Forsíðumyndin er frá „Baltnesku“ kórahátíðinni í Tallinn, sem fram fer í „skelinni“ og nokkrir íslenskir kórar hafa heimsótt.

Starfsemi kóra á Íslandi er og hefur alltaf verið öflug. Margir kórar bregða undir sig betri fætinum og fara í söngferðir, fyrst og fremst til Evrópu og örugglega einhverjir sem hyggja á slíkt á næstunni.
Erlendir samstarfsmenn
Fararsnið hefur undirbúið mótshaldara nokkurra vinsælustu kórahátíðanna og tónleikaskipuleggjendur ytra, undir það að taka á móti íslenskum kórum á næsta ári sem fyrr.

Það er gaman að segja frá því, að ánægja með þátttöku íslensku kóranna, felst ekki aðeins í því að þeir koma frá fjarlægu og framandi landi, heldur ekki síður hve þeir eru vel syngjandi og flytja metnaðarfulla dagskrá.
Dæmi um ferðadagskrá
35 manna kór á leið til Helsinki og Tallinn 2017
01. Júní.
Flogið með Icelandair til Helsinki á flugi: FI 342 01JUN KEFHEL 0730 1350. Rúta bíður á flugvelli og flytur ykkur á Hótel GLO í miðborginni. Frjáls tími á eftir.
02. Júní.
Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:00 eruð þið gestir Helsinkiborgar í tilefni 100 ára frelsisafmælis hennar, dagskrá óákv.
Kl. 20:00. TÓNLEIKAR Í Klettakirkjunni. Frjáls tími á eftir.
03. Júní
Morgunverður á hóteli.
Kl. 08:30 flytur rúta ykkur niður að ferjunni til Tallinn.
Kl. 10:00 komið til Tallinn og rúta flytur ykkur á My City Hótel í gömlu borginni.
Kl. 11:00skoðunarferð með enskumælandi leiðsögumanni – frjáls tími á eftir.
04. Júní.
Morgunverður á hóteli.
Kl. 13:00 ekið til smábæjarins Kuusalu og undirbúningur fyrir tónleika kvöldsins. Í Kuusalu er kirkjukór, sem þekktur er sem einn besti kirkjukór landsins. Kórinn óskar eftir heimsókn ykkar og hefur sett upp tónleika fyrir ykkur í hinni rómuðu kirkju þeirra.
Kl. 20:00 Kvöldverður á fallegum stað í miðborginni.
05. Júní.
Morgunverður á hóteli.
Kl. 12:00 ferja tekin yfir til Helsinki, þar sem rúta bíður ykkar og flytur ykkur út á flugvöll í veg fyrir heimflug: FI 343 05JUN HELKEF 1535 1600.