Pistlar

Uppskriftin að ferðum Fararsniðs

Við fáum oft að heyra hrós fyrir uppleggið að ferðum okkar.  Það hefur líka tekið mörg ár að þróa hugmyndina, auka eða minnka dagskrána, allt eftir því hvaða viðbrögð við fáum frá farþegunum.  Aldur og geta farþega okkar er auðvitað misjafn og því aðlögum við jafnvel ferðina á staðnum, beinlínis að þörfum hópsins. Lesa áfram “Uppskriftin að ferðum Fararsniðs”

Vín og velgjörðir

Það var 10 manna hópur, systkina og maka, sem fól okkur að skipuleggja vínuppskeruferð fyrir sig í fyrra og höfðum við frjálsar hendur með val á vínsvæðum.

Að sjálfsögðu þekkjum við best til þessara mála á Norður-Ítalíu.  Niðurstaðan varð því Valpolicalla og Soave.  Eitthvert frægasta svæði ítalskra rauðvína, Valpolicella og þekktasta hvítvínshérað Ítalíu, Soave, bæði í Veneto, eða nærri Garda. Lesa áfram “Vín og velgjörðir”

Kominn tími fyrir Tórínó

Enn hefur hún hikstað gamla ritvélin við pistlaskrifin.  Verður þó fremur að kenna um önnum í útlöndum með hópa, en ekki síður veislustjórn á 5 ára afmæli Kótilettukvöldanna á Blönduósi, með tilheyrandi yrkingum og æfingum.  Allt er það nú frá og ekkert sem þarf að trufla pistlaskrif frekar á þessu ári. Lesa áfram “Kominn tími fyrir Tórínó”

Vordagar í Valencia – Ferðasaga

Það var notalegt að koma aftur til Valenciaborgar, 3. maí síðastliðinn.  Ferðin okkar var hugsuð frá fös. – fös.  Norwegian flugfélagið tók upp á því að breyta flugtímum á föstudagsfluginu sínu, en ekki aðra daga, ferðin hófst því á næturflugi til Alicante. Lesa áfram “Vordagar í Valencia – Ferðasaga”

Þar sem enginn þekkir mann….

Yfirskriftin er einmitt þversögn við pistilinn sem hér fylgir á eftir og svo sem vísnafróðir vita, fjallar framhald stökunnar um tækifæri til ýmisskonar hrekkja, af hálfu þess sem þar talar.  Hitt er staðreynd, að þegar maður skráir sig í gönguferð, með fámennum hópi þá líða vart meir en einn til tveir dagar þar til allir þekkja mann.

Lesa áfram “Þar sem enginn þekkir mann….”

Þú getur skráð þig á forgangslista!

Ferðadagskrá á aldrei að vera endanleg, óumbreytanleg.  Það er bara þannig að alltaf finnst eitthvað nýtt, sem farþegum okkar gæti þótt áhugavert.  Stundum eru það farþegarnir sjálfir sem detta niður á eitthvað, stundum innlendi leiðsögumaðurinn, sem veit um eitthvað spennandi, sem ekki er í öllum “túristabókunum”. Lesa áfram “Þú getur skráð þig á forgangslista!”

Sælkeragöngur, frábær hugmynd

Þegar allar ferðir okkar fyrir þetta ferðaár höfðu selst upp tók pistlahöfundur sér frí frá ritstörfum.  Eftir það tók við ritstífla, sem hrellt hefur margan góðan skríbentinn. Nú verður bætt úr og nokkrum orðum farið um framtíðarplön og verkefni.

Okkur þykir það benda til þess að ferðirnar okkar vekji forvitni, jafnvel hrifningu, þegar  þær seljist upp svo fljótt sem raunin er. Um áramótin voru allar ferðir uppseldar, nema Valencia sem seldist upp í febrúar. 

Lesa áfram “Sælkeragöngur, frábær hugmynd”

Stiklur frá Valencia

Hér koma nokkur myndbrot sem urðu til í undirbúningsferð okkar til Valencía.

Nokkrar áherslubreytingar urðu á ferðadagskránni fyrir Valencia 3.-10. maí, því að við verðum nú á hóteli sem er steinsnar frá Túríagarðinum.  Þess vegna hönnuðum við alveg nýja Tapasgöngu með fjölbreyttum veitingastöðum.

Ráðhústorgið

Þeir Helgi Þór og Tom voru á ferðinni á Ayuntamiento-torginu (Ráðhústorgið). Lesa áfram “Stiklur frá Valencia”

Þorraþræll í Valencia (myndskreytt kvæði)

Við hjónin erum stödd hér í Valenciu-borg, að aðlaga ferðadagskrá vorferðarinnar lítillega. Nú verðum við á öðru hóteli en áður, sem er afskaplega vel staðsett í miðri borginn, steinsnar frá Túría-garðinum.

Með okkur á myndinn er sonur okkar, Helgi Þór, sem líka er staddur hér í stuttri vetrardvöl að Lesa áfram “Þorraþræll í Valencia (myndskreytt kvæði)”

Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – seinni hluti

Í síðasta pistli fór ég á hundavaði yfir þróun litlu konungsríkjanna á Iberíuskaganum, sem Isabella og Ferdinant (titilmynd) hugðust sameina í eitt konungsríki.  Hvorugt þeirra vildi þó láta af konunglegri eða drottninglegri tign í heimaríkjum sínum, Castilíu og Aragon.  Það varð því ekki af eiginlegri sameiningu fyrr en í tíð Karls sonar þeirra og þó varla það.

Lesa áfram “Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – seinni hluti”

Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – fyrri hluti

Nú er gaman að setjast við pistlaskrif, því þessi pistill verður að mestu helgaður sögu Valenciaborgar og héraðsins í kring.  Ekki leiðist mér að fjalla um það svæði og þylja upp dásemdir þess og sögu, að því leiti sem ég kann að segja þar frá. Lesa áfram “Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – fyrri hluti”

Ferðir Fararsniðs hitta í mark

Það er gaman frá því að segja að nú um áramótin eru ferðir Fararsniðs 2019 meira og minna uppbókaðar. Íslendingar eru líka sífellt að taka betur við sér þegar kemur að því að bóka utanlandsferðir í tæka tíð. Allmargir hafa líka sent okkur póst og óskað eftir að vera á biðlista í þessa eða hina ferðina, ef eitthvað skyldi nú detta út. Lesa áfram “Ferðir Fararsniðs hitta í mark”

17 ára til Ameríku, ég missti ekki kjarkinn

Þetta er loka pistillinn um árið mitt á Ameríku, þegar ég fór út sem “semi-töffari” frá Blönduósi og kom til baka með reynslu sem ég var í mörg ár að sækja mér eldivið úr, hafði aukið mér víðsýni og sjálfstæði, sem ég hefði aldrei getað öðlast á dráttarvélargröfu norður í Húnavatnssýslu og hefst nú lesturinn.

Oft þegar ég rifja upp árið mitt í Ameríku verður mér hugsað til kvöldsins sem ég þurfti að standa fyrir mínu, aleinn í annarri heimsálfu, pabbi og mamma, eins og oft var vitnað til, 3.000 km. í burtu.  Eftir á að hyggja finnst mér margt í textum og orðum Bítlanna hvetja unglinga til að trúa á sjálfa sig. Lesa áfram “17 ára til Ameríku, ég missti ekki kjarkinn”

17 ára til Ameríku – gamlárskvöld, botninum náð

Þegar ég sat við á haustdögum 2014 og rifjaði upp ferðina mína til Bandaríkjanna haustið 1967, í fjórum áföngum var ég orðinn mettur af ritþörf, eftir að hafa lokið jólapistlinum.  Ég birti hann í janúar 2015 og var eiginlega ekki í stuði til að rifja upp Gamlárskvöld svo dæmi sé tekið. Lesa áfram “17 ára til Ameríku – gamlárskvöld, botninum náð”

17 ára til Ameríku, ekki heima á jólunum

Fyrstu jólin að heiman

17 ára gamall var ég nógu mikið barn til að hafa ekkert hugsað út í það, hvernig það væri að vera ekki heima á jólunum.  Þorláksmessa fór til dæmis algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá Ameríkönunum, bæði í skólanum og hjá fjölskyldunni.  Á Blönduósi höfðum við pabbi farið saman í fjárhúsin á Þorláksmessu og gefið bæði blæsmum og hrútum þá jólagjöf að svala kynlífsfýsn sinni, það voru hátíðlegar stundir.

Lesa áfram “17 ára til Ameríku, ekki heima á jólunum”

17 ára til Ameríku, sofnaði í lestíma

Ford Falcon Station

Aftur kvöddumst við félagarnir úr TWA fluginu og nú þrammaði ég með fjölskyldunni út á bílastæði sem ég sá strax að var mörgum sinnum stærra heldur en samanlögð bílastæðin við kaupfélagið og félagsheimilið á Blönduósi.  Rauður Ford Falcon skutbíll var fjölskyldubíllinn, blessunarlega með… Lesa áfram “17 ára til Ameríku, sofnaði í lestíma”

17 ára til Ameríku – annar kafli

Hér held ég áfram að birta fyrstu ferðapistlana mína frá 2014.

Það var talsverður viðbúnaður á heimili foreldra minna þegar drengurinn var að leggja upp í hina löngu ferð og löngu dvöl í hinni stóru Ameríku.  Ég hafði alltaf gefið það út að ég ætlaði ekkert að ákveða það, þar og þá, hvenær ég snéri aftur heim, sá alltaf fyrir mér að ný æfintýri biðu mín á hverju horni. Lesa áfram “17 ára til Ameríku – annar kafli”