Hótel Rosen Inn
Gist verður á hótel Rosen Inn at Point Orlando sem er staðsett í göngufæri frá sýningarsvæðinu. Innifalið í verði er flug, gisting með morgunmat og rúta til / frá flugvelli í Orlando. Ráðstefnugjald er ekki innifalið en hægt er að velja mismunandi aðgang og fer verð eftir þvi hvaða aðgangur er keyptur. Hægt er að skoða mismunandi ráðstefnupakka og bóka sig síðan á þessari slóð.
Ferðatilhögun 7 nætur ( 11.-19. janúar )
Flogið til Orlando síðdegis mánudaginn 11. janúar. Þriðjudaginn 19. janúar verður haldið heim til Íslands. Rúta til og frá flugvelli í Orlando.
Verð á mann í tvíbýli kr. 192.460.– Verð í einbýli 233.900.-
Staðfestingargjald 50.000.-
Ferðatilhögun 5 nætur ( 11.-16. janúar )
Flogið til Orlando síðdegis mánudaginn 11. janúar Laugardaginn 16. janúar verður haldið heim til Íslands. Rúta til og frá flugvelli í Orlando.
Verð á mann í tvíbýli kr. 172.720.– Verð í einbýli 198.620.-
Staðfestingargjald 50.000.-