Torino – Sælkeraganga

26. ágúst – 2. september 2019

UPPSELT ER Í FERÐINA – Sjá næstu ferðir hér

Hvað býðst þér í Sælkeragöngunni til Torino?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
 • Gist á sama gæðahótelinu í 7 nætur í miðborg Torino.
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
 • Einstakur áfangastaður: Þú stendur frammi fyrir „Síðustu kvöldmáltíð“ Leonardo da Vincis og lærir að þekkja skógana sem ala af sér „trufflusveppinn“.
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
 • Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði, nema annað sé tilgreint.

FERÐADAGSKRÁ

DAGUR 1

Kl. 13:50 flogið til Malpensaflugvallar í Milano
Kl. 20:40 ekið af stað til Torino
Kl. 22:30 innskráning á **** hótel í miðborginni.

 

Turin city centre
Torgin í Torino setja einstakt yfirbragð á borgina

DAGUR 2

Kl. 08:00 morgunverður á hóteli
Kl. 09:30 gönguferð um gömlu borgina.  Komið á helstu torgin, aðal verslunargöturnar og veitingahúsahverfið.
Kl. 13:00 Hádegisverður í þakgarði hótelsins við hliðina á okkar hóteli, innifalinn í verði – frjáls tími á eftir.

DAGUR 3

Kl. 08:00 morgunverður á hóteli

Kl. 09:00 dagsferð til stórborgarinnar Milano.  Við hittum leiðsögumanninn okkar við klaustrið, fáum miðana okkar og losum okkur við bakpoka, ef einhverjir eru

Kl. 11:00  Síðasta kvöldmáltíð da Vincis er til sýnis í Santa Maria delle Grazie klaustrinu.  Hana skoðum við, nokkuð sem við munum aldrei gleyma.

Þaðan göngum við að Sforza kastalanum og að dómkirkjutorginu, áfram gegnum eina fyrstu yfirbyggðu verslunargötu Evrópu, Galeria og komum á Scalatorgið, þar lýkurskoðunarferðinni ca. 2,5 kl.st.

1200px-Milan_Cathedral_from_Piazza_del_Duomo
Dómkirkjan í Milano

Svo er frjáls tími í borginni.

Kl. 17:00 rúta til baka til Torino.

DAGUR 4

Kl. 08:30 morgunverður á hóteli – FRJÁLS DAGUR

Kl. 20:00 Kvöldverður snæddur á rómuðum veitingastað í Torino, sem þekktur er fyrir rétti úr Piedmont héraðinu.

Turin Torino Piemonte Piedmont Italy Via Roma shopping arcades luxury shops
Það eru einnig fallegar verslanir í Torino

DAGUR 5 – FRJÁLS DAGUR

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli

Kl. 10:00 léttur göngutúr upp með Pó ánni.  Frjáls tími á eftir.

DAGUR 6

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 nú höldum við í vínsmökkunardag til Asti og Barolo héraðanna.
Kvöldverður í sveitinni, innifalinn.

Vínsmökkun og veitingar

 

DAGUR 7

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli

FRJÁLS DAGUR.

Kl. 19:00 Lokakvöldverður á Ristorante Arcadia – innifalinn.

Arcadia Torino

DAGUR 8

Ekið til Genf – heimflug.  

UPPSELT ER Í FERÐINA – Sjá næstu ferðir hér

Innifalið:

 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.
  • Þrisvar kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum
  • Einn hádegisverður.
  • Einn kvöldverður á hóteli
 • Flug og skattar með Icelandair til og frá Milanó
 • Gisting í 7 nætur á *****hóteli m/morgunverði og einum kvöldverði
 • Rúta og lestarmiðar samkvæmt ferðadagskrá
 • Aðgangseyrir að öllum ferðamannastöðum og vínkynning.
 • Gistinátta og borgaskattur fyrir dvölina
 • Innlendir leiðsögumenn þar sem þess er krafist og íslensk fararstjórn

Er einhverjum spurningum ósvarað?  Sendu okkur fyrirspurn hér:

SKG-Nánari-upplysingar