Pistlar

Eitt eilífðar smáblóm

Ég veit sennilega engan stað hér á landi sem mér þykir notalegra að gleyma amstri dagsins, en bústaðurinn okkar við Álftavatn.  Þið sem eigið svona afdrep þekkið þessa tilfinningu, þegar maður er loks búinn að hella sér í að bera á pallinn og kannski verstu hliðina líka.

 Þá sest maður sólarmegin á pallinn, með gott kaffi og fylgist með hrossagauknum, sem maður kannski sér ekki, en heyrir.  Bera hæð og þéttleika á kjarrinu saman við sumarið í fyrra og nöldra svolítið út af nágrannanum, sem ekki hefur málað hurðar og gluggakarma síðan í hitteðfyrra.

 Þetta er dásamleg stund. Lesa áfram „Eitt eilífðar smáblóm“

Tíminn fer ekki – hann kemur

„Eitt sinn fór ég yfir Rín“ er upphaf miðaldakvæðis og bendir til þess að höfundi hafi þótt í frásögur færandi að hann hafi farið yfir Rín.  Ég átti föðurbróður sem varð rúmlega 80 ára.  Hann  bjó alla sína æfi á fæðingarjörð sinni og fór einu sinni til Akureyrar.  Hann hafði frá mörgu að segja þegar hann kom til baka.  Titillinn á ekki við um framhaldið nema að því leyti að öllum þykir gaman að segja frá ferðurm sínum og afrekum.

“Action tourism”

Þetta eru stundum kallaðar virkniferðir og var um tíma mest vaxandi grein ferðaiðnaðarins.  Dæmi um virkniferðir eru: Lesa áfram „Tíminn fer ekki – hann kemur“

„Slow Travel“ – hvað er það?

Að gamni mínu hef ég sett saman bækling með atriðum sem falla að þessari hugmyndafræði “Slow Travel”. Sláðu inn nafn og netfang og þá færðu bæklinginn sendan.

“Slow Travel”, er hugtak sem hefur á síðustu misserum verið að ryðja sér til rúms í ferðaheiminum.  Það er skylt hugmyndunum Slow Food og Slow Fashion.

Ef hugtakið er þýtt beint, mætti tala um hægferðir.  En “slow travel” snýst ekki bara um hraða, heldur hugarástand og upplifun.  Þess vegna tölum við um velferðir. Lesa áfram „„Slow Travel“ – hvað er það?“

Ferðamennska og náttúra

Kannski er ekkert land í Evrópu, þar sem óskipulögð ferðamennska er jafn stórt umhverfismál og landið okkar.  Auðvitað er stunduð ferðamennska á ýmsum viðkvæmum svæðum t.d. í Alpafjöllum, en þar ríkir skipulag og ferðamönnum er stýrt eftir ákveðnum stígum, burt frá viðkvæmustu blettunum.  Mig langar að hugleiða með ykkur nokkur atriði í sambandi við þessa staðreynd. Lesa áfram „Ferðamennska og náttúra“

“Þar sem ég má næðis njóta”

Þó fyrirsögnin sé sótt í Davíðssálm nr. 23 er ekki ætlunin að fjalla um biblíulegt efni. Þessi grein á að fjalla um ferðalög í útlöndum, þar sem við getum verið í hæfilega þægilegri dagskrá flesta daga.  Líka verið á eigin vegum þess á milli.  Mig langar að setja á blað hugleiðingar mínar um þess konar ferðamennsku, sem ég aðhyllist því meir sem ég starfa lengur við geirann.

Þegar ég hóf starf sem fararstjóri í Algarve í Portugal sumarið 1987 var aðeins boðið up á þriggja vikna ferðir, í leiguflugi. Lesa áfram „“Þar sem ég má næðis njóta”“