30. júlí – 06. ágúst 2021 – 12 SÆTI LAUS Í FERÐINA
Hvað býðst þér í Sælkeragöngunni til Garda?
- Þægilegar gönguferðir, þar sem þú upplifir hið daglega líf í sveit og borg.
- Gist á sama hóteli alla ferðina, rétt ofan við póstkortabæinn Garda.
- Sælkeramáltíðir, á sérvöldum veitingastöðum, borðvín og vatn innifalið.
- Einstök upplifun þú siglir á Gardavatni, þú upplifir óperuflutning í sjálfri Arena di Verona.
- Notalegar samverustundir, með ferðafélögunum og tækifæri til að eignast nýja.
- Lausar stundir og næði, til að vera þú sjálf(ur).
FERÐADAGSKRÁ
DAGUR 1
Föstudagur 30. júlí
Flogið með Icelandair til Milano á flugi: FI 592 30JUL KEF MXP 14:00 – 20:15
Rúta bíður á flugvelli og ekið rakleiðis á gististað.
Gist á: Hótel Poiano ****, við Gardavatn í sjö nætur m/morgunverði.

DAGUR 2
Laugardagur 31. júlí
Morgunverður á hóteli.
Kl. 12:00 Hádegisverður á eigin vegum. (T.d. sundlaugarbarinn)
Kl. 13:30 dagsferð til Verona, ekið um áhugaverðustu hverfin, gengið um frægustu torg og stræti gömlu miðborgarinar. Skoðunarferðin tekur ca. 1,5 til 2 tíma.
Kl. 16:00 síðdegið er frjálst.
Kl. 18:00 Óperu-kvöldverður á glæsilegum stað í hjarta borgarinnar.
Kl. 20:45 óperusýning í Arenunni – AIDA eftir Verdi.
Kl. 00:30 rúta heim á hótel.
DAGUR 3
Sunnudagur 01. ágúst
Morgunverður á hóteli
Markaðsdagur í Garda og mikið mannlíf í bænum. Þeir sem ætla á markaðinn vilja kannski dvelja í bænum fram að gönguferð dagsins.
Kl. 15:00 þeir sem þá eru staddir á hótelinu ganga þaðan niður á rútustöð, þar sem við hittum þá sem héldu kyrru fyrir í bænum. Saman göngum við svo með strönd Gardavatns til bæjarins Bardolino. Þetta er friðsæl og falleg leið á jafnsléttu, malbikaður göngustígur.
Við tökum okkur gott stopp í Bardolino áður er haldið er áfram á veitingastaðinn (ganga dagsins er í heild ca 2.klst.). Þeir sem ekki vilja ganga, taka leigubíl og hitta hina á veitingastaðnum.
Kl. 19:00 kvöldverður m/borðvíni, snæddur á fjölskyldustað sem frægur er fyrir alúðlega þjónustu, þú ert eins og persónulegur vinur fjölskyldunnar. Innifalinn í verði.
Kl. 22:00 rúta til baka heim á hótel.
Skemmir ekki að fá gott að borða eftir góða göngu.
DAGUR 4
Mánudagur 02. ágúst
Morgunverður á hóteli. FRJÁLS DAGUR Í GARDA.
DAGUR 5
Þriðjudagur 03. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 gönguferð út frá hótelinu og komið á höfðann La Rocca sem gnæfir yfir bæinn Garda.
Kl. 13:00 endað í hádegisverði hjá húsfreyju í sveitinni innifalinn í verði og þaðan rölt aftur heim á hótel. Ganga ca 3 kl.st.
DAGUR 6
Miðvikudagur 04. ágúst
Morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 gengið frá hótelinu niður að ferjuhöfn og bátur tekinn yfir til Sirmione ca 40 mín sigling. Þar göngum við stuttan hring umhverfis höfðann og endum hjá Kastalanum í hjarta bæjarins. Frjáls tími og hverjum frjálst hvaða bátur er tekinn til baka til Garda.
Kvöldverður á eigin vegum
DAGUR 7
Fimmtudagur 05. ágúst
Morgunverður á hóteli
Dagurinn er óskipulagður
Kl. 19:15 rúta sækir okkur á hótelið.
Kl. 19:30 Lokakvöldverður á fallegum stað í sveitinni.
Kl. 22:00 Rúta til baka.
DAGUR 8
Föstudagur 06. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Brottskráning og uppgjör reikninga. Töskum komið í geymslu.
Kl. 16:00 ekið út á Malpensa flugvöll við Milanó í veg fyrir heimflug með: FI 593 06AUG KEF MXP 21:15 – 23:30
12 SÆTI ERU LAUS Í FERÐINA
Vinsamlega sendið fyrirspurnir í tölvupósti: jonkarl@fararsnid.is
Viltu vera á forgangslista? Skráning á póstlista
INNIFALIÐ:
- Flug með Icelandair til og frá Milano
- Skattar og lendingargjöld
- Töskur og handfarangur
- Rútuakstur frá og til flugvallar
- Allur annar rútuakstur samkvæmt þessari dagskrá
- Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í sjö nætur
- Morgunverður (heitt og kalt) í sjö daga
- Einn ríkulegur hádegisverður með vatni og borðvíni og kaffi á eftir
- Þrír glæsi-kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum, með vatni og borðvíni og kaffi á eftir
- Miðar á óperusýningu í Arenunni
- Allar skoðunar og gönguferðir sem nefndar eru í dagskrá
- Íslensk fararstjórn
- Innlendir leiðsögumenn
EKKI INNIFALIÐ:
Ferjumiðar á Gardavtni
Gistináttagjald
Sælkeragöngur eru fyrir þá sem vilja hreyfa sig nokkuð í fríinu sínu, en gera líka vel við sig í mat og drykk.
Gönguferðirnar eru flestar út frá hótelinu. Um styttri dagsferðir er að ræða þar sem gengið er um næsta nágrenni, bæði lægri fjöll og grösugar sveitir. Hvergi er um erfiðar eða langar brekkur að ræða og ýmist er gengið um malbikaða sveitavegi eða skógarstíga.
Á kvöldin er síðan farið á frábæra veitingastaði þar sem bragðlaukarnir fá að ferðast um framandi slóðir. Sælkeragöngur sem þessar eru frábær hugmynd fyrir matarklúbba, saumaklúbba, félagasamtök og aðra vinahópa sem vilja komast í nálægð við fegurð Gardavatnsins og nágrennis og njóta um leið þess besta sem ítölsk matar- og vínmenning hefur upp á að bjóða.
„Jón Karl hjá Fararsniði hélt vel utan um Sælkeragöngu okkar vinkvennanna í ágúst sl. Hann hafði greinilega lagt mikla vinnu í að sníða ferðina sem best að þörfum okkar vinkvennanna og tókst það með miklum ágætum. Veitingastaðir í umhverfi sem lætur mann gleyma stund og stað.
Laufskrúðið hangandi yfir borðum, seitlandi árniður og gæði matarins eftir því, svo ekki sé minnst á ítalskt hvítvinið. Við fengum einnig notið fegurðar Gardavatsins og skemmtilegra bæja sem við það standa.
Þarna vorum við 16 vinkonur í Sælkeragönguferð. Við getum allar sem ein mælt með þessari ferð. Hún var í einu orði sagt algjör unaður og komum við sælar og mikið sáttar heim.
Bestu þakkir, Árósarklúbburinn„
Fyrirspurnir og forgangslisti
Fyrirspurnir: jonkarl@fararsnid.is
Viltu vera á forgangslista? Skráning á póstlista