Hvað býðst þér í menningarferðinni?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg
 • Gist á sama hóteli í hjarta Valencia, í námunda við sögu, menningu og minjar
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.
  • Þrisvar kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
  • Hádegisverður og námskeið í Pallea-eldun, borðvín og vatn innifalið.
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur)

…og svo allt hitt:

 • Gisting á **** hóteli í miðborginni, í 4 nætur m/morgunverði
 • Rúta samkvæmt ferðadagskrá
 • Gistinátta og borgaskattur fyrir dvölina
 • Erlendir leiðsögumenn og íslensk fararstjórn

original_flamenco_1200_x_800

FERÐADAGSKRÁ

Þriðjudagur 15. maí

Ferðin miðast við flug WOW Air WW 616 KEF-ALC 15MAY  18:00 – 00:40 til Alicante.  

Kl. 01:40 leggur rútan okkar af stað til Valencia, á Melia Plaza Hotel Valencia ****, þar sem við gistum í fjórar nætur m/morgunverði.

Miðvikudagur 16. maí

Kl. 09:30, morgunverður í boði á hóteli. 

Kl. 11:00, leggjum við af stað í gönguferð um gömlu borgina og byrjum á gamla markaðnum, Mercat Central.  Síðan göngum við inn í Carmen hverfið, fram hjá gamla Silkimarkaðnum, fram hjá Dómkirkjunni og gömlu Kauphöllinni.  

original_dsc_0420

Áfram er haldið í átt að helstu verslunargötunum og endað á Colontorgi.  Þaðan sést í tvær El Corte Inglés verslanir, Colonmarkaðinn með alla sína veitingastaði og Carrer de Jorge Juan, verslunargötu með innlendri merkjavöru sem þið hafið aldrei fyrr séð.

Kl. 13:00 gönguferð lokið og hver og einn velur sér góðan veitingastað til að snæða hádegisverð.  Þetta er sá tími sem heimamenn tylla sér á sinn eftirlætisstað til hádegisverðar.

Frjáls tími til kvölds.

Tillaga að dægradvöl yfir síðdegið

 • Rölta yfir torgið framan við hótelið, Placa de l´Ajuntament á einhverju kaffihúsanna sem þar eru.
 • Skreppa aftur inn í Carmen-hverfið og skoða betur þá staði sem kynntir voru um morguninni.
 • Rölta inn á Centrale-markaðinn og versla osta, charcuterie og annað snarl til að eiga á herberginu.

IMG_20160205_162022

Kvöldverður – Kl. 20:30 “tapaskvöld” á nokkrum góðum veitingastöðum, innifalið í verði m/vatni og borðvíni.  

Tapasstaðirnir í Rusafahverfinu eru að opna um kl. 20:00 og mannlífið í hverfinu fær sína réttu mynd um kl. 22:00.

Fimmtudagur 17. maí

Kl. 08:00, morgunverður á hóteli.

Kl. 09:00, rúta sækir okkur og við ökum 45 mín. leið að bænum El Palmar við Albufera lónið.  Sigling um lónið sem tekur um 40-45 mínútur.

IMG_20160123_172755-2

Komið að landi aftur og við fáum okkur kaffisopa á einhverjum margra staða við höfnina.

Kl. 11:00 Stuttur akstur á búgarðinn, þar sem við lærum að elda ekta spænska “paella”, en hún er talin upprunnin í Valencia.  Þar er okkur boðið uppá “velkominsdrykk” og kynningu á húsakosti. Síðan hefst undirbúningur og matargerð.

Kl. 13:00, snæðum við okkar eigin paellur með vatni og/eða borðvínum, allt innifalið í verði.

Kl. 15:00, rúta aftur á hótelið.  Frjáls tími.

Tillaga að dægradvöl yfir síðdegið .Menning, saga, listir. Úr mörgum söfnum  að velja, nefni sérstaklega Museo Fallas og Keramík-safnið (Hús markgreifans)

KvöldverðurKvöldverður á eigin vegum.

Föstudagur 18. maí.

Kl. 10:00 ekið að ævafornu Máraþorpi, Xativa, sem gætt var af firnastórum Márakastala.  

Kl. 11:00 komið til Xativa.  Gengið á kastalahæðina, eða smálest tekin á toppinn.  Þarna er ægifagurt útsýni.  Við gefum okkur góðan tíma á hæðinni, kaffistaður er innan múra og virkið er talsvert víðáttumikið og margt að skoða frá riddaratímanum.

Kl. 12:30 haldið aftur til baka niður í litla bæinn, sem einnig var innan múra.  

Kl. 13:00 stuttur göngutúr um bæinn og hver finnur sér veitingastað að eigin smekk til að fá sér smá hressingu, hafandi í huga að um kvöldið er stór máltíð með borðvínum.

Kl. 14:30 ekið til baka til Valencia.

Kl 16:00 komið til baka á hótelið.

Kvöldverður – Kl. 19:45, glæsimáltíð á margverðlaunuðum stað í sérstöku umhverfi, sjö rétta máltíð með vatni og vínum – innifalinn í verði.

Laugardagur 19. maí.

Kl. 09:00, morgunverður á hóteli.

Kl. 10:00, brottskráning og uppgjör reikninga.

Kl. 11:00,  Ganga um Turíagarðinn, endað nálægt Borg Vísinda og Lista, Sædýrasafninu, Aqua verslunarmiðstöðinni og þá er stutt á hafnarsvæðið og ströndina.

Kl. 13:00, frjáls tími.

Screenshot 2017-09-14 14.11.49

Tillaga að dægradvöl

Kl. 16:00, lagt af stað frá hótelinu okkar, eftir strandveginum, í átt til Alicante og snætt á leiðinni (innifalið í verði, m/vatni og borðvíni).

Kl. 21:00, komið í flugstöðina í veg fyrir heimflug: WW 617 ALC-KEF 20MAY 22:40 – 01:25

Hvað kostar ferðin?

Að þessu sinni eru 30 sæti í boði. Yfirleitt eru það pör og vinahópar sem bóka sig saman í Menningarferðir Fararsniðs og sætin geta því farið fljótt.

VERÐ Á MANN Í TVÍBÝLI, ÁN FLUGS kr. 102.600.-

Af tveim ástæðum er flug ekki innifalið í þessari ferð:

 • Hópafargjald til Alicante er alltaf hærra en það sem einstaklingar geta fengið með því að bóka sig sjálfir. 
 • Margir Íslendingar hafa aðgang að gistingu á Alicante og Torre Vieja svæðunum og gætu því viljað fljúga á öðrum dagsetningum en ferðin sjálf stendur yfir.

INNIFALIÐ. Gisting á fjögurra stjörnu hótel í miðborg Valencia m/morgunverði, allur rútuakstur sem nefndur er í ferðalýsingu, einn hádegisverður og námskeið í Palleueldun (borðvín innifalið), þrír ríkulegir kvöldverðir, með vatni og borðvíni, erlendir leiðsögumenn og íslensk fararstjórn.

Einhverjar spurningar?

Ef svo er, sendu mér póst á jonkarl@fararsnid.is og ég geri mitt besta til að svara öllum spurningum.

Takk fyrir að lesa,

Jón Karl og Ágústa

????????????????????????????????????
Miðdegisverður í Valenica-héraði