UPPSELT ER Í FERÐINA
24. september – 1. október 2022
HVAÐ BÝÐST ÞÉR Í VÍNUPPSKERUFERÐINNI TIL SOAVE – VALPOLICELLA – BAROLO?
- Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
- Gist á fallegum herragarði á mörkum Valpolicella og Soave, einnig í miðborg Tórínó
- Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
- Einstök upplifun: Þú heimsækir þrjá vínkjallara, hvern með sínu sérkenni.
- Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
- Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
- Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði, nema annars sé getið.
Fararstjórn: Jón Karl Einarsson og Ágústa Helgadóttir
FERÐADAGSKRÁ
DAGUR 1 – LAUGARDAGUR 24. SEPT.
Flogið með Icelandair til Mílanó á flugi FI 590 24SEP KEFMXP 0820 1435
Rúta bíður okkar og við ökum af stað til Soave vínsvæðisins, þar sem við gistum á gömlum herragarði í fjórar nætur m/morgunverði.
Kl. 18:00 komið á gististaðinn okkar, Villa de Winckels.
Kl. 19:30 Velkominsdrykkur
Kl. 20:00 kvöldverður á Villa de Winckles, innifalinn í verði.
DAGUR 2 – SUNNUDAGUR 25. SEPT.
09:00 morgunverður á hóteli:
10:00 Nú tökum við léttan göngutúr 1 klst. um Lissinia þjóðgarðinn og í framhaldi af því heimsækjum við ostabónda, fáum að læra um ostagerðina og smökkum ýmsar aðrar afurðir hans – léttar veitingar úr héraði.
13:30 rúta sækir okkur og flytur okkur á gististað.
14:00 Fjögurra klst. matreiðslunámskeið á VILLA DE WINCKLES. Skipt niður í hópa og 4-5 réttir eldaðir
19:30 fordrykkur og svo er kvöldverðurinn það sem við höfum eldað á námskeiðinu.

Villa de Winckles í Valpolicella
DAGUR 3 – ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT.
09:00 morgunverður á hóteli:
10:00 rúta sækir okkur og við ökum til ólívubónda og fáum að smakka framleiðslu hans, t.d. mismuninn á jómfrúarolíu og “undanrennunni”.
12:00 Ekið til Soave. Við skoðum vínframleiðsluferlið í COFFELE vínkjallaranum
Alberto Coffele Chiara Coffele
14:30 Nú göngum við í átt að gamla bænum, sem allur stendur innan borgarmúra. Þessi ganga tekur ca. 2.5 -3 klst. – gengið um vínekrurnar, á gömlum dráttarvélaslóðum, hvergi erfiðar brekkur, þó sumar séu nokkuð langar.
16:00 Vínsmökkun, fjórar tegundir, allt úrvals Soave-vín og léttar veitingar með.
17:00 Frjáls tími í gamla bænum og kvöldverður á eigin vegum.
21:00 rútan flytur okkur aftur í gististað.

DAGUR 4 – ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPT.
Morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 Haldið í dagsferð til Verona.
Kl. 11:00 komið til Verona. Stutt rútu- og gönguferð um borgina.
FRJÁLS TÍMI Í VERONA
Kl. 19:00 glæsilegur kvöldverður með sérvöldum borðvínum og vatni, í höll við elsta torg borgarinnar. Vínin eru öll frá Valpolicella kjallaranum Cecilia Beretta INNIFALINN Í VERÐI.
DAGUR 5 – FIMMTUDAGUR 28. SEPT.
Morgunverður á hóteli.
10:00 Rúta flytur okkur til LUGANA vínsvæðisins.
11:30 Heimsókn í Monte Cicogna vínkjallarann

13:30 Nú höldum við vestur til Torino, fyrstu höfuðborgar Ítalíu. Þetta er um þriggja tíma akstur og við tökum kaffi pásu á leiðinni.
17:00 Komið á hótel í miðborginni – innskráning í herbergi sem eru ekkert öðru líkt, enda hótelið gert úr tveim samliggjandi villum frá mesta uppbyggingar tíma borgarinnar.
18:00 Röltum í bæinn, um glæsileg torg “hinnar ítölsku Parísar”, með áberandi kaffihúsum, verslunum og veitingastöðum.
20:00 Kvöldverður á fallegum stað, með víni og vatni, INNIFALINN Í VERÐI.
22:00 Röltum til baka heim á hótel.

DAGUR 6 – FIMMTUDAGUR 29. SEPT.
Morgunverður á hóteli.
FRJÁLS DAGUR Í TORINO – EKKERT SKIPULAG
DAGUR 7 – FÖSTUDAGUR 30. SEPT.
09:00 morgunverður á hóteli.
Kl. 15:00 Lagt af stað til Barolo í heimsókn í síðasta vínkjallarann, með viðkomu í smábænum Alba.
Kl. 18:00 Heimsókn í vínkjallarann og svo er kvöldverður með sérvöldum vínum frá kjallaranum, innifalinn í verði.
DAGUR 8 – LAUGARDAGUR 01. OKT.
Morgunverður á hóteli
Kl. 08:00 morgunverður og brottskráning og uppgjör reikninga.
Kl. 10:30 ekið af stað til Mílanó flugvallar í veg fyrir heimflug: FI591 1535 1750 Ekkert stopp á leiðinni.
FARARSTJÓRAR

UPPSELT ER Í FERÐINA
INNIFALIÐ
- Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi, með vínum
- Þrír glæsikvöldverðir á völdum veitingastöðum m/vínum og vatni
- Einn ríkulegur hádegisverður m/vínkynningu og vatni
- Veitingar hjá ferðabændum
- Flug og skattar til og frá Mílanó
- Gisting á fjögurra stjörnu hótelum m/morgunverði
- Matreiðslunámskeið í ítalskri matargerð og fjögurra rétta máltíð á eftir
- Heimsókn í 3 vínkjallara á uppskerutímanum
- Heimsókn til ostabónda og einnig ólívubónda
- Skoðunarferð um Verona
- Næði til að njóta – heill dagur án dagskrár
- Allur rútuakstur
- Íslensk fararstjórn
Við erum heldur fyrr á ferðinni en síðast, en uppskera vínbænda á Norður-Ítalíu hefst jafnan undir lok september og er lokið um miðjan október.
Ekki er víst að allir sömu kjallarar verði fyrir valinu, en þá munu aðrir heimsóttir í staðinn.
Eins og dagskráin ber með sér líkist hún Sælkeragöngunum okkar, gönguferðir og heimsóknir til vín-, osta- eða ólívubænda, glæsilegar máltíðir og söguslóðir í bland við daginn í dag.