19. ágúst – 26. ágúst 2019

Hvað býðst þér í Sælkeragöngunni til Garda?

 • Þægilegar gönguferðir þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
 • Gist á sama hóteli alla ferðina, rétt ofan við póstkortabæinn Garda.
 • Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
 • Einstök upplifun: Þú siglir á Gardavatni og stígur á land í fallegustu þorpunum. Þú upplifir óperuflutning á sjálfri Arenu di Verona.
 • Notalegar samverustundir með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
 • Lausar stundir og næði til að vera þú sjálf(ur).
 • Allt sem nefnt er í dagskrá er innifalið í verði.

 

FERÐADAGSKRÁ

DAGUR 1

Flogið með Icelandair til Milano á flugi:
Gist á: Hótel Poiano ****, við Gardavatn í sjö nætur m/morgunverði.

2017-06-04 14.38.34
Sundlaugargarðurinn

DAGUR 2

Morgunverður á hóteli.
Kl. 13:00 dagsferð til Verona, ekið um áhugaverðustu hverfin, gengið um frægustu torg og stræti gömlu miðborgarinar.
Kl. 17:30 síðdegið er frjálst.
Kl. 19:00 Óperu-kvöldverður á glæsilegum stað í hjarta borgarinnar.
Kl. 21:00 Óperusýning í Arenunni – AIDA eftir Verdi.
Kl. 00:30 rúta heim á hótel.

arena-di-verona
Arenan í Verona

DAGUR 3

Morgunverður á hóteli – morguninn frjáls, markaðsdagur í Garda og iðandi mannlíf við vatnið.
Kl. 16:00 gengið með strönd Garda vatns alla leið til bæjarins Bardolino.   Friðsæl og falleg leið á jafnsléttu.
Kl. 18:00 komið til ólívukaupmanna, ýmsar vörur smakkaðar og verslað að vild.
Kl. 19:00 kvöldverður snæddur á fjölskyldustað sem frægur er fyrir persónulega þjónustu, þú ert eins og gestur fjölskyldunnar.
Kl. 21:30 rúta til baka heim á hótel.

DAGUR 4

Morgunverður á hóteli.   FRJÁLS DAGUR Í GARDA.

Image (1) SKG-Garda-baer.jpg for post 1141

DAGUR 5

Morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 létt gönguferð út frá hótelinu og komið á höfðann La Rocca sem gnæfir yfir bæinn Garda.
Kl. 13:00 endað í hádegisverði hjá húsfreyju í sveitinni innifalinn í verði og þaðan rölt aftur heim á hótel. Ganga ca 3 kl.st.

20160609_104513

DAGUR 6

Morgunverður á hóteli
Kl. 08:30 gengið niður í bæ
Kl. 10:00 sigling á Garda.
Kl. 12:30 komið norður til Limone – þar er dvalið til kl. 16:00 – bátur tekinn yfir vatnið til Malcécine – gengið um nágrennið fyrir ofan.
Kl. 19:00 kvöldverður snæddur á glæsilegum stað við vatnið – innifalinn.
Kl. 21:30 rúta á hótel.

20160608_190445
Skemmir ekki að fá gott að borða eftir góða göngu.

DAGUR 7

Morgunverður á hóteli
Dagurinn er óskipulagður
Kl. 19:30 Lokakvöldverður á fallegum stað í sveitinni

DAGUR 8

Morgunverður á hóteli.
Brottskráning og uppgjör reikninga.  Töskum komið í geymslu.
Kl. 16:00 ekið út á Malpensa flugvöll við Milanó í veg fyrir heimflug með.

Verð ferðarinnar er væntanlegt

INNIFALIÐ:

 • Flug & skattar til  og frá Milanó.
 • Rúta allan tímann samkvæmt ferðadagskrá.
 • Gisting á 4 stjörnu hóteli m/morgunverði í sjö nætur.
 • 2 hádegisverðir m/vatni & borðvíni.
 • 3 glæsilegir kvöldverðir m/borðvíni, vatni og kaffi á eftir.
 • Íslenskur fararstjóri og innlendir leiðsögumenn, þar sem þeir eru nefndir í ferðalýsingu.

Sælkeragöngur eru fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.

Gönguferðirnar eru flestar út frá hótelinu.  Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösugar sveitir.  Hvergi er um erfiðar eða langar brekkur að ræða og stundum er gengið um malbikaða stíga.

Á kvöldin er síðan farið á frábæra veitingastaði þar sem bragðlaukarnir fá að ferðast um framandi slóðir. Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð Gardavatnsins og nágrennis og njóta um leið þess besta sem ítölsk matar- og vínmenning hefur upp á að bjóða.

Jón Karl hjá Fararsniði hélt vel utan um Sælkeragöngu okkar vinkvennanna í ágúst sl.  Hann hafði greinilega  lagt mikla vinnu í að sníða ferðina sem best að þörfum okkar vinkvennanna og tókst það með miklum ágætum.  Veitingastaðir í umhverfi sem lætur mann gleyma stund og stað. 

Laufskrúðið hangandi yfir borðum,  seitlandi árniður og gæði matarins eftir því, svo ekki sé minnst á ítalskt hvítvinið.  Við fengum einnig notið fegurðar Gardavatsins og skemmtilegra bæja sem við það standa.

Þarna vorum við 16 vinkonur í Sælkeragönguferð. Við getum allar sem ein mælt með þessari ferð.  Hún var í einu orði sagt algjör unaður og komum við sælar og mikið sáttar  heim.

Bestu þakkir, Árósarklúbburinn

Er einhverjum spurningum ósvarað?  Sendu okkur fyrirspurn hér:

SKG-Nánari-upplysingar

Verð og/eða verðbreytingar

Ferðir Fararsniðs eru í öllum tilfellum sérsniðnar að þörfum farþega og eru háðar eftirfarandi reglum:

Verð ferða er staðgreiðsluverð og er háð gengisskráningu þess dags er tilboð er gert.  Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar getur breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á einum eða fleiri af eftirtöldum þáttum.

 1. Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
 2. Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld.
 3. Gengi þess gjaldmiðils sem á við tiltekna ferð.
 4. Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum.

Bókanir og/eða afbókanir

Við bókun er mjög mikilvægt að fram komi eftirfarandi upplýsingar:

-Fullt nafn allra þátttakenda, kennitala, heimilis- og/eða netfang og símanúmer.

Staðfesting ferðar:

-Til að festa ferðapöntun verður að greiða staðfestingargjald sem er frá 40.000 kr. fyrir hvern farþega, en getur verið hærri í samræmi við kröfur frá birgjum okkar.

Staðfestingargjaldið er endurgreiðsluhæft þar til Farasnið hefur greitt birgjum.

Greiðslur og/eða endurgreiðslur

Farþegi getur greitt ferð sína á eftirfarandi fjóra vegu:

 1. Með beinni greiðslu til Fararsniðs.
 2. Með greiðslukorti í gegnum síma og/eða með því að senda kortanr.
 3. Meða jafngreiðslum, án vaxtakostanaðr.
 4. Með millifærslu.

Fullnaðargreiðsla ferðarinnar skal fara fram í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför nema kröfur birgja okkar geri kröfur um annað. Fararsnið innheimtir eingöngu þjónustugjöld birgja, en tekur ekki þjónustgjald fyrir sína vinnu.

Breytingagjald

Fararsnið innheimtir eingöngu breytingagjald fyrir birgja, en tekur ekki slíkt gjald fyrir sína vinnu.

Tryggingar/ferðatryggingar

Ástæða er fyrir farþega að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Sé ferð greidd með greiðslukorti a.m.k. að hálfu fylgir í flestum tilfellum með ókeypis ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtæki. Athugið að þessar tryggingar eru afar mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála sem má fá í sérprentuðum bæklingum frá greiðslukortafyrirtækjunum.

Veikindi eða slys á ferð erlendis – hvaða rétt átt þú?“ Bæklinginn getur þú nálgast hjá Tryggingastofnun ríkisins.  Einnig er hægt að sækja um Evrópskt sjúkratryggingakort hjá Tryggingastofnun Ríkisins t.d. á heimasíðu stofnunarinnar.

Öllum farþegum í hópa- og einstaklingsferðum Fararsniðs er ráðlagt að kaupa sér forfallatryggingu hjá tryggingarfyrirtæki sínu, ef slíkt er ekki innifalið í kreditkorti viðkomandi.  Fararsnið sér ekki um sölu ferðatrygginga.

Á áfangastað

Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför og að það sé ekki útrunnið. Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til þeirra landa í Evrópu sem Icelandair flýgur til. Til Bandaríkjanna þarf í sumum tilfellum áritun og er nauðsynlegt að huga að því tímanlega. Í sumum ferðum þarf vegabréfsáritun. Leitið ykkur nánari upplýsinga. Öll börn þurfa nú sitt eigið vegabréf.

Bílaleigur

Fararsnið er ekki í samstarfi við eina bílaleigu frekar en aðra.  Þó er reynt að aðstoða farþega sem hyggjast ferðast á eigin vegum, t.d. ef framlengt er að lokinni hópferð.