AÐEINS 8 SÆTI LAUS

29. ágúst – 05. september 2018

Borgin Torínó er nýr áfangastaður á vegum Fararsniðs.

FERÐADAGSKRÁ

Miðvikudagur 29. Ágúst

Kl. 13:50 flogið til Malpensaflugvallar í Milano á flugi  FI 592  KEFMXP  1350  1940.
Kl. 20:40 ekið af stað til Torino
Kl. 23:00 innskráning á **** hótel í miðborginni.
Kvöldverður á hótelinu.

Turin city centre

Fimmtudagur 30. Ágúst

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 gönguferð um gömlu borgina.  Komið á helstu torgin, aðal verslunargöturnar og veitingahúsahverfið.
Kl. 12:00 Hádegisverður í þakgarði hótelsins, innifalinn – frjáls tími á eftir.

Föstudagur 31. Ágúst

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 rúta flytur okkur yfir Pó-ána og upp að Villa della Regina.   Við skoðum umhverfið, njótum útsýnisins yfir til borgarinnar og svo göngum við niður hæðina og aftur heim á hótel.
Hádegisverður á sérstökum stað, innifalinn

VILLA-DELLA-REGINA_TORINO_FOTO-RENZO-BUSSIO-5174
Við komum að Drottningarhöllinni, með útsýni til Torino

Laugardagur 01. September

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli

FRJÁLS DAGUR

Turin Torino Piemonte Piedmont Italy Via Roma shopping arcades luxury shops
Það eru frábærar verslanir í Torino

Sunnudagur 02. September

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 dagsferð til stórborgarinnar Milano.  Við hittum leiðsögumanninn okkar og fyrsti hluti skoðunarferðarinnar er á rútunni og henni lýkur við Castello. 

Þaðan göngum við að dómkirkjutorginu, áfram gegnum eins fyrstu yfirbyggðu verslunargötu Evrópu, Galeria og komum að Scala óperunni.  Svo er frjáls tími í borginni. 

Síðasta kvöldmáltíð da Vincis er til sýnis í Santa Maria delle Grazie klaustrinu, en til að komast að þessu undursamlega málverki þarf að bóka með margra mánaða fyrirvara.

Mánuagur 03. September

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 nú höldum við í vínsmökkunardag, Barolo og Asti.
Kvöldverður í sveitinni, innifalinn.

Vínsmökkun og veitingar

Þriðjudagur 04. September

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 frjáls dagur.
Kl. 19:00 Lokakvöldverður snæddur á einum besta veitingastað borgarinnar, sem býður upp á rétti úr Piedmont héraðinu, innifalinn.

img.LTExMjI0MTM1MjE
Kvöldverður hér gleymist ekki.

Miðvikudagur 05. September

Ekið til Genf – heimflug.  FI 593  29AUG  MXPKEF  2040  2255

Verð á mann í tvíbýli kr. 238.800.–

BÓKA 134X55

Vinsamlega tilgreinið nafn herbergisfélaga í Athugasemdasvæði

Bóka í einbýli kr. 293.750.-

Fyrir hvað ertu að borga?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg
 • Gist á sama hóteli í sjö nætur, staðsettu í hjarta Torino, flestar gönguferðir hefjast á hóteltröppunum
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.
  • Þrisvar kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum
  • Tveir hádegisverðir.
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur)

…og svo allt hitt:

 • Flug og skattar með Icelandair til og frá Milanó
 • Gisting í 7 nætur á *****hóteli m/morgunverði og einum kvöldverði
 • Rúta og lestarmiðar samkvæmt ferðadagskrá
 • Aðgangseyrir að öllum ferðamannastöðum og vínkynning.
 • Gistinátta og borgaskattur fyrir dvölina
 • Innlendir leiðsögumenn þar sem þess er krafist og íslensk fararstjórn

Er einhverjum spurningum ósvarað?  Sendu okkur fyrirspurn hér:

SKG-Nánari-upplysingar