23. – 27. janúar 2019

Fararsnið og Varmás voru frumkvöðlar að skipulögðum ferðum kennara á bæði BETT og  The Education Show í Birmingham, sem hefur nú verið færð til London.

Þessi vinsæla sýning fer nú fram í ExCeL sýningarhöllinni í London dagana 24. – 25. janúar.  Nú gefst tækifæri til að nýta sér tímann í London og komast á leik í ensku úrvalsdeildinni og/eða skella sér í leikhús!

Þó boðið sé upp á flug á miðvikudegi þá hefst sýningin á fimmtudegi og henni lýkur á föstudegi kl. 16:00.  Íslenskum kennurum hefur þótt nóg að dvelja á henni til þess tíma hvort eð er.

Kynningarmyndband frá Education Show
Hér er kynningarmyndband frá Education Show

Íslenskir kennarar og leikskólakennarar ættu að kynna sér reglur Vonarsjóðs KÍ, en þar sést að síðasti fundur fyrir sýninguna er 27. desember 2018.

Með því að fullgreiða ferðina í byrjun desember er því gott svigrúm til að fá kostnaðinn endurgreiddan fyrir áramót.

Hvers konar sýning er Education Show?

Sýningin er vel sótt af fólki héðan og þaðan af Íslandi og úr Evrópu.

Leikskólakennurum hefur fjölgað jafnt og þétt í þeim hópi sem sækir Education Show, enda þykir sú sýning henta því skólastigi vel og að hinu leytinu þykir hún vera meira á sviði uppeldis- og kennslufræði en margar aðrar sem í boði eru. Á sýningunni er fjöldi kynningarbása þar sem hægt er að kynna sér það nýjasta.

Á sýningunni er fjöldi kynningarbása þar sem hægt er að kynna sér það nýjasta.

Til að hægt sé að setja upp svona ferðir á þægilegu verði fyrir kennara, er mikilvægt að hópurinn sé ekki of lítill, allur rútukostnaður og annar sameiginlegur kostnaður lækkar pr. mann, því stærri sem hópurinn er.

Séróskir um sýningar og skólaheimsóknir

Slíkur sem áhugi íslenskra kennara og leikskólakennara er fyrir endurmenntun og því að fylgjast með því nýjasta á hverjum tíma, þá hefur Fararsnið, oftar en ekki í samstarfi við Ólaf Sigurðsson, einbeitt sér að kynnisferðum og skólaheimsóknum fyrir íslenska kennara.

Bekkjarheimsókn
Bekkjarheimsókn

Sé allt skipulag vel heppnað og bjóðist kennurum spennandi efni og hugmyndir, þá er slíkt fljótt að fréttast í okkar litla samfélagi.

Þess vegna eru þessir aðilar ávallt reiðubúnir að verða við óskum kennara og/eða leikskólakennara, sem hafa vitneskju um áhugaverðar sýningar í Evrópu, eða vestan hafs.

 

FERÐADAGSKRÁ

Miðvikudagur 23. janúar

Flogið til Heathrow flugvallar á flugi: FI 454 23JAN KEFLHR 16:30 19:30 – rúta bíður á flugvelli og við ökum rakleiðis á Meliá White House Hotel á Albany Street.

Melia Whitehouse

Innskráning á hótel, eingöngu „EXCECUTIVE“ herbergi – frjáls tími.

Herbergi á Meliá WH

Fimmtudagur 24. janúar.

Kl. 08:00  Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:00 Rútur á sýninguna.
Kl. 17:00 Rútur til baka á hótel.

Föstudagur 25. janúar

Kl. 08:00 Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:00 Rútur á sýninguna.
Kl. 14:00 Fyrri rúta til baka á hótel.
Kl. 15:00 Seinni rúta til baka á hótel.
Kl. 18:00 – 19:30 Móttaka á hóteli, léttar veitingar og drykkir.

Laugardagur 26. janúar

Kl. 08:00 Morgunverður á hóteli.
FRJÁLS DAGUR

Risultati immagini per london eye
Leikhús og leikir í London.

Sunnudagur 27. janúar

Kl. 08:00 Morgunverður á hóteli.

FRJÁLS TÍMI FRAM AÐ BROTTFÖR

Kl. 16:30 Rúta út á flugvöll í veg fyrir kvöldflug frá London:
FI 477  27JAN  LGW KEF  2040  2350
Mæta að rútu 15 mínútum fyrir brottför.

FERÐASTYRKUR K.Í.

Þeir sem fullgreitt hafa fyrir föstudaginn 14. desember geta sótt um styrkinn hjá Vonarsjóði og fengið hann greiddan fyrir áramót.

Þú greiðir 50.000.- staðfestingargjald núna og afganginn fyrir föstudaginn 14. desember.  Staðfestingagjaldið er óendurkræft.

Á vef KÍ segir: „Styrkir eru greiddir út í einu lagi samkvæmt framvísun kvittana fyrir kostnaði, staðfestingu um tímasetta dagskrá, þátttöku og/eða lokinna ECTS eininga.
Stjórn Vonarsjóðs FG og SÍ kemur að jafnaði saman annan hvern mánuð, í lok febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember og umsóknarfrestur rennur út 15. þess mánaðar sem fundur er haldinn.“

Má þá gefa sér að sé ferðin greidd að fullu fyrir 15. þess mánaðar sem fundur er haldinn (október/desember), fæst styrkurinn greiddur út í byrjun næsta mánaðar.

BÓKA NÚNA

Vinsamlega tilgreinið nafn herbergisfélaga í Athugasemdasvæði

Einn í tvíbýli
Verð pr. farþega: 147.900 kr, staðfesting: 50.000 kr.
bóka
Tveir í tvíbýli
Verð pr. farþega: 147.900 kr, staðfesting: 2 x 50.000 =  100.000 kr.
 boka 2
Í einbýli kr.
Verð pr. farþega: 
188.400 kr, staðfesting: 50.000 kr.
 boka 2

 

INNIFALIÐ

 • Flug og skattar báðar leiðir.
 • Gisting á **** hóteli í London með enskum morgunverði.
 • Akstur frá & að flugvöllum,
 • Akstur frá og að hóteli á sýningarsvæði:
  • Fimmtudaginn 24. janúar kl. 9:00 og tilbaka kl. 17:00
  • Föstudaginn 25. janúar kl. 9:00 frá hóteli og tilbaka á hótel kl. 14:00 og 15:00.
  • Föstudaginn 25. janúar kl. 18:00 móttaka á hótelinu, léttar veitinga og drykkir
 • Íslensk fararstjórn.

Skráning á sýninguna

Mundu að skrá þig hér á vefsíðu sýningarinnar.

Ertu með spurningar?

Smelltu á græna hnappinn og sendu okkur fyrirspurn

SKG-Nánari-upplysingar