Valencia – Menningarferð

03. maí – 10. maí 2019

UPPSELT ER Í FERÐINA – Sjá næstu ferðir hér

Hvað býðst þér í menningarferðinni til Valencia?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
 • Gist á sama hóteli alla ferðina, í hjarta Valencia, í námunda við sögu, menningu og minjar.
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
 • Einstök upplifun: Þú lærir að elda hina fullkomnu Paellu, þar sem hún er upprunnin.
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
 • Nánast allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði.

…og svo allt hitt:

 • Gisting á **** hóteli í miðborginni, í 7 nætur m/morgunverði
 • Rúta samkvæmt ferðadagskrá
 • Erlendir leiðsögumenn og íslensk fararstjórn

original_flamenco_1200_x_800

FERÐADAGSKRÁ

DAGUR 1 – föstudagur 03. maí.

Flogið til Alicante.  

BROTTFÖR KL.  22:30 – LENT KL. 05:00

DAGUR 2 – laugardagur 04. maí.

Kl. 06:00 leggur rútan okkar af stað til Valencia, innskráning á hótelið, þar sem við gistum í sjö nætur m/morgunverði.

Kl. 08:00, morgunverður á hóteli og svo ná flestir að leggja sig til kl. 11:30 eða svo.

Kl. 12:00, leggjum við af stað í gönguferð um gömlu borgina, við göngum við inn í Carmen hverfið, fram hjá gamla Silkimarkaðnum, fram hjá Dómkirkjunni og gömlu Kauphöllinni og þaðan að gamla markaðnum, Mercat Central.

original_dsc_0420

Áfram er haldið í átt að helstu verslunargötunum og endað á Colontorgi.  Þaðan er stutt í tvær El Corte Inglés verslanir, Colonmarkaðinn með alla sína veitingastaði og Carrer de Jorge Juan, verslunargötu með innlendri merkjavöru sem þið hafið aldrei fyrr séð.

Kl. 13:30 gönguferð lokið og hver og einn velur sér góðan veitingastað til að snæða hádegisverð.  Þetta er sá tími sem heimamenn tylla sér á sinn eftirlætisstað til hádegisverðar.

Frjáls tími til kvölds.

Tillaga að dægradvöl yfir síðdegið

 • Rölta yfir í El Parterre garðinn til hliðar við hótelið og setjast á einhverju kaffihúsanna sem þar eru.
 • Skreppa aftur inn í Carmen-hverfið og skoða betur þá staði sem kynntir voru um morguninn.
 • Rölta inn á Centrale-markaðinn og versla osta, charcuterie og annað snarl til að eiga á herberginu.

IMG_20160205_162022

Kvöldverður – Kl. 19:30 “tapaskvöld” á nokkrum góðum veitingastöðum, innifalið í verði m/vatni og borðvíni.  

Almennt opna veitingastaðir um kl. 20:00 og mannlífið á kvöldin fær sína réttu mynd um kl. 22:00.

DAGUR 3 – sunnudagur 05. maí.

Kl. 08:00, morgunverður á hóteli.

Kl. 14:00 ekið norður í vínhéruðin til Requena. 

Kl. 15:00 skoðum við gamla Miðaldaþorpið með sínum steinlögðu götum, veðruðu kirkjum og virkisveggjum.

Kl. 16:00 heimsókn í vínkjallara með sérkennilega sögu.  Við smökkum nokkrar tegundir og verslum við hjónin ef okkur sýnist svo, vín eða ólívuolíu.

toscana-sangemignao-getty-653x435

Kl. 18:00 glæsikvöldverður á fallegum stað.

Kl. 21:30 rútan ekur okkur til baka til Valencia.

DAGUR 4 – mánudagur 06. maí.

Kl. 09:00, rúta sækir okkur og við ökum 45 mín. leið að bænum El Palmar við Albufera lónið.  Sigling um lónið sem tekur um 40-45 mínútur.

IMG_20160123_172755-2

Kl. 11:00 Stuttur akstur á búgarðinn, þar sem við lærum að elda ekta spænska “paella”, en hún er talin upprunnin í Valencia.  Þar er okkur boðið uppá “velkominsdrykk” og kynningu á húsakosti og lífrænni ræktun eigendanna. Síðan hefst undirbúningur og matargerð.

Kl. 13:00, snæðum við okkar eigin paellur með vatni og/eða borðvínum, allt innifalið í verði.

Kl. 15:00, rúta aftur á hótelið.  Frjáls tími.

Tillaga að dægradvöl yfir síðdegið. Menning, saga, listir. Úr mörgum söfnum  að velja, nefni sérstaklega Museo Fallas og Keramík-safnið (Hús markgreifans)

KvöldverðurKvöldverður á eigin vegum.

DAGUR 5 – þriðjudagur 07. maí.

ÞESSI DAGUR ER FRJÁLS

DAGUR 6 – miðvikudagur 08. maí.

Kl. 10:00 höldum við í göngutúr um Turiagarðinn, sem lagður er í gamla árfarveginn.  Við segjum sögu hans og sérkennilega tilurð.  Garðurinn er stundum nefndur garður „vísinda og lista“.  Göngu lýkur um kl. 12:00, neðst í garðinum og hver á eigin vegum eftir það. Þarna er stutt í stærstu verslunarmiðstöð borgarinnar.

Tillaga að dægradvöl

Kvöldverður – Kl. 20:15. Rúta flytur okkur á margverðlaunaðan veitingastað stað í sérstöku umhverfi, sjö rétta glæsimáltíð með vatni og vínum – innifalinn í verði.

DAGUR 7 – fimmtudagur 09. maí.

Kl. 10:00 ekið að ævafornu Máraþorpi, Xativa, sem gætt var af firnastórum Márakastala.  

Kl. 11:00 komið til Xativa.  Gengið á kastalahæðina, eða smálest tekin á toppinn.  Þarna er ægifagurt útsýni.  Við gefum okkur góðan tíma á hæðinni, kaffistaður er innan múra og virkið er talsvert víðáttumikið og margt að skoða frá riddaratímanum.

Kl. 12:30 haldið aftur til baka niður í litla bæinn, sem einnig var innan múra.  

Kl. 13:00 stuttur göngutúr um bæinn og svo er hádegisverður á eigin vegum.

Kl. 14:30 ekið til baka til Valencia.

Kl 15:30 komið til baka á hótelið.

KVÖLDVERÐUR Á EIGIN VEGUM

DAGUR 8 – föstudagur 10. maí.

Kl. 09.00 morgunverður, brottskráning og uppgjör reikninga.

Kl. 15:00 ekið til Alicanteflugvallar í veg fyrir heimflug

Kl. 17:00, komið á flugvöllinn í Alicante og innskráning í flug til Íslands.

BROTTFÖR KL. 18:55 – LENT KL. 21:35

Screenshot 2017-09-14 14.11.49

Að þessu sinni eru 20 sæti í boði. Yfirleitt eru það pör og vinahópar sem bóka sig saman í Menningarferðir Fararsniðs og sætin geta því farið fljótt.  Lágmarksþátttaka er 18 manns.

Verð á mann í tvíbýli kr. 253.000,–

Verðið miðast við gengi og flugverð í september 2018.

Staðfesting kr. 50.000,-
Vinsamlega tilgreinið herbergisfélaga í Athugasemdasvæði


Verð fyrir einbýli kr. 287.000,–

Sendu okkur fyrirspurn hér:

Hafa samband

INNIFALIÐ. Gisting á fjögurra stjörnu hótel í miðborg Valencia m/morgunverði, allur rútuakstur sem nefndur er í ferðalýsingu, einn hádegisverður og námskeið í Palleueldun (borðvín innifalið), þrír ríkulegir kvöldverðir, með vatni og borðvíni, erlendir leiðsögumenn og íslensk fararstjórn.

Einhverjar spurningar?

Ef svo er, sendu mér póst á jonkarl@fararsnid.is og ég geri mitt besta til að svara öllum spurningum.

Takk fyrir að lesa,

Jón Karl og Ágústa

????????????????????????????????????
Miðdegisverður í Valenica-héraði