17 ára til Ameríku, ekki heima á jólunum

Fyrstu jólin að heiman

17 ára gamall var ég nógu mikið barn til að hafa ekkert hugsað út í það, hvernig það væri að vera ekki heima á jólunum.  Þorláksmessa fór til dæmis algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá Ameríkönunum, bæði í skólanum og hjá fjölskyldunni.  Á Blönduósi höfðum við pabbi farið saman í fjárhúsin á Þorláksmessu og gefið bæði blæsmum og hrútum þá jólagjöf að svala kynlífsfýsn sinni, það voru hátíðlegar stundir.

Lesa áfram „17 ára til Ameríku, ekki heima á jólunum“

17 ára til Ameríku, sofnaði í lestíma

Ford Falcon Station

Aftur kvöddumst við félagarnir úr TWA fluginu og nú þrammaði ég með fjölskyldunni út á bílastæði sem ég sá strax að var mörgum sinnum stærra heldur en samanlögð bílastæðin við kaupfélagið og félagsheimilið á Blönduósi.  Rauður Ford Falcon skutbíll var fjölskyldubíllinn, blessunarlega með… Lesa áfram „17 ára til Ameríku, sofnaði í lestíma“

17 ára til Ameríku – annar kafli

Hér held ég áfram að birta fyrstu ferðapistlana mína frá 2014.

Það var talsverður viðbúnaður á heimili foreldra minna þegar drengurinn var að leggja upp í hina löngu ferð og löngu dvöl í hinni stóru Ameríku.  Ég hafði alltaf gefið það út að ég ætlaði ekkert að ákveða það, þar og þá, hvenær ég snéri aftur heim, sá alltaf fyrir mér að ný æfintýri biðu mín á hverju horni. Lesa áfram „17 ára til Ameríku – annar kafli“

Það gaf ekki´á bátinn, á Gulahafinu

Pistlarnir mínir fengu óvæntan hiksta seinnipart nóvember og er um að kenna rjúpnaveiðum, jarðsetningu norður í landi og bronkítis, í þessari röð.

Eru skemmtisiglingar skemmtilegar siglingar?

Eftir ljómandi gott ferðaveður í Beijing og nágrenni fengum við sólarlausan dag á Gulahafinu.  Maður fór því að furða sig á vinsældum þessa ferðamáta, þar sem ekkert sundlaugarveður var að finna við sundlaugina.  Það átti eftir að breytast, því leiðin lá alltaf sunnar og sunnar. Lesa áfram „Það gaf ekki´á bátinn, á Gulahafinu“

Hvernig var í Kína um daginn?

Eins og fram kom í pistli 07. oktober s.l. fórum við hjónin sem fararstjórar í 15 daga siglingu á skemmtiferðaskipi, með 23ja manna hópi Íslendinga.   Ferðin stóð þó frá 03. – 25. oktober, þar sem gist var í Beijing í þrjár nætur fram að siglingu og síðan í tvær nætur í Singapore að siglingu lokinni.  Tíu og tólf kl.st. flug í hvora átt gerði það svo að verkum að alls stóð ferðin í 22 daga. Lesa áfram „Hvernig var í Kína um daginn?“

Batteríin hlaðin fyrir veturinn

Samhentir vinnufélagar

Starfsfólk Grenivíkurskóla er einstaklega samstilltur hópur fólks á ýmsum aldri.  Einn skólaliðinn er amma stórs prósentuhluta allra nemendanna í Grýtubakkahreppi. Sumir þeirra litu þarna vínþrúgur á grein í fyrsta skipti á æfinni, kíwíplöntu hlaðna ávöxtum og bananaklasa þó smáir væru, að ekki sé minnst á signar greinar af ólívum, kirsuberjum, sítrusávöxtum og plómum eða valhnetum.

Aida, 300+ á sviðinu í Arenunni.
Aida, 300+ á sviðinu í Arenunni.

Aida trúði á Sól og Mána

Nokkrir ferðafélagar tóku sig til og fóru eitt kvöldið til Verona og hlýddu á og sáu óperuna Aida í sjálfri Arenunni.  Þar hafa verið haldnar óperusýningar á hverju kvöldi, allt sumarið síðan 1913, er 100 ára afmælis Verdis var minnst. Uppfærslan í ár var einstaklega glæsileg og enn bættist á tignina er fullt tungl skein yfir sviðinu meðan sigurmarsinn var fluttur.

Lokakvöldverður í sveitinni.
Lokakvöldverður í sveitinni.

Ég vil þakka kennurum Grenivíkurskóla fyrir einstaklega góða viðkynningu og óska því hugsjónafólki öllu velfarnaðar í starfi og Grýtubakkahreppi til hamingju með svo vel gerða og samviskusama starfsmenn.

Umsögn um ferðina

Hér er tilvitnun í bréf frá Þorgeiri Rúnar Finnssyni skólastjóra Grenivíkurskóla: „Heilt yfir var þetta algjörlega mögnuð ferð og ég veit að í mínum hópi var mikil og almenn ánægja með allt. Skipulagið gott, hótelið fínt, maturinn frábær, borgar- göngu- og bátsferðir skemmtilegar og fróðlegar, ferðafélagarnir magnaðir og ferðin bara í alla staði frábær. Kærar þakkir fyrir okkur og verið endilega í sambandi þegar þið eigið leið um Grýtubakkahrepp!“

UPPSELT Í SÆLKERAGÖNGU TIL GARDA 2016. Eins og oft áður þurfti bara tvo vinahópa, saumaklúbba til að fylla Sælkeragönguna til Garda næsta sumar 06. – 13. júní.   Við erum ekkert farin að auglýsa Sælkargöngu til Toskana, 13. – 20. júní, frekar en Garda og kannski fer það á sama veg að hún selst bara í einum tölvupósti eða símtali.   Hópar sem hefðu áhuga ættu að senda fyrirspurn hið allra fyrsta. Hér má sjá dagskrá fyrir Sælkeragöngur: 7 dagar í Garda og 9 dagar í Toskana

Grenivíkurskóli í námsferð til Garda

Nú víkur sögu aftur að hópi kennara, sem sameinaði námsferð til Ítalíu við Sælkeragöngu til Garda. Kennarar Grenivíkurskóla flugu til Mílanó 24. ágúst og dvöldu eina viku við Gardavatnið í sólskini og þurrkatíð. Ókosturinn við að fara á þessum tíma er að skólar eru ekki komnir af stað og kennarar ekki mættir til starfa.  Skólar hefjast á Ítalíu um miðjan september og kennarar mæta til verka þann 01.09.

Dante er faðir ítalska ritmálsins
Dante er faðir ítalska ritmálsins

Ég var kominn í samband við mjög virtan kennara úr Veneto héraðinu, sem hefur áralanga reynslu í flytja erindi á ensku.  Hún er enskukennari, en vegna víðtakra starfa sinna fyrir fræðsluyfirvöld, Lesa áfram „Grenivíkurskóli í námsferð til Garda“