-Ítalíu hefst jafnan undir lok september og er lokið um miðjan október.

(meira…)

Pistlar

Sókn í fræðslu – og sælkeradagar - Nú eru líkast til 10 ár frá því að kennarahópar fóru að leita til okkar með aðstoð við skólaheimsóknir í útlöndum.  Blessunarlega hefur tekist að uppfylla óskir allra fram til þessa, oftast á Ítalíu, en einnig Spáni og Finnlandi.  Í Ítalíuferðunum hefur einnig verið komið við í Innsbruck í Týról.
Leikföng tímans? - Þegar maður er að ferðast í útlöndum er eðlilegt að tíminn sér manni dýrmætur, svo dýrt sem það nú er að komast yfir hið breiða haf héðan frá Íslandi.  Það skiptir því öllu máli að ferðadagskrá, ef hún á annaðborð er fyrirhuguð, sé raunhæf tímalega, en líka þannig að vel sé farið með tímann.
Hvað fleira en matur, vín og hreyfing? - Skyldi nú vera einhver skynsamleg hugsun að baki samsetningunni Sælkeragönguferð.  Er þetta kannski bara fikt sem á engan vegin saman, hvað með hinu og skilar engu í sarp minninganna?  Viðbrögð gesta okkar eru sem betur fer á annan veg, „skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í“ hefur heyrst.  „Ég ætla að koma aftur í svona … Halda áfram að lesa: Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?
Kennsluráðstefnur og sýningar - Hér kemur annar pistill sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir augu leikskólakennara, grunnskólakennara og annars skólafólks Education Show í Birmingham o.fl. Nú höfum við heimsótt Education Show í Birmingham, fimmtán ár í röð.  Þátttakendur hafa verið frá 50 – 130 manns, þegar flest var.  Leikskólakennurum hefur fjölgað stórlega á undangengnum árum.  Sumir hafa
Enn um Torino - Hið skrautlega og afgerandi útlit synagogunnar í Torino á sér skemmtilega sögu.  Það er ekki bara á Íslandi sem menn eru enn að hanna og teikna byggingar eftir að byrjað er að byggja.  Þar þarf ekki eingöngu að benda á flugstöð á Miðnesheiði eða hótel í Hveragerði. 

Um Fararsnið

Ertu búin(n) að fá nóg af löngum rútuferðum þar sem varla gefst tími til að nærast, hvað þá njóta þess sem fyrir augu ber?

Langar þig að upplifa draumaferðina með hæfilegri blöndu af athöfnum og athafnaleysi?

Algeng ummæli þeirra sem komið hafa í ferðirnar okkar eru: “Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í svona ferð!(meira…)