Pistlar

17 ára til Ameríku

Afastrákurinn minn og nafni er að leggja upp í „heimsreisu“ í byrjun desember, 20 ára gamall.  Á stuttri æfi sinni hefur hann margsinnis farið til útlanda, með ættingjum og vinum.  Nú verða bara fimm jafnaldrar á ferð, um Afríku, Mið-Austurlönd og Asíu.  Ég fór 17 ára gamall til Ameríku og hafði þá aldrei til útlanda komið.  Fyrir fjórum árum skrifaði ég fimm pistla ferðasögu, sem mig langar að birta aftur að gamni mínu.

Lesa áfram „17 ára til Ameríku“

Tilraun með Torino

Það var með nokkrum spenningi sem maður tók á móti fyrsta hópnum okkar til Torino í ágústlok sl.   Sjálf erum við heilluð af borginni og rúmlega 20 manns höfðu treyst á orð okkar, um að hún væri vel þess virði að heimsækja.  En hvað skyldi þeim nú finnast eftir allt?Löns á Turin Palace

Við höfðum valið hótel af kostgæfni, allt nýlega tekið í gegn, fyrir utan þau herbergi sem eru friðuð og aðeins má breyta að litlu leyti.  Hótelið er vel staðsett gagnvart miðborg, verslunum og kaffihúsum. Lesa áfram „Tilraun með Torino“

AIDA – sagan, óperan, uppfærslan

Ég ímynda mér alltaf að allir þekki „Sigurmarsinn úr Aidu“.  Jafnvel á meðan ég taldi ekkert geta flokkast undir tónlist annað en lög Bítlanna, þá þekkti ég Sigurmarsinn úr Aidu, líka Sverðdansinn, Für Elise og Toccötu og fugu í d-moll.  Auðvitað er það fásinna að telja að allir aðrir hafi sama áhugasvið og maður sjálfur. Lesa áfram „AIDA – sagan, óperan, uppfærslan“

Veislur í Valencia

Það hefur dregist alltof lengi að deila með ykkur frásögn af Menningarferðinni til Valencia í maí síðastliðnum.  Útskriftarnemar úr Kvennó vorið 1968 héldu upp á 50 ára útskrift með þessari ferð, ásamt fleira góðu fólki.

Það kom í ljós að nánast enginn hafði komið til þessarar merku borgar fyrr og þá aðeins á eigin vegum og hvorugur hafði fundið sig í því að skoða borgina markvisst.  Skoðunarferðin fyrsta morguninn var því hrein opinberun fyrir alla, hvað varðaði sögu og fegurð Valencia.  Lesa áfram „Veislur í Valencia“