Vínuppskeruferð til Ítalíu

03. – 11. október 2021 UPPSELT

Hvað býðst þér í Vínuppskeruferðinni til Soave og Valpolicella?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
 • Gist á fallegum herragörðum, á mörkum Valpolicella og Soave og einnig í Trento.
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
 • Einstök upplifun: Þú heimsækir þrjá vínkjallara, hvern með sínu sérkenni. 
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
 • Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði, nema annars sé getið.

Fararstjórn: Jón Karl Einarsson og Ágústa Helgadóttir

FERÐADAGSKRÁ

DAGUR 1 – sunnudagur 03. okt.

Flogið með Icelandair til Munchen. ​
Rúta bíður okkar og við ökum af stað til Innsbruck í Týról.
Kl. 17:00 innskráning á hótel í Innsbruck, frjáls tími á eftir.
Kvöldverður á eigin vegum

DAGUR 2 – mánudagur 04. okt.

Morgunverður á hóteli og morguninn frjáls
Kl. 14:00 ekið af stað í gististaðinn okkar í Valpolicella.
Kl. 18:00 komið til Villa de Winckles, þar sem við gistum næstu fjórar nætur m/morgunverði

villa_de_winckels__x_2000

Villa de Winckles í Valpolicella

Kl. 19:30 Velkominsdrykkur
Kl. 20:00
kvöldverður á Villa de Winckles, innifalinn í verði.

DAGUR 3 – þriðjudagur 05. okt.

09:00 morgunverður á hóteli:
10:00 rúta sækir okkur og við ökum til ólívubónda og fáum að smakka framleiðslu
hans, t.d. mismuninn á jómfrúarolíu og “undanrennunni”.
12:00 Ekið til Soave.
12:30 Við skoðum vínframleiðsluferlið í COFFELE vínkjallaranum

14:30 Nú göngum við í átt að gamla bænum, sem allur stendur innan borgarmúra.
16:00 Vínsmökkun, fjórar tegundir, allt úrvals Soave-vín og léttar veitingar með.
17:00  Frjáls tími í gamla bænum og kvöldverður á eigin vegum.
21:00 rútan flytur okkur aftur í gististað.

Antico_Frantoio_Olio_Bonamini_9
Gömul ólívupressa

DAGUR 4 – miðvikudagur 06. okt.

Morgunverður á hóteli.
09:00 rúta sækir okkur og ekur okkur á göngusvæðið okkar.  Gangan tekur ca. 2 tíma.
12:00 við kíkjum á ostabónda og smökkum hans afurðir – léttar veitingar.
13:30 rúta sækir okkur og flytur okkur á gististað.
16:00 matreiðslunámskeið á VILLA DE WINCKLES.
19:30 fordrykkur og svo er kvöldverðurinn það sem við höfum eldað á námskeiðinu.

Gönguferð
Göngusvæðið í Lessina

DAGUR 5 – fimmtudagur 07. okt.

Morgunverður á hóteli.
10:00 Rúta flytur okkur til LUGANA vínsvæðisins.
11:00 Heimsókn í ​Monte Cicogna ​vínkjallarann


14:00 Rútan flytur okkur til Sirmione, þar sem við stöldrum við í nokkurn tíma.

Sirmione ný
Sirmione við Gardavatn

17:00 Við tökum ferjuna yfir til Bardolino, frjáls tími í bænum.
18:30 Röltum við á okkar uppáhalds veitingastað í Bardolino.
19:00 Kvöldverður á stað með víni og vatni, þar sem manni finnst maður einn af fjölskyldunni, ​INNIFALINN Í VERÐI.

DAGUR 6 – föstudagur 08 okt.

Morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga.
Kl. 10:00 haldið af stað til Verona.  Stutt gönguferð um borgina.
Kl. 13:00 glæsilegur hádegisverður með úrvals borðvínum frá Valpolicella og vatni, í höll við elsta torg borgarinnar, INNIFALINN Í VERÐI.
FRJÁLS TÍMI
 í Verona.
Kl. 16:00 Lagt af stað til Trento.
Kl. 17:30 Innskráning á hótel í Trento.
Kl. 20:00 Kvöldverður á hóteli, innifalið í verði.

HOTEL VILLA MADRUZZO − HOTEL & RISTORANTE

DAGUR 7 – laugardagur 09. okt.

Morgunverður á hóteli

FRJÁLS DAGUR Í TRENTO.

DAGUR 8 – sunnudagur 10. okt.

Morgunverður á hóteli
Kl. 10:00  Gönguferð dagsins í nágrenni bæjarins.

Heimsókn í vínkjallara á Trento vínsvæðinu:  Maso Bergamini.

Maso Bergamini

DAGUR 9 – mánudagur 11. okt.

Kl. 05:30 morgunverður og brottskráning.
Kl. 06:00 ekið af stað til Munchenflugvallar í veg fyrir heimflug.  Eitt matar/kaffistopp á leiðinni.

FARARSTjórar

Jón Karl og Ágústa, fararstjórar og eigendur Fararsniðs
Jón Karl og Ágústa, fararstjórar og eigendur Fararsniðs

UPPSELT ER Í FERÐINA

Innifalið

 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi, með vínum
  • Þrír glæsikvöldverðir á völdum veitingastöðum m/vínum og vatni
  • Einn ríkulegur hádegisverður m/vínkynningu og vatni
  • Veitingar hjá ferðabændum
 • Flug og skattar til og frá Munchen
 • Gisting á fjögurra stjörnu hótelum m/morgunverði
 • Matreiðslunámskeið í ítalskri matargerð og fjögurra rétta máltíð á eftir
 • Heimsókn í 3 vínkjallara á uppskerutímanum
 • Heimsókn til ostabónda og einnig ólívubónda
 • Skoðunarferð um Verona
 • Næði til að njóta – heill dagur án dagskrár
 • Allur rútuakstur
 • Íslensk fararstjórn

SKILMÁLAR

Við erum heldur fyrr á ferðinni en síðast, en uppskera vínbænda á Norður-Ítalíu hefst jafnan undir lok september og er lokið um miðjan október.

Ekki er víst að allir sömu kjallarar verði fyrir valinu, en þá munu aðrir heimsóttir í staðinn.

Eins og dagskráin ber með sér líkist hún Sælkeragöngunum okkar, gönguferðir og heimsóknir til vín-, osta- eða ólívubænda, glæsilegar máltíðir og söguslóðir í bland við daginn í dag.