Ferðadagskrá á aldrei að vera endanleg, óumbreytanleg. Það er bara þannig að alltaf finnst eitthvað nýtt, sem farþegum okkar gæti þótt áhugavert. Stundum eru það farþegarnir sjálfir sem detta niður á eitthvað, stundum innlendi leiðsögumaðurinn, sem veit um eitthvað spennandi, sem ekki er í öllum “túristabókunum”. Lesa áfram „Þú getur skráð þig á forgangslista!“
Author: Helgi Þór
Stiklur frá Valencia
Hér koma nokkur myndbrot sem urðu til í undirbúningsferð okkar til Valencía.
Nokkrar áherslubreytingar urðu á ferðadagskránni fyrir Valencia 3.-10. maí, því að við verðum nú á hóteli sem er steinsnar frá Túríagarðinum. Þess vegna hönnuðum við alveg nýja Tapasgöngu með fjölbreyttum veitingastöðum.
Ráðhústorgið
Þeir Helgi Þór og Tom voru á ferðinni á Ayuntamiento-torginu (Ráðhústorgið). Lesa áfram „Stiklur frá Valencia“
Þorraþræll í Valencia (myndskreytt kvæði)
Við hjónin erum stödd hér í Valenciu-borg, að aðlaga ferðadagskrá vorferðarinnar lítillega. Nú verðum við á öðru hóteli en áður, sem er afskaplega vel staðsett í miðri borginn, steinsnar frá Túría-garðinum.
Með okkur á myndinn er sonur okkar, Helgi Þór, sem líka er staddur hér í stuttri vetrardvöl að Lesa áfram „Þorraþræll í Valencia (myndskreytt kvæði)“
17 ára til Ameríku, ekki heima á jólunum
Fyrstu jólin að heiman
17 ára gamall var ég nógu mikið barn til að hafa ekkert hugsað út í það, hvernig það væri að vera ekki heima á jólunum. Þorláksmessa fór til dæmis algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá Ameríkönunum, bæði í skólanum og hjá fjölskyldunni. Á Blönduósi höfðum við pabbi farið saman í fjárhúsin á Þorláksmessu og gefið bæði blæsmum og hrútum þá jólagjöf að svala kynlífsfýsn sinni, það voru hátíðlegar stundir.
Lesa áfram „17 ára til Ameríku, ekki heima á jólunum“
17 ára til Ameríku, sofnaði í lestíma
Ford Falcon Station
Aftur kvöddumst við félagarnir úr TWA fluginu og nú þrammaði ég með fjölskyldunni út á bílastæði sem ég sá strax að var mörgum sinnum stærra heldur en samanlögð bílastæðin við kaupfélagið og félagsheimilið á Blönduósi. Rauður Ford Falcon skutbíll var fjölskyldubíllinn, blessunarlega með… Lesa áfram „17 ára til Ameríku, sofnaði í lestíma“
17 ára til Ameríku – annar kafli
Hér held ég áfram að birta fyrstu ferðapistlana mína frá 2014.
Það var talsverður viðbúnaður á heimili foreldra minna þegar drengurinn var að leggja upp í hina löngu ferð og löngu dvöl í hinni stóru Ameríku. Ég hafði alltaf gefið það út að ég ætlaði ekkert að ákveða það, þar og þá, hvenær ég snéri aftur heim, sá alltaf fyrir mér að ný æfintýri biðu mín á hverju horni. Lesa áfram „17 ára til Ameríku – annar kafli“
Kínversk eða vestræn áhrif í Suður Kóreu?
Landið sem nú heitir Suður Kórea hét að fornu Pusan og þá er auðvelt að sjá fyrir sér hve gömul veiðistöð og verslunarbær borgin Busan hlýtur að vera, annað dregur nafn af hinu. Mikið var gert úr því í ferðabæklingum að þarna væri stærsti fiskimarkaður landsins. Lesa áfram „Kínversk eða vestræn áhrif í Suður Kóreu?“
Það gaf ekki´á bátinn, á Gulahafinu
Pistlarnir mínir fengu óvæntan hiksta seinnipart nóvember og er um að kenna rjúpnaveiðum, jarðsetningu norður í landi og bronkítis, í þessari röð.
Eru skemmtisiglingar skemmtilegar siglingar?
Eftir ljómandi gott ferðaveður í Beijing og nágrenni fengum við sólarlausan dag á Gulahafinu. Maður fór því að furða sig á vinsældum þessa ferðamáta, þar sem ekkert sundlaugarveður var að finna við sundlaugina. Það átti eftir að breytast, því leiðin lá alltaf sunnar og sunnar. Lesa áfram „Það gaf ekki´á bátinn, á Gulahafinu“
Torg hins himneska friðar – er það réttnefni?
Mér virðist það plagsiður hjá mörgum fornum þjóðum að draga alla ferðamenn inn í ákveðnar verksmiðjur, með gömlu handverki þeirra. Þarna skal svo selja þeim vörurnar á verði sem ferðamaðurinn eðlilega telur að sé “verksmiðjuverð”. Lesa áfram „Torg hins himneska friðar – er það réttnefni?“
Hvernig var í Kína um daginn?
Eins og fram kom í pistli 07. oktober s.l. fórum við hjónin sem fararstjórar í 15 daga siglingu á skemmtiferðaskipi, með 23ja manna hópi Íslendinga. Ferðin stóð þó frá 03. – 25. oktober, þar sem gist var í Beijing í þrjár nætur fram að siglingu og síðan í tvær nætur í Singapore að siglingu lokinni. Tíu og tólf kl.st. flug í hvora átt gerði það svo að verkum að alls stóð ferðin í 22 daga. Lesa áfram „Hvernig var í Kína um daginn?“