Fararsnið og Varmás voru frumkvöðlar að skipulögðum ferðum kennara á bæði BETT (British Educational Training and Technology Show) og seinna The Education Show í Birmingham, en til Birmingham liggur leið flestra af viðskiptavinum þeirra.

Þó boðið sé upp á flug á miðvikudegi þá hefst sýningin í Birmingham á fimmtudegi og henni lýkur á laugardegi kl. 16:00.  Íslenskum kennurum hefur þótt nóg að dvelja á henni þar til síðdegis á föstudegi.

Kynningarmyndband frá Education Show
Hér er kynningarmyndband frá Education Show
Margt að sjá og skoða á BETT
Margt að sjá og skoða á The Education Show

Sýningin er vel sótt af fólki héðan og þaðan af Íslandi og úr Evrópu. Með tilkomu flugs Icelandair beint til Manchester, sem aðeins er í rúmlega 100 km. fjarlægð frá miðborg Birmingham og svo nú einnig til Birmingham, verður ferðatími á komudegi mun styttri og þægilegri.  Aðeins er 15 mínútna akstur frá flugvelli í Birmingham á sýningarsvæðið.

Education Show í Birmingham hefst á miðvikudegi og henni lýkur á laugardagsmorgni, en íslenskum kennurum hefur þótt nóg að dvelja á henni þar til síðdegis á föstudegi.

Sýningin er vel sótt af fólki héðan og þaðan
Leikskólakennarar fara í auknum mæli á þessa sýningu

Enn er það þó oft svo að síðustu nóttunni er eytt í London og hafa þá margir náð að komast á leik í ensku úrvalsdeildinni og/eða skellt sér í leikhús.

Kennurum hefur síðan boðist að fljúga heim til Íslands, hvort heldur er um hádegisbil á sunnudegi, eða með kvöldflugi og hafa kennarar af landsbyggðinni einkum notfært sér fyrra flugið.

Leikskólakennurum hefur fjölgað jafnt og þétt í þeim hópi sem sækir Education Show í Birmingham, enda þykir sú sýning henta því skólastigi vel og að hinu leytinu þykir hún vera meira á sviði uppeldis- og kennslufræði en margar aðrar sem í boði eru. Á sýningunni er fjöldi kynningarbása þar sem hægt er að kynna sér það nýjasta.

Á sýningunni er fjöldi kynningarbása þar sem hægt er að kynna sér það nýjasta. Til að hægt sé að setja upp svona ferðir á þægilegu verði fyrir kennara, er mikilvægt að hópurinn sé ekki of lítill, allur rútukostnaður og annar sameiginlegur kostnaður lækkar pr. mann, því stærri sem hópurinn er.

Slíkur sem áhugi íslenskra kennara og leikskólakennara er fyrir endurmenntun og því að fylgjast með því nýjasta á hverjum tíma, þá hefur Fararsnið, oftar en ekki í samstarfi við Ólaf Sigurðsson, einbeitt sér að kynnisferðum og skólaheimsóknum fyrir íslenska kennara.

Bekkjarheimsókn
Bekkjarheimsókn

Sé allt skipulag vel heppnað og bjóðist kennurum spennandi efni og hugmyndir, þá er slíkt fljótt að fréttast í okkar litla samfélagi.

Þess vegna eru þessir aðilar ávallt reiðubúnir að verða við óskum kennara og/eða leikskólakennara, sem hafa vitneskju um áhugaverðar sýningar í Evrópu, eða vestan hafs.

 

Á sama tíma og Education Show stendur yfir eru einni tvær áhugaverðar sýningar í höllinni við hliðina.  Þessar sýningar eru sérlega áhugaverðar fyrir handavinnukennara og í raun alla sem áhuga hafa á handavinnu.  Einnig fólk sem vinur við að „föndra“ með eldra fólki.  Þarna úir og grúir af hugmyndum, efnum og uppskriftum

http://www.sewingshow.co.uk/

http://www.hobbycraftshows.co.uk/birmingham/spring/

Image (5) Birmingham21-300x224.jpg for post 951

FERÐADAGSKRÁ:

Miðvikudagur 14. mars

Flogið til Manchester á flugi:  FI 440  14MAR  KEFMAN 0800 1035 – rúta bíður á flugvelli og við ökum rakleiðis til Birmingham.

Innskráning á Hotel Radisson BLU, í miðborginni.

Risultati immagini per Radisson BLU Birmingham
Radisson BLU hótelið er 5 mín. göngufæri frá Bullring verslunarmiðsöðinni

Kl. 17:00 – 18:00  Gönguferð um miðborgina fyrir þá sem vilja.

Fimmtudagur 15. mars

Kl. 08:00  Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:00 Rúta á sýninguna.
Kl. 15:30 Rúta til baka á hótel.

PAKKI C – aukaflug fyrir kennara af Vesturlandi – opið öðrum

Flogið til London Heathrow á flugi:  FI 450  15MAR  KEFLHR 0755 1110 – rúta bíður á flugvelli og við ökum rakleiðis á sýninguna í Birmingham.   Rútan fer með töskur áfram á hótel og þær bíða ykkar þar.

Kl. 16:30 Rútur á hótel.
Innskráning á Hotel Radisson BLU, í miðborg Birmingham.

Föstudagur 16. mars

Kl. 08:00 Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:00 Rútur á sýninguna.

cimg1286
Margt er að gerast á sýningunni

Kl. 14:00 Rúta til baka á hótel.
Kl. 15:30 Rúta til baka á hótel.
Kl. 18:00 – 19:30 Móttaka á hóteli, léttar veitingar og drykkir.

Laugardagur 17. mars

Kl. 08:00 Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:30 Rúta til London fyrir þá farþega sem fara til London.
Kl. 13:00 Innskráning á Meliá White House Hotel, Albany Street.

Frjáls dagur í Birmingham fyrir þau sem eftir verða.

Risultati immagini per london eye
Þeir sem vilja geta gist síðustu nóttina í London.

Sunnudagur 18. mars

FRÁ MANCHESTER – PAKKI A OG C, SAMA HEIMFLUG FYRIR BÁÐA PAKKA

Kl. 07:30 Morgunverður á hóteli.
Kl. 08:30 Rúta út á flugvöll í veg fyrir hádegisflug frá Manchester:
FI 441  18MAR  MANKEF 1225 1500
Mæta að rútu 15 mínútum fyrir brottför.

FRÁ LONDON – PAKKI B

Kl. 17:00 Rúta út á flugvöll í veg fyrir kvöldflug frá London:
FI 455  18MAR  LHRKEF  2035 2335
Mæta að rútu 15 mínútum fyrir brottför.

Bókunum er lokið

PAKKI  A – 4 nætur kr. 133.700 

14. mar FI 440  KEFMAN 08:00-10:35
18. mar FI 441  MANKEF 12:25-15:00

PAKKI  B – 4 nætur kr. 136.100 

14. mar FI 440  KEFMAN 08:00-10:35
18. mar FI 455  LHRKEF  20:35-23:35

PAKKI  C – 3 nætur kr. 129.400  

15. mar FI 450 KEFLHR   07:55-11:10
18. mar FI 441 MANKEF 12:25-15:00

INNIFALIÐ:

  • Flug og skattar báðar leiðir.
  • Gisting á **** hótelum í Birmingham / London með enskum morgunverði.
  • Akstur frá & að flugvöllum,
  • Akstur frá og að hóteli á sýningarsvæði:
    • Fimmtudaginn 15. mars kl. 9:00 og tilbaka kl. 16:00
    • Föstudaginn 16. mars kl. 9:00 frá hóteli og tilbaka á hótel kl. 14:00 og 15:30.
  • Íslensk fararstjórn.

Ertu með spurningar?

Smelltu á græna hnappinn og sendu okkur fyrirspurn

SKG-Nánari-upplysingar