31. júlí. NÝJAR UPPLÝSINGAR Í FERÐALÝSINGU.

NÝTT FYRIR 01. ÁGÚST OG 05. ÁGÚST, hér að neðan.
NÝTT VEGNA ARENUNNAR.
DAGUR 1 Föstudagur 30. júlí Flogið með Icelandair til Mílanó á flugi: FI 592 30. JUL KEF MXP 14:00 – 20:15 Við hjónin bíðum ykkar á flugvelli og saman ökum við án þess að stoppa, í gististað. Rétt er að nota WC í töskusal, meðan þeirra er beðið. CA 2.5 klst. akstur.
Gist á: Hótel Poiano ****, við Gardavatn í sjö nætur m/morgunverði. Vatn og ávextir verða á hótelherbergi við komu ykkar.
DAGUR 2 Laugardagur 31. júlí Morgunverður á hóteli.
Kl. 09:00 stuttur fundur með fararstjórum.
Kl. 09:30 gengið frá hótelinu niður í gamla bæinn í Garda og þaðan út að ferjuhöfn þar sem við kaupum miða fyrir siglingu dagsins.
Kl. 11:00 bátur tekinn yfir til Sirmione ca 40 mín sigling. Þar göngum við stuttan hring umhverfis höfðann og endum hjá Kastalanum í hjarta bæjarins. Kl. 15:17 tökum við bátinn til baka til Garda. Kvöldverður á eigin vegum.
DAGUR 3 Sunnudagur 01. ágúst Morgunverður á hóteli – morguninn frjáls.
Kl. 15:00 þeir sem þá eru staddir á hótelinu ganga saman niður á rútustöð, þar sem við hittum þá sem staddir voru í bænum. Þeir sem eru þegar komnir niður í bæ verði mættir á rútustöðina kl. 15:30. Saman göngum við svo með strönd Gardavatns til bæjarins Bardolino. Þetta er friðsæl og falleg leið á jafnsléttu, malbikaður göngustígur. Við tökum okkur gott stopp í Bardolino áður en haldið er áfram á veitingastaðinn – ganga dagsins er í heild ca 2.klst. Þeir sem ekki vilja ganga, taka leigubíl og hitta hina á veitingastaðnum.
Kl. 19:00 kvöldverður m/borðvíni, snæddur á fjölskyldustað sem frægur er fyrir alúðlega þjónustu. Innifalinn í verði.
Kl. 22:00 rúta til baka heim á hótel.
DAGUR 4 Mánudagur 02. ágúst Morgunverður á hóteli. FRJÁLS DAGUR Í GARDA.
DAGUR 5 Þriðjudagur 03. ágúst Morgunverður á hóteli.
Kl. 10:00 gengið upp brekkurnar fyrir ofan hótelið og komið á höfðann La Rocca sem gnæfir yfir bæinn Garda. Á þessari leið eru bæði langar brekkur og styttri. Hvergi er bratt fyrr en klöngrast er upp á sjálfan höfðann. Hér þarf góða skó og sjálfsagt að nota göngustafi ef þeir eru með í för.
Kl. 13:00 endað í hádegisverði hjá húsfreyju í sveitinni innifalinn í verði og þaðan rölt aftur heim á hótel. Ganga ca 3 klst.
Í ÖLLUM GÖNGUFERÐUM ÆTTI AÐ HAFA HÖFUÐFAT OG NÓG AF VATNI
DAGUR 6 Miðvikudagur 04. ágúst Morgunverður á hóteli.
Kl. 12:00 Hádegisverður á eigin vegum. (T.d. sundlaugarbarinn)
Kl. 13:30 dagsferð til Verona. Við göngum saman um frægustu torg og stræti gömlu miðborgarinar. Skoðunarferðin tekur ca. 1,5 til 2 tíma.
Kl. 16:00 síðdegið er frjálst.
Kl. 18:00 Óperu-kvöldverður í gamalli höll í hjarta borgarinnar – INNIFALINN.
Kl. 20:00 göngum við að Arenunni ca 15. mín.
Kl. 20:45 óperusýning í Arenunni, AIDA eftir Verdi – INNIFALIN.
Kl. 00:30 rúta heim á hótel.
GRÍMUSKYLDA ER Á MEÐAN Á SÝNINGU STENDUR.
VIÐ VILJUM ÁRÉTTA VIÐ YKKUR AÐ „ARENAN“ ER ÚTILEIKHÚS, HRINGLEIKAHÚS. VEÐURSPÁ GERIR RÁÐ FYRIR EINHVERRI ÚRKOMU Í DAG.
DAGUR 7 Fimmtudagur 05. ágúst
Morgunverður á hóteli
Kl. 09:30 skulu allir tilbúnir til að fara með hótelrútu niður í apotek til að taka hraðpróf vegna Covid
Dagurinn er óskipulagður. Þennan dag ætti fólk að nota til að fylla út skráningarform fyrir heimkomu til Íslands.
Kl. 19:15 rúta sækir okkur á hótelið.
Kl. 19:30 Lokakvöldverður á fallegum stað í sveitinni.
Kl. 22:00 Rúta til baka. Kl. 23:00. Hótelið óskar eftir að allir hafi lokið brottskráningu og uppgjöri reikninga fyrir kl. 23:00 þennan dag.
DAGUR 8 Föstudagur 06. ágúst
Morgunverður á hóteli
Kl. 10:00 ætlum við Gústa að vera í anddyrinu til aðstoðar ef einhverjir óska eftir við að fylla út þatta form: https://heimkoma.covid.is/skraning/ Þið skrollið niður þar til þið sjáið rauðgulan hnapp sem á stendur: „Staðfesting á farsíma“
Kl. 11:00 Töskum komið í geymslu. Kl. 16:00 ekið út á Malpensa flugvöll við Mílanó í veg fyrir heimflug með: FI593 06AUG KEF MXP 21:15 – 23:30
INNIFALIÐ:
- Flug með Icelandair til og frá Milano
- Skattar og lendingargjöld
- Töskur og handfarangur
- Rútuakstur frá og til flugvallar
- Allur annar rútuakstur samkvæmt þessari dagskrá
- Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í sjö nætur
- Morgunverður (heitt og kalt) í sjö daga
- Einn ríkulegur hádegisverður með vatni og borðvíni og kaffi á eftir
- Þrír glæsi-kvöldverðir á sérvöldum veitingastöðum, með vatni og borðvíni og kaffi á eftir
- Miðar á óperusýningu í Arenunni
- Allar skoðunar og gönguferðir sem nefndar eru í dagskrá
- Íslensk fararstjórn
- Innlendir leiðsögumenn
EKKI INNIFALIÐ:
- Ferjumiðar á Gardavatni
- Gistináttagjald