Pistlar

Valencia márísk menning og matur

Nýlega sendum við út könnun á póstlista Fararsniðs.  Útgangspunkturinn var: Hvers konar ferðalag og hvaða dægradvöl heillar þennan hóp? Nú liggja niðurstöðurnar fyrir.  Þakkir til þeirra sem tóku þátt í könnuninni og sendu inn sitt álit.  Margt áhugavert kom fram, en flest bendir þó til að við séum á réttri leið.

1) Finnst þér mikilvægt að ferðir séu uppbyggðar þannig:

Hér fyrir neðan eru niðurstöður sem sýna eindregna afstöðu og gaman að leyfa ykkur að skoða þær.  Rúm 66% segja upplifunina mun mikilvægari en yfirferðina og allir sem svöruðu vildu fá Lesa áfram „Valencia márísk menning og matur“

Kyrrðarvika, en allir á faraldsfæti

Nú, í kyrrðarvikunni er kannski ekki úr vegi að hugleiða merkingu hennar í trúarbrögðum margra þjóða. Páskar eru mun eldri hátíð, orðið komið úr hebresku og merkir að “fara hjá”.  Hjá Gyðingum eru Páskar stærsta hátíð kirkjuársins.

Guðspjöllin, sönn eða samin

Guðspjöllin fjalla ítarlega um þessa daga vegna píslargöngu Krists.  Þau eru reyndar öll skrifuð 50 – 150 árum eftir atburðina og þó þau, sem mest er haldið að okkur, séu kennd við Markús, Mattheus, Lúkas og Jóhannes, þá er augljóst að þau eru ekki rituð af þeim ágætu mönnum. Lesa áfram „Kyrrðarvika, en allir á faraldsfæti“

“Sá sem fer langt, sér minna”

Lao Tse var uppi á 6. öld fyrir Kristsburð.  Hann var umsjónarmaður bókasafns meginhluta ævinnar, í heimabæ sínum í Kína.  Hann yfirgaf land sitt á efri árum og í þeirri “óvissuferð” sinni ritaði hann bók, sem fengið hefur titilinn “Bókin um veginn”.  Þar er meðal annars að finna yfirskrift þessa pistils.

Afskaplega hefur hraði nútímans fleygt okkur langt frá þessari hugsun.

Ég fór gangandi út á Skálanes við Seyðisfjörð í fyrrasumar og þar Lesa áfram „“Sá sem fer langt, sér minna”“

Upplifun – ofnotað orð?

Fyrir ein jólin tók Bragi Valdimar, Baggalútur sig til og eyddi orðinu “upplifun” úr málinu okkar, sem ofnotuðu orði.   Þetta var auðvitað í einum af íslensku þáttunum Brynju Þorgeirsdóttur og hans,  Orðbragði. Það var alveg sérstök “upplifun” að sjá þetta góða orð hverfa í tætarann hjá honum.

Sem ferðaskipuleggjandi hef ég Lesa áfram „Upplifun – ofnotað orð?“

Þarf biðtími að vera glataður tími?

Í haust endaði ég fyrsta pistil um ferðahegðun, með Hollywood slangri og tengdi það vísun í Fóstbræðrasögu.  Hér er önnur tilvitnun að gamni, sem segir að eitthvað spennandi sé framundan.

Egill Jónasson, frá Húsavík var ömmubróðir Jónasar Friðriks, textaskálds.  Egill vann hjá Kaupfélagi Húsavíkur og eitt sinn kom vinnumaður utan af Tjörnesi með miða frá húsfreyju sinni Lesa áfram „Þarf biðtími að vera glataður tími?“

“…. þar sem voru bara heimamenn, engir túristar.”

Hversu oft höfum við sagt þannig frá og heyrt aðra segja frá t.d. veitingastað, sem þau höfðu snætt á, þar sem eingöngu voru heimamenn.  Það er svo skemmtileg þversögn í því hjá okkur að vilja vera í öðru landi, en vilja ekki vera kölluð túristar eins og allir hinir. Ég á létt með að skilja þetta út frá því sem ég hef oft nefnt í þessum pistlum mínum, að Íslendingar eru betri Lesa áfram „“…. þar sem voru bara heimamenn, engir túristar.”“