Afmælisferð Söngfélagsins Sálubótar til Ítalíu

Laugardaginn 22. júní 2013 mætti hópur fólks við innritunarborðið á Keflavíkurflugvelli og mikil kátína í hópnum, þrátt fyrir að stærsti hluti hans hefði verið á rútuferðalagi.

Jón Karl Einarson ferðaskipuleggjandi tók svo á móti hópnum ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Helgadóttur, og voru þau farastjórar okkar þessa viku á Ítalíu. Síðar í ferðinni játaði hann fyrir okkur að ferðin á flugvöllinn hefði verið honum strembin þar sem hann hefði átt von á að hitta fyrir mjög svo pirraða ferðalanga eftir allar þessar tafir.

Fimmtudagurinn hafði ekki verið bókaður fyrir skoðunarferðir eða aðra uppákomu nema sameiginlegan kvöldverð. En það hafði komið til tals að einhverja í hópnum langði mikið til Feneyja og þessir indælu fararstjórar okkar voru með klárt ferðaplan þangað, að fenginni nægri þátttöku. Það tókst því 24 drifu sig af stað til Feneyja og lagt var í hann snemma dags.

Að sigla á gondóla um íbúðarhverfi Feneyja þar sem bakdyrainngangurinn er beint ofan í síki og þvottur hangir hversdagslega á einu snúrubandi utan á húsunum fær mann til að hugsa um það hvernig venjulegt líf íbúanna á eyjunum sé.

Það voru sælir ferðalangar sem komu heim úr velheppnaðri ferð til Ítalíu eftir þessa einstöku viku, það er meira en að segja það að skipuleggja ferð fyrir rúmlega 50 manns, sem heppnast svo vel eins og þessi ferð sannarlega gerði. Mig langar til að nota þennan pistil til að þakka þeim sem komu að skipulagningu hennar og öllum ferðafélögunum, því án þeirra hefði ferðin heldur ekki orðið sú sem hún varð.