Sælkeraganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.

Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð viðkomandi svæðis og njóta um leið þess besta sem matar- og vínmenning heimamanna hefur upp á að bjóða.

Menning

Upplifum sviðslistir í framandi umgjörð undir stjörnubjörtum himni.

Mannlíf

Arkaðu um friðsælar sveitir, um fáfarnar götur eða matarmarkaði!

Munaður

Snæddu verðskuldaða sælkeramáltíð með góðvínum í göngulok.

FERÐADAGSKRÁ:

Miðvikudagur 20. júní.

Flogið til Milano á flugi FI 592 1350 1940 .   Ekið rakleiðis til bæjarins Montecatini Terme í Toscana.  Innskráning á Grand Hotel Vittoria í 10 nætur með morgunverði.  Hótelið stendur við friðsæla götu nærri miðbænum.

Fimmtudagur 21. júní.

Kl. 08:30 morgunverður á hóteli.

Kl. 10:00 Gönguferð um þennan vinalega og fallega bæ, Montecatini Terme. Gengið niður á kirkjutorg og áfram niður að lestarstöðinni, framhjá Kaupfélaginu  og eftir verslunagötunni, með veitingahúsum og kaffihúsum og svo höldum við áfram upp í markaðsgötuna.  Þaðan snúum við til baka heim á hótel.

12:00 Dagurinn frjáls.

Kvöldverður á hóteli.

1
Kirkutorgið í Montecatini Terme

Föstudagur 22. júní.

Morgunverður á hóteli.

20160824_102549
Bon giorno

Kl. 09:00 gönguferð um “Heiðmörk” þeirra bæjarbúa um ólívuakra og skógarstíga með útsýni m.a. yfir hinn fagra dal  Valdinievole.   Við tökum með okkur nesti til ferðarinnar og snæðum í skóginum á fallegum stað.

20160828_102554
Njóta      „Slow travel“

Frjáls tími að göngu lokinni.

19:00 Við röltum upp í Tettuccio Spa og fáum okkur létta hressingu fyrir tónleika kvöldsins.

21:15  Puccini tónleikar á ótrúlegum stað.

2017-06-18 21.48.10
Tónleikar í dásamlegu umhverfi

Laugardagur 23. júní.

Morgunverður á hóteli.   Morguninn frjáls.

Kl. 17:00 fyrirlestur um ítölsk vín, víngerð og vínmenningu.   Vínin smökkuð og heimilt er að kyngja.    Kvöldverður á eigin vegum.

Kl. 13:30 gengið niður að lestarsöð.

Kl. 14:01 tökum við lestina til Lucca (Lukkubæjar, eins og íslenskir pílagrímar nefndu bæinn).

Kl. 14:29 komið til Lucca og okkar bíður leiðsögumaður, gönguferð um bæinn, m.a. um gömlu borgarmúrana, sem enn standa.

Frjáls tími að gönguferð lokinni.

Kl. 19:00 Rúta sækir okkur að einu aðalhliði borgarinnar “Porta San Pietro” og við höldum út fyrir bæinn og snæðum kvöldverð á Micelinstað.  Hér munu margir vilja hafa með sér föt til skiptanna fyrir kvöldverðinn.  Eftir kvöldverð er rúta heim á hótel.

2017-06-19 19.49.57
Kvöldverður á Michelin stað

Sunnudagur 24. júní.

Morgunverður á hóteli.    Frjáls dagur.

Kvöldverður á eigin vegum.

20160830_104640
Listamenn í Florence

Mánudagur 25. júní.

Morgunverður á hóteli.

Kl. 08:57 – lestin tekin til Flórens.

Kl. 09:50 innlendur leiðsögumaður tekur á móti okkur, á lestarstöðinni.  Þaðan göngum við í bæinn og upplifum sögu borgarinnar og fegurð, sem er engri annarri lík.  Hádegisverður á eigin vegum.

Kl. 17:00 lestin tekin til baka til Montecatini.  Kvöldverður á eigin vegum

7
Ponte Vecchia

Þriðjudagur 26. júní.

Morgunverður á hóteli –

Kl. 08:15 höldum við með rútu til litla bæjarins Pistoia, stundum kallaður gróðurhús Toscana.

Kl. 09:00 Rútan skilar okkur áleiðis upp fyrir bæinn og svo göngum til baka í áttina til Pistoia.  Þetta er sú ganga sem gæti tekið í ef of hratt er farið.

Kl. 12:00 flytur rúta okkur síðasta spölinn til Pistoia.

Kl. 12:30 snæðum við hádegisverð á: “Voronoi dell´Ortaggio” nærri aðaltorginu “Piazza della Sala” (innifalin í verði) og svo röltum við undir leiðsögn um þessa litlu perlu, sem alltof margir sleppa.  Áður en bærinn er yfirgefinn komum við í eina af þeim gróðurstöðvum, sem Pistoia er þekkt fyrir.  Rúta heim á hótel um eftirmiðdaginn.   Kvöldverður á eigin vegum.

20160829_113708
Smá hressing eftir gönguna

Miðvikudagur 27. júní.

Morgunverður á hóteli.

Kl. 08:40 – rúta flytur hópinn til fæðingabæjar Leonardo da Vincis.

Kl. 09:00 hittum við leiðsögumanninn okkar á: “Pinetina della Doccia” léttur göngutúr um hæðirnar í kring, sem endar á Leonardosafni, sem geymir fyrst og fremst ýmis verkfræðiafrek hans.

9
Heimsókn í fæðingarheimili Leonardo da Vinci

Kl. 12:00 heimsækjum við ólívuolíubónda og smökkum á framleiðslunni.

Kl. 14:00 bóndinn kvaddur.  Rúta til baka heim á hótel.

Kl. 19:30 kemur rúta og flytur okkur til bæjarins Monte Carlo – lokakvöldverður á einum besta veitingastað bæjarins.    Rúta til baka eftir kvöldverð.

2017-06-23 20.14.40
Útsýni yfir Vale di Nievole

Fimmtudagur 28. júní.

Morgunverður á hóteli

Kl. 10:00 gönguferð um hæðirnar norður af Montecatini Terme.

Kl. 12:00 rúta til baka á hótelið.

Eftirmiðdagurinn frjáls.

Föstudagur 29. Júní.

Morgunverður á hóteli.  Dagurinn frjáls.

Kl. 19:30 röltum við upp að kláfnum til Montecatini Alto og sameinumst í kvöldverði á veitingastaðnum La Torre.

Kláfurinn gengur til kl. 23:30 og hverjum er í sjálfsvald sett hvenær hann heldur niður með kláfnum að kvöldverði loknum

Laugardagur 30. júní.

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga

Kl. 10:00 haldið af stað til Pisa

Kl. 11:00 komið að skakka turninum.

Kl. 12:00 Haldið af stað til Mílanóflugvallar.  Við stoppum á leiðinni fyrir hressingu og WC.

Kl. 18:00 innskráning í heimflug: FI 591 MXPKEF 20.40 – 22:55.

Fyrir hvað ertu að borga?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg
 • Gist á sama hóteli í Montecatini Terme, flestar gönguferðir hefjast á hóteltröppunum
 • Þrjár nætur að auki við ströndina
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.
  • Þrisvar kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum
  • “Pikk nikk”, hádegisverður og veitingar fyrir tónleika
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur)

…og svo allt hitt:

 • Flug og skattar með Icelandair til og frá Milanó
 • Gisting í 11 nætur á **** hótelum m/morgunverði og einum kvöldverði
 • Rúta og lestarmiðar samkvæmt ferðadagskrá
 • Aðgangseyrir að tónleikum, da Vinci safni, ólívu safni og vínkynning.
 • Gistinátta og borgaskattur fyrir dvölina
 • Innlendir leiðsögumenn þar sem þess er krafist og íslensk fararstjórn

Umsagnir úr Sælkeragöngu

12

Jón Karl hjá Fararsniði hélt vel utan um Sælkeragöngu okkar vinkvennanna í ágúst sl.  

Hann hafði greinilega  lagt mikla vinnu í að sníða ferðina sem best að þörfum okkar vinkvennanna og tókst það með miklum ágætum.

 Veitingastaðir í umhverfi sem lætur mann gleyma stund og stað.

Laufskrúðið hangandi yfir borðum,  seitlandi árniður og gæði matarins eftir því, svo ekki sé minnst á ítalskt hvítvinið. […]  Þarna vorum við 16 vinkonur í Sælkeragönguferð. Við getum allar sem ein mælt með þessari ferð.  Hún var í einu orði sagt algjör unaður og komum við sælar og mikið sáttar  heim.

Bestu þakkir,

Árósaklúbburinn

Verð á mann í tvíbýli kr. 258.390–

bóka núna

Vinsamlega tilgreinið nafn herbergisfélaga í Athugasemdasvæði

Bóka í einbýli kr. 283.390-