Skólaheimsókn til Ítalíu

Hér er hugmynd að dagskrá fyrir skólaheimsókn til Norður Ítalíu

DAGUR 1: Flogið til Ítalíu, innskráning á Hótel Poiano fyrir ofan bæinn Garda á Norður-Ítalíu, þar sem gist er sjö nætur, morgunverðarhlaðborð innifalið.

DAGUR 2 : Dagsferð til Verona. Ekið um hæðirnar fyrir ofan borgina, þaðan sem er glæsilegt útsýni yfir þessa annars litlu og fornu borg ástarinnar. Af Borgohæðinni er gengið niður tröppur, fram hjá Teatro Romano, sem byggt var utan í hæðin, yfir elstu brú borgarinnar og inn í allra elsta hluta hennar. Þaðan eru þrædd frægustu stræti og torg borgarinar, framhjá “svölum Júlíu”, eftir marmaralögðum verslunargötum og allt til Arenunnar – elsta og best varðveitta útileikhúss Ítalíu (þar komu “Tenórarnir þrír” fram í fyrsta skipti) og síðan frjáls tími á eftir. Gaman væri fyrir hópinn að borða saman á einu elsta torgi borgarinnar við styttuna af Dante.

DAGUR 3 : SKÓLAHEIMSÓKN í grunnskólanum í Garda til kl. 14:00 – frjáls tími á eftir – rúta fram og til baka.

DAGUR 4 : SKÓLAHEIMSÓKN til Verona f. hádegið fyrir kennara, frjáls tími í hótelgarðinum fyrir aðra – rúta fram og til baka. Farið út að borða á mjög sérstakan stað niður í gamla bænum um kvöldið.

DAGUR 5 : Frjáls dagur. Valkvæð ferð á flottan veitingastað í sveitinni.

DAGUR 6 : Frjáls dagur – hægt að fara á hæsta fjall svæðisins með stórbrotnu útsýni í allar áttir og fá sér jafnvel göngutúr á einhvern af toppunum og borða svo hádegismat hjá bónda á fjallinu.

DAGUR 7 : Á föstudögum er markaðsdagur í bænum Garda og stórkostlegt mannlíf í bænum – markaðstjöldin teygja sig tæpan km. meðfram vatninu og allir keppast við að prútta og máta. Ferjan tekin yfir til Sirmione og dvalið í þeim notalega, litla bæ fram eftir degi. Rúta sækir hópinn og á leið heim á hótel væri gaman að koma við í vínkjallara, kynnast sögu víngerðar og fá svo að smakka í veigunum áður en haldið er á hótelið.

DAGUR 8 : Heimferð. Síðasti dagurinn nýttur t.d. í sundlaugargarðinum – brottför frá hóteli c.a. kl. 17:00.

Fróðlegt og spennandi, ekki satt?

%d bloggers like this: