Sælkeraferðin var algjör snild. Ég kveið svolítið fyrir þessum gönguferðum enda ekki vön að ganga á fjöll. Ég get samt gengið endalaust á malbiki. Ég komst að því að ég gæti alveg gengið þetta eins og allir hinir. Þetta var mikil dásemdarferð. Italía er bara dásamleg. Hotel Poiana var hreint og fínt og umhverfið fallegt.

Frábær morgunmatur. Þetta var líka frábær hópur og ef þið skoðið myndirnar þá brosa ferðafélagarnir alltaf allan hringinn.
Matthea Kristín Sturlaugsdóttir