Ferðadagskrá Torino – Sælkeraganga

26. ágúst – 2. september 2019

DAGUR 1

Kl. 13:50 flogið til Malpensaflugvallar í Milano
Kl. 20:40 ekið af stað til Torino
Kl. 22:30 innskráning á **** hótel í miðborginni.

DAGUR 2

Kl. 08:00 morgunverður á hóteli
Kl. 09:30 gönguferð um gömlu borgina.  Komið á helstu torgin, aðal verslunargöturnar og veitingahúsahverfið.
Kl. 13:00 Hádegisverður í þakgarði hótelsins við hliðina á okkar hóteli, innifalinn í verði – frjáls tími á eftir.

DAGUR 3

Kl. 08:00 morgunverður á hóteli

Kl. 09:00 dagsferð til stórborgarinnar Milano.  Við hittum leiðsögumanninn okkar við klaustrið, fáum miðana okkar og losum okkur við bakpoka, ef einhverjir eru

Kl. 11:00  Síðasta kvöldmáltíð da Vincis er til sýnis í Santa Maria delle Grazie klaustrinu.  Hana skoðum við, nokkuð sem við munum aldrei gleyma.

Þaðan göngum við að Sforza kastalanum og að dómkirkjutorginu, áfram gegnum eina fyrstu yfirbyggðu verslunargötu Evrópu, Galeria og komum á Scalatorgið, þar lýkurskoðunarferðinni ca. 2,5 kl.st.

Svo er frjáls tími í borginni.

Kl. 17:00 rúta til baka til Torino.

DAGUR 4

Kl. 08:30 morgunverður á hóteli – FRJÁLS DAGUR

Kl. 20:00 Kvöldverður snæddur á rómuðum veitingastað í Torino, sem þekktur er fyrir rétti úr Piedmont héraðinu.

DAGUR 5 – FRJÁLS DAGUR

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli

Kl. 10:00 léttur göngutúr upp með Pó ánni.  Frjáls tími á eftir.

DAGUR 6

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 nú höldum við í vínsmökkunardag til Asti og Barolo héraðanna.
Kvöldverður í sveitinni, innifalinn.

DAGUR 7

Kl. 09:00 morgunverður á hóteli

FRJÁLS DAGUR.

Kl. 19:00 Lokakvöldverður á Ristorante Arcadia – innifalinn.

DAGUR 8

Ekið til Genf – heimflug.