Sælkeraganga til Torinó

24. ágúst – 31. ágúst 2020

Hvað býðst þér í Sælkeragöngunni til Torino?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
 • Gist á sama gæðahótelinu í 7 nætur í miðborg Torino.
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
 • Einstakur áfangastaður: Þú stendur frammi fyrir „Síðustu kvöldmáltíð“ Leonardo da Vincis og lærir að þekkja skógana sem ala af sér „trufflusveppinn“.
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
 • Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði, nema annað sé tilgreint.

FERÐADAGSKRÁ

DAGUR 1 – Mánudagur

Kl. 13:55 flogið til Malpensaflugvallar í Milano á flugi: FI 592 24AUG KEFMXP 1355-1940
Kl. 20:40 ekið af stað til Torino
Kl. 22:30 innskráning á **** hótel í miðborginni.

Turin city centre
Torgin í Torino setja einstakt yfirbragð á borgina

DAGUR 2 – Þriðjudagur

Kl. 08:00 morgunverður á hóteli
Kl. 09:30 gönguferð um gömlu borgina.  Komið á helstu torgin, aðal verslunargöturnar og veitingahúsahverfið.
Kl. 13:00 Hádegisverður í þakgarði hótelsins við hliðina á okkar hóteli, innifalinn í verði – frjáls tími á eftir.

20190827_101951xb

DAGUR 3 – Miðvikudagur

Kl. 08:00 morgunverður á hóteli
Kl. 09:30 dagsferð til stórborgarinnar Milano.
Kl. 11:30 Komið á litla kaffihúsið við hliðina á klaustrinu. Þar skulum við fá okkur hressingu og nota salerni, því framundan er skoðunarferð með engu stoppi.
Kl. 12:30 Erum við mætt að Della Grazia klaustrinu til að skoða stórvirki Leonardo da Vinci, “Síðustu kvöldmáltíðina”.  Við hittum leiðsögumanninn okkar við klaustrið, fáum miðana okkar og losum okkur við bakpoka, ef einhverjir eru

1200px-Milan_Cathedral_from_Piazza_del_Duomo
Dómkirkjan í Milano

Kl. 12:45 Okkur er hleypt inn í klaustrið. Að því loknu er 2ja kl.st. göngutúr um miðborgina, Sforza-kastalinn, Dómkirkjutorgið, Gallería verslunargatan yfirbyggða og Scalatorgið.
Frjáls tími á eftir
ca. Kl. 17:30 rúta til baka til Torino.
Kvöldverður á eigin vegum

DAGUR 4 – Fimmtudagur

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 léttur göngutúr um Valentinogarðinn upp með Póánni.
Kl. 12:00 komið til baka á hótel – frjáls tími á eftir.
Kl. 20:00 gengið áleiðis að veitingastað kvöldsins.
Kl. 20:30  Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað, sem þykir bjóða upp á dæmigerðustu rétti úr Piemonthéraðinu, m/víni og vatni – innifalið í verði.

DAGUR 5 – FRJÁLS DAGUR

Turin Torino Piemonte Piedmont Italy Via Roma shopping arcades luxury shops
Það eru einnig fallegar verslanir í Torino

DAGUR 6

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 12:00 nú höldum við í vínsmökkunardag, til Asti, Alba og Barolo.
Kl. 13:00 komið til Asti, skoðunarferð um bæinn.
Kl. 13:30 frjáls tími þar til að fá sér hressingu á eigin vegum.
Kl. 14:30 haldið til Alba. Þessi litli bær er vagga súkkulaði gerðar.
Kl. 15:00 frjáls tími í Alba
Kl. 16:15 komið til Castello Grinzane Cavour sem er höfuðborg trufflu sveppsins.

Kl. 17:00 komið til Barolo, rölt um litlu göturnar umhverfis kastalann
Kl. 18:00 endað á heimsókn í vínkjallara Barolo kastalans.
Kl. 19:00 glæsikvöldverður og sérvalin vín með hverjum rétti – innifalið í verði.
Kl. 21:00 rúta til baka á hótel.

DAGUR 7

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 eftirmiðdagurinn frjáls.

Kl. 20:00 gengið saman að veitingastað kvöldsins.
Kl. 20:30 Lokakvöldverður snæddur á glæsilegum stað í miðborginni, m/víni og vatni – innifalið í verði.
Kl. 23:00 komið til baka á hótelið

Arcadia Torino

DAGUR 8

Morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga ef einhverjir eru.
Kl. 17:00 ekið út á flugvöll í Milanó, heimflug: FI 593 31AUG MXPKEF 2040 2255

Verð á mann í tvíbýli kr. 292.700,–

Verðið miðast við gengi og flugverð í október 2019.
Staðfesting kr. 50.000,-  SKILMÁLAR
Vinsamlega tilgreinið herbergisfélaga í Athugasemdasvæði

BÓKA 134X55

Eða: Bóka fyrir 1 í tvíbýli


Verð fyrir einbýli kr. 320.600,–

BÓKA 134X55

Innifalið:

 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.
  • Þrisvar kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum
  • Einn hádegisverður í þakgarði með útsýni yfir borgina.
 • Flug og skattar með Icelandair til og frá Milanó
 • Gisting í 7 nætur á **** hóteli m/morgunverði.
 • Rúta samkvæmt þessari ferðadagskrá
 • Aðgangseyrir að öllum ferðamannastöðum og vínkynning.
 • Innlendir leiðsögumenn þar sem þess er krafist og íslensk fararstjórn

SKILMÁLAR

Er einhverjum spurningum ósvarað?  Sendu okkur fyrirspurn hér:

SKG-Nánari-upplysingar