Kennaraferðir

Sennilega eru þær stéttir fáar, sem duglegri eru við að afla sér aukinnar menntunar, eða kynna sér nýjungar er lúta að starfi sínu, en kennarar og leikskólakennarar.   Í fjölda ára hafa þeir farið tugum saman á Education Show í Birmingham, sem þar er haldið um miðjan mars ár hvert.  Heimsóknir í skóla Evrópulanda er einnig vaxandi leið til að afla sér frekari þekkingar.

Skólaheimsóknir í útlöndum

Það er í raun sama hvaða hugmynd gæti komið upp á kennarastofunni, um sameiginlega ferð til útlanda, í flestum tilfellum ætti að vera hægt að bæta við hana heimsókn í skóla á viðkomandi svæði, eða landi.   Einnig hefur áratuga reynsla í að sérsníða ferðir fyrir íslenska hópa kennt okkur að setja saman ferð, sem er hvort tveggja í senn, menningarleg og menntandi.

Síðastliðin sumur hafa hópar kennara og maka frá Akureyri og Reykjavík haldið til Gardavatnsins, heimsótt skóla í Innsbruck, Verona og bænum Garda, en síðan nýtt tímann til að kynnast þessu stórkostlega landsvæði og ekki síður gjöfulleika þess í víni og mat.

Velþegið frí á eftir

Að loknum skólaheimsóknum hafa þeir gengið á fjöll í blíðviðrinu og svo farið á sérvalda veitingastaði að kveldi. Þá berast nokkuð reglulega óskir um aðstoð við að sækja heim skóla og/eða sýningar og ráðstefnur vestanhafs og með stöðu dollarans eins og hann er í dag hefur tekist að bjóða slíkar ferðir á viðráðnlegu verði.

Einnig hafa skólar farið á okkar vegum til suðurstranda Spánar og sameinað þannig endurmenntun og hvíldarferð að skólaári loknu.

DÆMI UM SKEMMTILEGA FERÐ – JÚNÍ 2016

Fimmtudagur 09. júní

Flogið með Icelandair til Munchen á flugi: FI 532  09JUN  KEFMUC 0720 1305

Ekið sem leið liggur til Innsbruck.  

Kl. 16:00 Fyrirlestrar um skólahald og námskrár í Týról.  

  1. Heimsókn í skóla á eftri stigum í  Innsbruck í eina klukkustund.

Kl. 18:00 Innskráning á hótel í miðbænum.

Kl. 20:00 Kvöldverður á eigin vegum.

Föstudagur 10. júní

Morgunverður á hóteli.

Kl. 08:00

Heimsókn í skóla á neðri stigum (Montesoriskóli)

Presentation of the Austrian school system and discussion.  At the office building of the Landesschulrat there we have the facilities for the presentation of the school system and for the discussion.   

Kl. 09:30 haldið af stað til Verona.

Kl. 13:30 skólaheimsókn í virtan kaþólskan skóla í Verona.

Kl. 15:00 fyrirlestur um almenna ítalska skólakerfið og námsskrár.

Kl. 18:00 Innskráning á hótel í bænum Garda.

Kvöldverður á eigin vegum.

Laugardagur 11. júní

Morgunverður á hóteli.

Kl. 09:00  DAGSFERÐ til Feneyja.   

11:00 komið á rútstöð Feneyja – bátur á San Marco 

11:30 komið á Markúsartorg, til móts við enskumælandi leiðsögumann 

13:30 skoðunarferð lokið.

17:00 brottför frá rútustöð Feneyja.

17:40 komið til Padua.

19:00 kvöldverður í Padua.

21:00 brottför frá Padua.

22:30 komið aftur í gististað.

Sunnudagur 12. júní

Morgunverður á hóteli.

Kl. 10:00 létt gönguferð út frá hótelinu og komið á höfðann La Rocca sem gnæfir yfir bæinn Garda.

Kl. 13:00 endað í hádegisverði hjá húsfreyju í sveitinni innifalinn í verði og þaðan rölt aftur heim á hótel. Ganga ca 3 kl.st.  

Mánudagur 13. júní.  

Morgunverður á hóteli.

Kl. 10:00 Ekið til Verona.

Kl. 11:00 skoðunarferð um borgina með enskumælandi leiðsögumanni, sem endar á einu elsta torgi borgarinnar.

Kl. 13:00 hádegisverður á elsta á glæsilegum veitingastað við elsta torg borgarinnar, sem í dag er einn virtasti veitingastaðurinn, innifalinn í verði.

Kl. 17:00 rúta heim á hótel.

Þriðjudagur 14. júní.

Morgunverður á hóteli.

Kl. 08:30 gengið niður í bæ

Kl. 10:00 sigling á Garda, norður til Limone – þar er dvalið til kl. 16:00 – bátur tekinn yfir vatnið til Malcécine – gengið um nágrennið fyrir ofan.

Kl. 19:00 kvöldverður á fallegum stað við vatnið – innifalinn í verði.

Kl. 21:30 rúta á hótel.

Miðvikudagur 15. júní.  

Morgunverður á hóteli.

Kl. 11:00 haldið til Dolcé í vínsmökkun.

Kl. 14:30 haldið til baka á hótelið.

Kl. 19:00 Lokakvöldverður á fallegum stað í sveitinni, innifalinn í verði – rúta heim hótel.

Fimmtudagur 16. júní.  

Morgunverður á hóteli.

Kl. 06:00 – brottskráning af hóteli og uppgjör reikninga.

Kl. 12:00 – komið til Munchen flugvallar, heimflug á flugi:

FI 533  16JUN  MUCKEF   1405 1600