Vínarborg – aðventuferð

Fyrir nokkrum árum fór Selkórinn til Vínarborgar á aðventunni, í og með til að forðast kapphlaupið við alla hina íslensku kórana um áheyrendur í jólamánuðinum. Ferðin tókst í alla staði vel og er ógleymanleg þeim sem í hana fóru. Sungið var tvívegis fyrir fullu húsi og borgin skartaði sínu fegursta í jólamánuðinum. Farið var á jólamarkaði og helstu hallir og hús skoðuð, auk þess sem hluti hópsins skellti sér í óperuna. Fararsnið býður upp sambærilegar ferðir til Vínarborgar, hvort sem er fyrir kór eða almennan hóp á aðventunni. Svipmyndir af stemningunni má sjá hér að neðan.