19. – 29. júní 2019
FERÐADAGSKRÁ TOSKANA
DAGUR 1
Flogið til Milano. Ekið rakleiðis á hótel nærri flugvelli þar sem gist er í eina nótt m/morgunverði.
DAGUR 2
Kl. 07:30 morgunverður á hóteli.
Kl. 08:00 ekið af stað til bæjarins Montecatini Terme, í Toscana. Innskráning á Grand Hotel Vittoria í 9 nætur með morgunverði. Hótelið stendur við friðsæla götu nærri miðbænum.
Kl. 15:00 Gönguferð um þennan vinalega og fallega bæ, Montecatini Terme. Gengið niður á kirkjutorg og áfram niður að lestarstöðinni, framhjá Kaupfélaginu og eftir verslunagötunni, með veitingahúsum og kaffihúsum og svo höldum við áfram upp í markaðsgötuna. Þaðan snúum við til baka heim á hótel.
16:30 Frjáls tími það sem eftir er dags.
Kl. 19:30 Kvöldverður á hóteli, innifalið.
DAGUR 3
Morgunverður á hóteli.
Morguninn frjáls.
Kl. 13:30 gengið niður að lestarsöð.
Kl. 14:01 tökum við lestina til Lucca (Lukkubæjar, eins og íslenskir pílagrímar nefndu bæinn).
Kl. 14:29 komið til Lucca og gönguferð um bæinn, m.a. um gömlu borgarmúrana, sem enn standa.
Frjáls tími að gönguferð lokinni.
Kl. 19:00 Rúta sækir okkur að einu aðalhliði borgarinnar “Porta San Pietro” og við höldum út fyrir bæinn og snæðum kvöldverð á Micelinstað. Hér munu margir vilja hafa með sér föt til skiptanna fyrir kvöldverðinn. Eftir kvöldverð er rúta heim á hótel.
DAGUR 4
Morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 gönguferð um hæðirnar upp frá bænum Pescia, norður af Montecatini Terme. Við finnum okkur stað til að snæða nesti og svo göngum við til baka í veg fyrir rútuna sem flytur okkur heim á hótel.
Kl. 18:00 fyrirlestur um ítölsk vínhéruð og helstu vín hvers héraðs, léttar veitingar á eftir.
DAGUR 5
Morgunverður á hóteli.
Frjáls dagur.
Kvöldverður á fallegum stað í bænum Monte Carlo.
DAGUR 6
Morgunverður á hóteli.
Kl. 08:57 – lestin tekin til Flórens.
Kl. 09:50 innlendur leiðsögumaður tekur á móti okkur, á lestarstöðinni. Þaðan göngum við í bæinn og upplifum sögu borgarinnar og fegurð, sem er engri annarri lík.
Hádegisverður á eigin vegum.
Kl. 17:00 lestin tekin til baka til Montecatini. Kvöldverður á eigin vegum
DAGUR 7
Morgunverður á hóteli
Kl. 08:15 höldum við með rútu til litla bæjarins Pistoia, stundum kallaður gróðurhús Toscana.
Kl. 09:00 Rútan skilar okkur upp í fjallabæinn Collina og eftir stutt kaffistopp göngum við gamla pílagrímaleið niður til bæjarins Spedoletto. Leiðin grítt og göngustafir væru til bóta.
Kl. 12:00 flytur rúta okkur síðasta spölinn til Pistoia.
Kl. 12:30 snæðum við hádegisverð á: “Voronoi dell´Ortaggio” nærri aðaltorginu “Piazza della Sala” (innifalin í verði) og svo röltum við undir leiðsögn um þessa litlu perlu, sem alltof margir sleppa. Rúta heim á hótel um eftirmiðdaginn.
Kvöldverður á eigin vegum.
DAGUR 8
Morgunverður á hóteli.
FRJÁLS DAGUR.
19:00 Við röltum upp í Tettuccio Spa og fáum okkur létta hressingu fyrir tónleika kvöldsins.
21:15 Klassískir tónleikar á ótrúlegum stað.
DAGUR 9
Morgunverður á hóteli
Kl. 08:40 – rúta flytur hópinn til fæðingabæjar Leonardo da Vincis.
Kl. 09:30 hér stöndum við hjá fæðingarheimili Leonardo da Vinci “Pinetina della Doccia”. Þaðan er léttur göngutúr um hæðirnar í kring, sem endar á Leonardosafni, er geymir fyrst og fremst ýmis verkfræðiafrek hans.
Kl. 12:30 heimsækjum við ólívuolíubónda og smökkum á framleiðslunni.
Kl. 14:00 bóndinn kvaddur. Rúta til baka heim á hótel.
Heimsókn í fæðingarheimili Leonardo da Vinci
DAGUR 10
Morgunverður á hóteli. Dagurinn frjáls.
Kl. 19:30 röltum við upp að kláfnum til Montecatini Alto og sameinumst í kvöldverði á veitingastaðnum La Torre.
Kláfurinn gengur til kl. 23:30 og hverjum er í sjálfsvald sett hvenær hann heldur niður með kláfnum að kvöldverði loknum
DAGUR 11
Kl. 09:00 morgunverður á hóteli, brottskráning og uppgjör reikninga
Kl. 10:00 haldið af stað til Pisa
Kl. 11:00 komið að skakka turninum.
Kl. 12:00 haldið af stað til Mílanóflugvallar. Stoppað á leiðinni fyrir hressingu og WC.
Kl. 18:00 innskráning í heimflug: FI593
Innifalið:
- Sælkeramáltíðir á sérvöldum veitingastöðum í fallegu umhverfi.
- Þrisvar kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum
- “Pikk nikk”, hádegisverður og veitingar fyrir tónleika
- Flug og skattar með Icelandair til og frá Milanó
- Gisting í 10 nætur á **** hóteli m/morgunverði og einum kvöldverði
- Rúta og lestarmiðar samkvæmt ferðadagskrá
- Aðgangseyrir að tónleikum, da Vinci safni, ólívu safni og vínkynning.
- Gistinátta og borgaskattur fyrir dvölina
- Innlendir leiðsögumenn þar sem þess er krafist og íslensk fararstjórn
Er einhverjum spurningum ósvarað? Sendu okkur fyrirspurn hér: