Salzburg – aðventuferð 7.-10. desember 2017

 

Christkindshooting
Englar jólanna

Við njótum kvöldkyrrðarinnar með jólaljósum, mjúkum jólasnjó og glasi af “Gluhwein”   Á jólamarkaðnum úir og grúir af handverki heimamanna, karla og kvenna.  Þar sjáum við listmuni sem við höfum aldrei séð hér heima á Íslandi!

Fæðingarbær Mozarts

Kammertónleikar eru haldnir í kirkjum og konsertsölum, eða bara á næsta torgi.  Vínarklassíkin hljómar í lifandi flutningi á veitingastöðum í fæðingarbæ Mozarts.

5_4-small
Nannerl, Wolfgang og faðir þeirra Leopold

Fararsnið fór fyrir nokkrum árum með góðan hóp í aðventuferð til Salzborgar í Austurríki.   Þrátt fyrir að um var að ræða fyrstu helgi í Aðventu var markaðurinn kominn á fullt.  Öll torg og húsasund dásamlega skreytt greni og jólaljósum.  Angan af Toddý og Jólaglöggi í loftinu og bros á hverju andliti.

Hótelið okkar er á besta stað í bænum, handan árinnar en eftir níu mínútna gang (skv. Google) ertu komin í andrúmsloft gleði og friðar.

Við förum svo stutta ferð út fyrir bæinn og þar eru það bændurnir og handverksmenn og -konur sem eiga hug okkar allan.  Sumir leggja leið sína í stóra verslunarmiðstöð utan bæjarins og gera þar góð kaup.

helbrunn-kastalinn

Hápunkturinn í ferðinni er svo lokakvöldið, þar sem við snæðum góðan mat í gamalli höll og hlýðum á tónlistarperlur Mozarts á meðan.

Matur er manns gaman

Við förum líka á sérvalda veitingastaði.  Þeir eru fjölmargir í borginni, bæði gamalgrónir og staðir þar sem nýjungar eru aðalsmerki og stolt eigandans.  Villibráð og vatnafiskur eru algeng á borðum á þessum árstíma og hana kunna fáir betur að elda en Austurríkismenn.

kk
Austurríkismenn eru stoltir af héraðsklæðum sínum

Þeir hafa líka náð að tileinka sér nýjustu og bestu aðferðir í víngerð og hafið ræktun þrúgna sem ekki var áður að finna á vínekrum þeirra.

Svona er dagskráin sem Fararsnið býður upp á sem aðventuferð til Salzburgar, þar sem flogið er frá Keflavík til München á flugi:

FI532, fimmtudaginn 07. des. kl. 07:20 – 12:05.

Dagur 1

Lent á flugvellinum í München þar sem rúta bíður okkar og við höldum rakleiðis til Salzborgar.  Innritun á Hótel Stadtkrug í hjarta borgarinnar.  Frjáls tími. Kvöldverður á hótelinu.

1037928_76_b

Dagur 2

Morgunmatur og morgunganga um bæinn með enskumælandi leiðsögumanni. Jólamarkaðurinn heimsóttur en hann er staðsettur á torgunum nærri dómkirkjunni og 500 metra frá hótelinu. Síðari hluti dagsins er frjáls.   Kvöldverður á sérvöldum veitingastað, með stórkostlega  sögu.

kk-holid

Dagur 3

Morgunmatur, frjáls tími framan af degi.  Upp úr hádegi er stutt sveitamarkaðsferð og einnig er stoppað í Oberndorf og heimsótt hin fræg “Heims um ból” kapell. Þar starfaði Frans Grüber höfundur þess lags sem betur sameinar heimsbyggðina en nokkurt annað lag.  Komið til baka til Salzborgar.  

stille-nacht-kapelle
„Heims um ból“ kapellan

Mozart-kvöldverður í Baroque-Hall St. Peter, þar sem saman fer góður matur og glæsilegur flutningur á tónlist Mozarts.

Dagur 4

Morgunmatur og brottskráning af hóteli áður en haldið er á flugvöllinn í München (MUC),

í veg fyrir heimflug á flugi:

FI533 10. desember, kl. 13:05 -16:00

Innifalið í ferðinni

  • Flug með Icelandair til Munchen
  • Rúta samkvæmt ferðadagskrá
  • Gisting með morgunverði á  hóteli í miðborg Salzburg
  • 3 ríkulegir kvöldverðir
  • Skoðunarferðir með enskumælandi leiðsögumönnum samkvæmt dagskrá
  • Aðgangseyrir að ferðamannastöðum
  • Fararstjóri er Jón Karl Einarsson, tónlistarkennari og kórstjóri.
  • Afslöppuð ferð og ógleymanlegt andrúmsloft

Verð á mann í tvíbýli kr. 165.760.–

GREIÐSLA EFTIRSTÖÐVA: Smelltu hér