Ferðadagskrá – Sælkeraganga við Gardavatn

19. ágúst – 26. ágúst 2019

DAGUR 1 – Mánudagur 19. ágúst
Flogið með Icelandair til Milano á flugi: FI 592  19AUG KEF MXP  1355 1940
Rúta bíður á flugvelli  og ekið rakleiðis á gististað.
Gist á: Hótel Poiano ****, við Gardavatn í sjö nætur m/morgunverði.

DAGUR 2 – Þriðjudagur 20 ágúst
Morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 létt gönguferð út frá hótelinu og komið á höfðann La Rocca sem gnæfir yfir bæinn Garda.
Kl. 13:00 endað í hádegisverði hjá húsfreyju í sveitinni innifalinn í verði og þaðan rölt aftur heim á hótel. Ganga ca 3 kl.st.

DAGUR 3 – Miðvikudagur 21. ágúst
Morgunverður á hóteli
Kl. 15:00 gengið með strönd Garda vatns alla leið til bæjarins Bardolino.   Friðsæl og falleg leið á jafnsléttu.
Kl. 18:00 komið til ólívukaupmanna, ýmsar vörur smakkaðar og verslað að vild.
Kl. 19:00 kvöldverður snæddur á fjölskyldustað sem frægur er fyrir persónulega þjónustu, þú ert eins og gestur fjölskyldunnar.
Kl. 22:00 rúta til baka heim á hótel.

DAGUR 4 – Fimmtudagur 22. ágúst
Morgunverður á hóteli.   FRJÁLS DAGUR Í GARDA.

DAGUR 5 – Föstudagur 23. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Kl. 08:30 gengið niður í bæ
Kl. 10:00 sigling á Garda.
Kl. 12:30 komið norður til Limone – þar er dvalið til kl. 16:00 – bátur tekinn yfir vatnið til Malcécine – gengið um nágrennið fyrir ofan.
Kl. 19:00 kvöldverður snæddur á glæsilegum stað við vatnið – innifalinn.
Kl. 22:00 rúta á hótel.

DAGUR 6 – Laugardagur 24. ágúst
Morgunverður á hóteli
Dagurinn er óskipulagður
Kl. 19:30 Lokakvöldverður á fallegum stað í sveitinni.  Rúta fram og til baka.

DAGUR 7 – Sunnudagur 25. ágúst
Morgunverður á hóteli
Kl. 13:00 dagsferð til Verona, ekið um áhugaverðustu hverfin, gengið um frægustu torg og stræti gömlu miðborgarinar.
Kl. 17:30 síðdegið er frjálst.
Kl. 19:00 Óperu-kvöldverður á glæsilegum stað í hjarta borgarinnar.
Kl. 21:00 Óperusýning í Arenunni – AIDA eftir Verdi.
Kl. 00:30 rúta heim á hótel.

DAGUR 8 – Mánudagur 26. ágúst
Morgunverður á hóteli.
Brottskráning og uppgjör reikninga.  Töskum komið í geymslu.
Kl. 16:00 ekið út á Malpensa flugvöll við Milanó í veg fyrir heimflug með.