09. – 18. ágúst, 2021 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Hvað er Sælkeraganga?
Sælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.
Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð viðkomandi svæðis og njóta um leið þess besta sem matar- og vínmenning heimamanna hefur upp á að bjóða.
Hvað býðst þér í Sælkeragöngunni til Toskana?
- Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
- Gist á sama gæðahótelinu allan tímann, í Montecatini Terme.
- Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
- Einstakur áfangastaður: Þú heimsækir fegurstu sveitir og borgir Toskana, Flórens, San Gimignano, Lucca o.fl., lærir að þekkja vínþrúgur héraðsins og hlýðir á klassíska tónleika í einstöku umhverfi.
- Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
- Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
- Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði.
FERÐADAGSKRÁ TOSKANA
MÁNUDAGUR 09. ágúst
Flogið til Milano í beinu flugi FI592 09. AUG KEFMXP 14:00-20:15. Ekið rakleiðis á hótel nærri flugvelli þar sem gist er eina nótt m/morgunverði.
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst
Kl. 07:00 morgunverður á hóteli.
Kl. 07:30 ekið af stað til bæjarins Montecatini Terme, í Toskana.
Kl. 12:00 – 12:30 innskráning á Grand Hotel Vittoria í 8 nætur með morgunverði. Hótelið stendur við friðsæla götu nærri miðbænum.
Kl. 14:00 gönguferð um þennan vinalega og fallega bæ, Montecatini Terme. Gengið niður á kirkjutorg og áfram niður að lestarstöðinni, eftir verslunagötunni, með veitingahúsum og kaffihúsum og svo höldum við áfram upp í markaðsgötuna. Þaðan snúum við til baka heim á hótel.
Kl. 15:30 Frjáls tími það sem eftir er dags.
Kl. 19:00 Velkominsdrykkur í boði Fararsniðs
Kl. 19:30 Kvöldverður á hóteli, innifalinn í verði.

MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:30 gengið niður að lestarsöð.
Kl. 10:01 tökum við lestina til Lucca (Lukkubæjar, eins og íslenskir pílagrímar nefndu bæinn).
Kl. 10:29 komið til Lucca og gönguferð um bæinn, m.a. um gömlu borgarmúrana, sem enn standa.
Frjáls tími að gönguferð lokinni.
Kl. 16:00 hópurinn gengur saman til baka á lestarstöðina og lestin tekin heim til Montecatini Terme. Kvöldverður á eigin vegum.
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST
Morgunverður á hóteli
Kl. 11:00 lagt af stað til San Gimignano. Bærinn er ein af perlum Chiantihéraðsins og hefur verið vettvangur ótal kvikmynda.
Kl. 12:30 komið til San Gimignano og við göngum saman upp á aðaltorgið.
Kl. 13:00 flestir tilbúnir að finna sér veitingastað til hádegisverðar á eigin vegum.
Kl. 16:15 hittumst við aftur við borgarhliðið og göngum saman niður að rútu.
Kl. 16:30 ekið af stað í átt að vínekrunum þar sem okkar bíður leiðsögumaður. Sá gengur með okkur um hæðótt landslag þar til við komum að vínkjallaranum okkar.
Kl. 18:00 velkominsdrykkur og kynning á vínkjallaranum.
Kl. 18:30 kvöldverður með sérvöldum vínum.
Kl. 21:00 rútan flytur okkur aftur heim á hótel.
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST
Morgunverður á hóteli.
Frjáls dagur

LAUGARDAGUR 14. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Kl. 08:57 – lestin tekin til Flórens.
Kl. 09:50 innlendur leiðsögumaður tekur á móti okkur, á lestarstöðinni. Þaðan göngum við í bæinn og upplifum sögu borgarinnar og fegurð, sem er engri annarri lík. Frjáls tími á eftir.
Hádegisverður á eigin vegum.
Kl. 17:00 lestin tekin til baka til Montecatini. Kvöldverður á eigin vegum

SUNNUDAGUR 15. ágúst
Morgunverður á hóteli
Kl. 09:30 – rúta flytur hópinn til Vinci.
Kl. 10:30 erum við komin að fæðingarheimili Leonardo da Vincis.
Kl. 11:00 léttur göngutúr niður hæðirnar í kring, sem endar á Leonardosafni, en það geymir fyrst og fremst ýmis verkfræðiafrek hans.
Kl. 11:30 safnið skoðað, hressing og hvíld á litlu kaffihúsi við kastalann.
Kl. 12:45 rölt niður að rútustæðinu.
Kl. 14:00 komið aftur heim á hótel.
Kl. 19:00 kemur rúta og flytur okkur til bæjarins Monte Carlo – kvöldverður á einum besta veitingastað bæjarins.
Kl. 22:00 rúta til baka heim á hótel eftir kvöldverð.

MÁNUDAGUR 16. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 röltum við upp að toglestinni sem flytur okkur upp í miðaldabæinn Montecatini Alto. Við röltum um bæinn áður en við setjum stefnuna á ólívuolíu framleiðslu litlu ofar.
Kl. 12:00 heimsækjum við eitt af þekktustu ólívuolíu samlögum héraðsins og smökkum á framleiðslunni.
Kl. 14:00 bóndinn kvaddur og við göngum til baka heim á hótel.
19:00 Við röltum upp í Tettuccio Spa og fáum okkur létta hressingu fyrir tónleika kvöldsins.
21:15 Klassískir tónleikar á ótrúlegum stað.

ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst
Morgunverður á hóteli. Dagurinn frjáls.
Kl. 19:30 röltum við upp að kláfnum til Montecatini Alto og sameinumst í kvöldverði á veitingastaðnum La Torre.
Kláfurinn gengur til kl. 23:30 og hverjum er í sjálfsvald sett hvenær hann heldur niður með kláfnum að kvöldverði loknum
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst
Kl. 09:00 morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga
Kl. 10:30 haldið af stað til Pisa
Kl. 11:30 komið að skakka turninum.
Kl. 13:00 haldið af stað til Mílanóflugvallar. Stoppað á leiðinni fyrir hressingu og WC.
Kl. 18:00 innskráning í heimflug: FI593 18.AUG MXPKEF 21:15-23:30.

Verð á mann í tvíbýli kr. 334.600,–
Staðfesting kr. 50.000,- SKILMÁLAR FARARSNIÐS
Vinsamlega tilgreinið herbergisfélaga í Athugasemdasvæði
Nú eru aðeins 2 sæti laus – vinsamlega sendið staðfestingarbeiðni:
Verð fyrir einbýli kr. 360.500,–
Verðið miðast við gengi og flugverð í apríl 2021. Athugið að ef til þess kemur að Fararsnið ákveður að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.
Innifalið:
- Flug með Icelandair til og frá Milano
- Skattar og lendingargjöld
- Töskur og handfarangur
- Rútuakstur frá og til flugvallar
- Allur annar rútuakstur samkvæmt þessari dagskrá
- Gisting á hóteli við Malpensa í eina nótt m/morgunverði (heitt og kalt)
- Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í átta nætur
- Morgunverður (heitt og kalt) í átta daga
- Fimm glæsi-kvöldverðir á hóteli og sérvöldum veitingastöðum, með vatni og borðvíni og kaffi á eftir
- Miðar á óperutónleika á sérstökum stað
- Lestarmiðar til Lucca og Flórens
- Heimsókn í vínkjallara
- Heimsókn til ólívubónda.
- Allar skoðunar og gönguferðir sem nefndar eru í dagskrá
- Íslensk fararstjórn
- Innlendir leiðsögumenn
EKKI INNIFALIÐ
- Miðar í toglest og gistináttagjald.
Umsagnir úr Sælkeragöngu
“Jón Karl hjá Fararsniði hélt vel utan um Sælkeragöngu okkar vinkvennanna í ágúst sl.
Hann hafði greinilega lagt mikla vinnu í að sníða ferðina sem best að þörfum okkar vinkvennanna og tókst það með miklum ágætum.
Veitingastaðir í umhverfi sem lætur mann gleyma stund og stað.
Laufskrúðið hangandi yfir borðum, seitlandi árniður og gæði matarins eftir því, svo ekki sé minnst á ítalskt hvítvinið. […] Þarna vorum við 16 vinkonur í Sælkeragönguferð. Við getum allar sem ein mælt með þessari ferð. Hún var í einu orði sagt algjör unaður og komum við sælar og mikið sáttar heim.
Bestu þakkir,
Árósaklúbburinn“
FYRIRSPURNIR OG FORGANGSLISTI
Fyrirspurnir: jonkarl@fararsnid.is
Viltu vera á forgangslista? Skráning á póstlista