Sýningar

Fararsnið, í samstarfi við Ólaf Sigurðsson hjá Varmás ehf, hafa um langt árabil aðstoðað kennara, við fræðsluferðir á náms- og kennslusýningar við sitt hæfi.  Þetta á við um öll stig skólakerfisins.

Jafnframt sýningunum hefur íslenskum kennurum verið komið í samband við erlenda skóla, þar sem þeir hafa átt þess kost að fylgjast með kennslu, fá kynningu á námskrám viðkomandi skóla og skoða húsakynni og kennslubúnað.

Ólafur er eigandi og aðalstarfsmaður tölvuþjónustunnar Varmás í Mosfellsbæ og hefur sem slíkur verið fastagestur í mörgum skólanum um árabil, þegar kemur að rekstri hugbúnaðar og vélbúnaðar.  Þetta á ekki síður við þegar um val og uppsetningu á nýjum vélbúnaði er að ræða. Nánari upplýsingar um Varmás ehf. má finna hér

cimg1286

Education Show í Birmingham hefur lengst af verið sá vettvangur sem flestir hafa sótt heim og í tengslum við þá sýningu hefur tekist að útvega skólaheimsóknir t.d. á föstudegi, þegar flestir hafa skoðað nægju sína á sýningunni.

cimg1250

Einnig hafa undanfarin ár, á sama tíma og Education Show stendur yfir, verið risastórar handavinnu sýningar í næstu sýningarhöll .  Þær eru tilvaldar fyrir handmenntakennarana og í raun alla sem yndi hafa af handverki, hverju nafni sem nefnist.

Sýningar ætlaðar kennurum eru einnig haldnar reglulega í Orlando, Amsterdam og Óðinsvéum.  Nokkur eftirspurn hefur verið eftir þeim, en ekki enn orðið af stórri hópferð.