Ferðadagskrá – Vínuppskeruferð til Soave

Ferðadagskrá 06. – 14. október 2019

Sunnudagur 06. október
Flogið með Icelandair til Munchen. ​
Rúta bíður okkar og við ökum af stað til Innsbruck í Týról.  Á leiðinni stoppum við í hinum fallega bæ Garmisch, til að slíta sundur aksturinn.
Kl. 18:00 innskráning á hótel í Innsbruck, frjáls tími á eftir.
Kl. 20:00 ríkulegur kvöldverður á hótelinu, innifalinn í verði.

Mánudagur  07. oktober
Morgunverður á hóteli og morguninn frjáls.
Kl. 13:00 ekið af stað í gististaðinn okkar í Valpolicella, með einu stoppi á leiðinni fyrir hressingu og WC..
Kl. 17:30 komið til Villa de Winckles, þar sem við gistum næstu sex nætur m/morgunverði
Kl. 20:00 kvöldverður á Villa de Winckles, innifalinn í verði.

Þriðjudagur 08. Október
Morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 dagsferð  til Verona. Skoðunarferð um borgina bæði í bíl og fótgangandi.

Kl. 13:00 glæsilegur hádegisverður með borðvíni og vatni, í höll við elsta torg borgarinnar, INNIFALINN Í VERÐI.
Frjáls tími.
Kl. 18:00 ekið til baka á gististað
Kvöldverður á eigin vegum.

Miðvikudagur 09. Október
Kl. 09:00 morgunverður á hóteli:
Kl. 10:00 við göngum í átt að vínekrunum og á meðan er okkur sagðir staðreyndir um
vínræktina, jarðveginn, veðurfarið, mismunandi þrúgur og svo sjálfa uppskeruna.
Kl. 11:00 komið í: TENUTA CHICCHERI kjallarann. ​http://www.tenutachiccheri.it/
Kl. 12:00 vínsmökkun, fjórar tegundir, ein þeirra Amarone og léttar veitingar með.
Kl. 14:30 rúta sækir okkur og við ökum til ólívubónda og fáum að smakka framleiðslu
hans, t.d. mismuninn á jómfrúarolíu og “undanrennunni”.
Kl. 16:00 rútan flytur okkur aftur í gististað.
Kl. 19:30 glæsikvöldverður með borðvínum og vatni í Villa de Winckles, ​INNIFALINN Í VERÐI.

Fimmtudagur 10. Október
Kl. 09:00 morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 rúta sækir okkur og ekur okkur á göngusvæðið okkar. Þetta er létt ganga
sem allir eiga að geta verið með í – 2.0 – 2.5 kl.st.
Kl. 13:00 nú kíkjum við á ostabónda og smökkum afurðirnar – léttar veitingar.
Kl. 14:30 rúta sækir okkur og flytur okkur á gististað
Kl. 16:30 matreiðslunámskeið á VILLA DE WINCKLES.
Kl. 19:30 fordrykkur og svo verður kvöldverðurinn réttirnir sem við höfum eldað.

Föstudagur 11. Október
Kl. 07:00 morgunverður á hóteli.
Kl. 08:00 DAGSFERÐ TIL FENEYJA.                                                                                                    Kl. 09:30 erum við komin á rútustöðina í Feneyjum og nýtum okkur WC.                                Kl. 10:00 göngum að Piazzale Roma og áfram niður í bæ.  Sú ganga verður að skoðunarferð um söguslóðir og eftir það er dagurinn frjáls.                                                   Kl. 15:00 söfnumst við saman við súlurnar tvær á Markúsartorgi og göngum saman að bryggjunni þar sem bátur bíður okkar og flytur okkur upp á rútustöð.
Kl. 16:00 rútan flytur okkur í vínkjallara dagsins, þar sem við smökkum og snæðum.          Kl. 19:00 rútan flytur okkur heim á hótel.

Laugardagur 12. Október
Kl. 09:00 morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 rúta flytur okkur til LUGANA vínsvæðisins.
Kl. 11:00 heimsókn í ​Monte Cicogna ​vínkjallarann ​https://www.montecicogna.it/  Við skoðum kjallarann og smökkum vínin þeirra og þyggjum veitingar með.
Kl. 14:00 rútan flytur okkur til Sirmione, þar sem við stöldrum við í nokkurn tíma.
Kl. 17:00 við tökum ferjuna yfir til Bardolino, frjáls tími í bænum.
Kl. 18:30 röltum við á okkar uppáhalds veitingastað í Bardolino.
Kl. 19:00 kvöldverður á stað með víni og vatni, þar sem manni finnst maður einn af fjölskyldunni, ​INNIFALINN Í VERÐI.

Sunnudagur 13. Október
Kl. 08:00 morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga.
Kl. 10:00 haldið af stað til Trento.
Kl. 11:30 Komið á hótelið okkar í Trento, Villa Madruzzo.  Töskum komið fyrir á hóteli, en ekki innskráning.                                                                                                                          Kl. 12:00 smárúta flytur okkur heimsókn í vínkjallara nærri Trento, léttar veitingar með smakki.
Kl. 14:30 Innskráning á hótel í Trento og frjáls tími í bænum fram að kvöldverði
kl. 20:00 kvöldverður á hóteli – innifalinn í verði.

Mánudagur 14. Október
Kl. 06:00 morgunverður og brottskráning.
Kl. 07:00 ekið af stað til Munchenflugvallar í veg fyrir heimflug.