Fararsnið býður upp á sælkeragöngur við Gardavatn á Norður-Ítalíu. Sælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk. Flogið er til Mílanó í beinu flugi og gist í litla póstkortabæinn Garda, sem vatnið dregur nafn sitt af, á Hótel Poiano.
Skipulagðar gönguferðir eru út frá Garda. Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösuga dali. Á matmálstímum er snætt hjá bændum eða í fjallakofum. Sumar gönguleiðirnar liggja fram hjá vínkjöllurum heimamanna og eru þeir þá heimsóttir og þar er hægt að smakka framleiðslu þeirra. Á kvöldin er síðan farið á frábæra veitingastaði þar sem bragðlaukarnir fá að ferðast um framandi slóðir. Meðal annars er boðið upp á að fara á veitingastaðinn Graspo sem er fyrst fremst mjög “framandi” staður – eingöngu með fiskrétti og þar er borinn í mann nýr og nýr réttur á meðan nokkurt magarúm er.
Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð Gardavatnsins og nágrennis og njóta um leið þess besta sem ítölsk matar- og vínmenning hefur upp á að bjóða.

























