Toskana 9. ágúst 2021 – Ferðadagskrá

NÝTT – NÝTT – NÝTT.

MÁNUDAGUR 09. ÁGÚST   Flogið til Mílanó í beinu flugi FI592 09. AUG KEFMXP 14:00-20:15.   Ekið rakleiðis á hótel nærri flugvelli þar sem gist er eina nótt m/morgunverði.

ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST
Kl. 07:00 morgunverður á hóteli.
Kl. 07:30 ekið af stað til bæjarins Montecatini Terme, í Toskana.
Kl. 12:30 – 13:00 innskráning á Grand Hotel Vittoria í 8 nætur með morgunverði.  Hótelið stendur við friðsæla götu nærri miðbænum.
Kl. 14:00 stuttur fundur með fararstjórum.
Kl. 14:30 gönguferð um þennan vinalega og fallega bæ, Montecatini Terme. Gengið niður á kirkjutorg og áfram niður að lestarstöðinni, eftir verslunargötunni, með veitingahúsum og kaffihúsum og svo höldum við áfram upp í markaðsgötuna.  Þaðan snúum við til baka heim á hótel.
Kl. 19:00 Velkominsdrykkur í boði Fararsniðs
Kl. 19:30 Kvöldverður á hóteli, innifalinn í verði.

MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli.

Kl. 09:00 gengið niður að lestarstöð.
Kl. 09:30 tökum við lestina til Lucca (Lukkubæjar, eins og íslenskir pílagrímar nefndu bæinn).
Kl. 10:00 komið til Lucca og gengið um gömlu borgarmúrana og síðan um þröngar götur gamla bæjarins.  Frjáls tími að gönguferð lokinni.
Í ÖLLUM GÖNGUFERÐUM ÆTTI AÐ HAFA HÖFUÐFAT OG NÓG AF VATNI.
Kl. 15:00 hópurinn gengur saman til baka á lestarstöðina.                                           Kl. 15:38 lest tekin heim til Montecatini Terme.  Kvöldverður á eigin vegum.

FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 röltum við upp að toglestinni sem flytur okkur Kl. 10:30 upp í miðaldabæinn Montecatini Alto.  Við skoðum bæinn áður en við setjum stefnuna á ólífuolíu framleiðslu litlu ofar.
Kl. 12:45 heimsækjum við eitt af þekktustu ólívuolíu samlögum héraðsins og smökkum á framleiðslunni.
Kl. 14:15 bóndakonan kvödd og við göngum til baka og tökum toglestina aftur niður í bæ.
Kl. 15:00 eigum við bókaða miða aftur niður Monte. Terme
Kl. 19:00 kemur rúta og flytur okkur til bæjarins Monte Carlo – kvöldverður á einum besta veitingastað bæjarins.
Kl. 22:00 rúta til baka heim á hótel eftir kvöldverð.

FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:30 – rúta flytur hópinn til Vinci.
Kl. 10:30  erum við komin að fæðingarheimili Leonardo da Vincis.  Þar sjáum við sérstaka video mynd um brot úr ævi Meistarans. Aðeins 14 manns geta farið inn í herbergið í einu.  Á meðan á hinn hlutinn kost á að skjótast á WC og einnig munum við fara yfir lífshlaup Leonardos á okkar hátt.
Kl. 11:00 fara hinir 11 inn til að sjá myndina en hinir 14 nota WC og heyra okkar frásögn.
Kl. 11:30 léttur göngutúr niður hæðirnar í kring, sem endar á Leonardo safni, en það geymir fyrst og fremst ýmis verkfræðiafrek hans.
Kl. 12:30 15 manns skoða safnið, hressing og hvíld á litlu kaffihúsi við kastalann.
Kl. 12:45 fara 10 manns á safnið.
Kl. 13:15 rölt niður að rútustæðinu.
Kl. 14:00 komið aftur heim á hótel.
19:00 Við röltum upp í Tettuccio Spa og fáum okkur létta hressingu fyrir tónleika kvöldsins.
21:15  Klassískir tónleikar í ótrúlegu umhverfi.

LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli.
Kl. 08:15okkar rúta ekur okkur á lestarstöðina í Pistoia
Kl. 09:09 –
lestin tekin til Flórens.
Kl. 09:50 innlendur leiðsögumaður tekur á móti okkur, á lestarstöðinni.  Þaðan göngum við í bæinn og upplifum sögu borgarinnar og fegurð, sem er engri annarri lík.
Kl. 12:15 skoðunarferð lýkur við Dómkirkjuna.   Frjáls tími á eftir.   Hádegisverður á eigin vegum.
Kl. 15:40 hittumst við aftur fyrir framan Dómkirkjuna og göngum saman niður á lestarstöð.
Kl. 16:10 lestin tekin til baka til Pistoia, þar sem rúta bíður okkar og flytur okkur heim á hótel.  Kvöldverður á eigin vegum

SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli   FRJÁLS DAGUR

MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli.

ÞAR SEM VIÐ GÖNGUM AÐ MESTU UM VÍNEKRURNAR ÆTTUM VIÐ AÐ VERA Í LOKUÐUM SKÓM.
Kl. 10:30 lagt af stað til San Gimignano.  Bærinn er ein af perlum Chianti héraðsins og hefur verið vettvangur margra þekktra  kvikmynda.
Kl. 12:00 komið til San Gimignano og við göngum saman gegnum borgarhliðið og upp á aðaltorgið.
Kl. 13:00 flestir tilbúnir að finna sér veitingastað til hádegisverðar á eigin vegum.
Kl. 15:45 hittumst við aftur við borgarhliðið og göngum saman niður að rútu.
Kl. 16:15 ekið af stað í átt að vínekrunum þar sem okkar bíður leiðsögumaður.  Kl. 16:45 hittum við leiðsögumanninn sem gengur með okkur um hæðótt landslag þar til við komum að vínkjallaranum okkar.
Kl. 18:00 velkominsdrykkur og kynning á vínkjallaranum.
Kl. 18:30 kvöldverður með sérvöldum vínum.
Kl. 21:00 rútan flytur okkur aftur heim á hótel.

ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST   Morgunverður á hóteli.     Dagurinn frjáls.

COVID-TEST í apótekinu.  Við höfum fengið tíma fyrir Covid-test frá kl. 08:20, í þremur hópum, 8 + 8 + 7.   
Allir þurfa að hafa vegabréf meðferðis.

ÞENNAN DAG SKULUM VIÐ NOTA TIL AÐ FYLLA ÚT SKRÁNINGARFORMIÐ TIL AFHENDINGAR VIÐ KOMUNA TIL ÍSLANDS.

Kl. 19:00 röltum við upp að toglestinni upp til Montecatini Alto og sameinumst í kvöldverði á veitingastaðnum La Torre.   Toglestin gengur til kl. 23:30 og hverjum er í sjálfsvald sett hvenær hann heldur niður úr þorpinu að kvöldverði loknum

MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST
Kl. 07:30 morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga.
Kl. 10:30 haldið af stað til Pisa
Kl. 11:30 komið að skakka turninum.
Kl. 13:00 haldið af stað til Mílanó flugvallar.  Stoppað á leiðinni fyrir hressingu og WC.
Kl. 18:00 innskráning í heimflug: FI593 18.AUG. MXP KEF 21:15-23:30.

INNIFALIÐ:

 • Flug með Icelandair til og frá Milano
 • Skattar og lendingargjöld
 • Töskur og handfarangur
 • Rútuakstur frá og til flugvallar
 • Allur annar rútuakstur samkvæmt þessari dagskrá
 • Gisting á hóteli við Malpensa í eina nótt m/morgunverði (heitt og kalt)
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í átta nætur
 • Morgunverður (heitt og kalt) í átta daga
 • Fimm glæsi-kvöldverðir á hóteli og sérvöldum veitingastöðum, með vatni og borðvíni og kaffi á eftir
 • Miðar á óperutónleika á sérstökum stað
 • Lestarmiðar til Lucca og Flórens
 • Heimsókn í vínkjallara
 • Heimsókn til ólívubónda.
 • Allar skoðunar og gönguferðir sem nefndar eru í dagskrá
 • Íslensk fararstjórn
 • Innlendir leiðsögumenn

EKKI INNIFALIÐ

 • Miðar í toglest og gistináttagjald.