Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – fyrri hluti

Nú er gaman að setjast við pistlaskrif, því þessi pistill verður að mestu helgaður sögu Valenciaborgar og héraðsins í kring.  Ekki leiðist mér að fjalla um það svæði og þylja upp dásemdir þess og sögu, að því leiti sem ég kann að segja þar frá. Lesa áfram „Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – fyrri hluti“

Ferðir Fararsniðs hitta í mark

Það er gaman frá því að segja að nú um áramótin eru ferðir Fararsniðs 2019 meira og minna uppbókaðar. Íslendingar eru líka sífellt að taka betur við sér þegar kemur að því að bóka utanlandsferðir í tæka tíð. Allmargir hafa líka sent okkur póst og óskað eftir að vera á biðlista í þessa eða hina ferðina, ef eitthvað skyldi nú detta út. Lesa áfram „Ferðir Fararsniðs hitta í mark“

17 ára til Ameríku, ég missti ekki kjarkinn

Þetta er loka pistillinn um árið mitt á Ameríku, þegar ég fór út sem „semi-töffari“ frá Blönduósi og kom til baka með reynslu sem ég var í mörg ár að sækja mér eldivið úr, hafði aukið mér víðsýni og sjálfstæði, sem ég hefði aldrei getað öðlast á dráttarvélargröfu norður í Húnavatnssýslu og hefst nú lesturinn.

Oft þegar ég rifja upp árið mitt í Ameríku verður mér hugsað til kvöldsins sem ég þurfti að standa fyrir mínu, aleinn í annarri heimsálfu, pabbi og mamma, eins og oft var vitnað til, 3.000 km. í burtu.  Eftir á að hyggja finnst mér margt í textum og orðum Bítlanna hvetja unglinga til að trúa á sjálfa sig. Lesa áfram „17 ára til Ameríku, ég missti ekki kjarkinn“

17 ára til Ameríku – gamlárskvöld, botninum náð

Þegar ég sat við á haustdögum 2014 og rifjaði upp ferðina mína til Bandaríkjanna haustið 1967, í fjórum áföngum var ég orðinn mettur af ritþörf, eftir að hafa lokið jólapistlinum.  Ég birti hann í janúar 2015 og var eiginlega ekki í stuði til að rifja upp Gamlárskvöld svo dæmi sé tekið. Lesa áfram „17 ára til Ameríku – gamlárskvöld, botninum náð“

Menningarferðir í sölu 2019

Þessi pistill mun fjalla um þær ferðir sem laust er í næsta sumar og haust.  Toskanaferðin okkar 2019 var komin í sölu 03. ágúst og uppselt í hana þann 20. ágúst.  Eins fór með ferðina okkar til Torino 2019.  Óskað var eftir henni fyrir fjölmennan hóp og seldist hún upp innan þess klúbbs. Lesa áfram „Menningarferðir í sölu 2019“

In vino veritas

Það var ekkert lát á ánægjunni með næsta dag, frekar en hinn fyrri.  Aftur skyldi dagurinn hefjast á göngutúr og nú var haldið í þjóðgarð, ekki alltof langt frá gististaðnum okkar.  Þjóðgarðurinn er, ólíkt Þingvöllum, nokkuð þéttbyggður og smáþyrpingar skiptust á við sveitabæina. Lesa áfram „In vino veritas“

Vel heppnuð Vínuppskeruferð

Við vorum beðin um að skipuleggja vínuppskeruferð á einhvern þann stað sunnan Alpafjallanna, sem við teldum heppilegan.  Þau vínhéruð sem við þekkjum best til, frá umliðnum árum, eru Valpolicella og Soave, sem liggja hlið við hlið á Norður Ítalíu. Lesa áfram „Vel heppnuð Vínuppskeruferð“

Tilraun með Torino

Það var með nokkrum spenningi sem maður tók á móti fyrsta hópnum okkar til Torino í ágústlok 2018.   Sjálf erum við heilluð af borginni og rúmlega 20 manns höfðu treyst á orð okkar, um að hún væri vel þess virði að heimsækja.  En hvað skyldi þeim nú finnast eftir allt?Löns á Turin Palace

Við höfðum valið hótel af kostgæfni, allt nýlega tekið í gegn, fyrir utan þau herbergi sem eru friðuð og aðeins má breyta að litlu leyti.  Hótelið er vel staðsett gagnvart miðborg, verslunum og kaffihúsum. Lesa áfram „Tilraun með Torino“

AIDA – sagan, óperan, uppfærslan

Ég ímynda mér alltaf að allir þekki „Sigurmarsinn úr Aidu“.  Jafnvel á meðan ég taldi ekkert geta flokkast undir tónlist annað en lög Bítlanna, þá þekkti ég Sigurmarsinn úr Aidu, líka Sverðdansinn, Für Elise og Toccötu og fugu í d-moll.  Auðvitað er það fásinna að telja að allir aðrir hafi sama áhugasvið og maður sjálfur. Lesa áfram „AIDA – sagan, óperan, uppfærslan“

Góðir ferðafélagar í Garda

Er það ekki til marks um vel heppnaða ferðadagskrá, þegar manni finnst ennþá jafn gaman og í fyrstu ferðunum, fyrir 14 árum.  Óbreytt ferðagleði farþeganna og tilhlökkun fyrir næsta degi er líka nokkur staðfesting á að dagskráin sé áhugaverð. Lesa áfram „Góðir ferðafélagar í Garda“

Tölt um Toskana.

Pislaskrif sumarsins hafa nú setið að mestu á hakanum síðan um miðjan júní.  Ekki er um að kenna erfiðu heyskaparveðri eða misjöfnum gæftum á sjó, en miklu fremur fararstjórn á erlendri grund og afslöppun hér á landi þess á milli.  Nú skal bætt úr.

Lesa áfram „Tölt um Toskana.“

Veislur í Valencia

Það hefur dregist alltof lengi að deila með ykkur frásögn af Menningarferðinni til Valencia í maí síðastliðnum.  Útskriftarnemar úr Kvennó vorið 1968 héldu upp á 50 ára útskrift með þessari ferð, ásamt fleira góðu fólki.

Það kom í ljós að nánast enginn hafði komið til þessarar merku borgar fyrr og þá aðeins á eigin vegum og hvorugur hafði fundið sig í því að skoða borgina markvisst.  Skoðunarferðin fyrsta morguninn var því hrein opinberun fyrir alla, hvað varðaði sögu og fegurð Valencia.  Lesa áfram „Veislur í Valencia“

Ferðaframboð Fararsniðs 2019

Gaman er að segja frá því að allar þær ferðir sem við settum í sölu fyrir árið 2018 seldust upp með góðum fyrirvara.  Það er því engin ástæða til annars en að endurtaka þær allar á næsta ári.

Fyrsta ferðin okkar var til borgarinnar Valencia á Spáni og var hún ekki nema að nokkru leiti hugsuð sem sem gönguferð.  Þetta var nokkurskonar tilraunaferð og hafði ekki verið farin áður.  Þarna var auðvitað gengið um gömlu borgina, um leið og saga hennar og menning voru kynnt hópnum. Lesa áfram „Ferðaframboð Fararsniðs 2019“

Sókn í fræðslu – og sælkeradagar

Nú eru líkast til 10 ár frá því að kennarahópar fóru að leita til okkar með aðstoð við skólaheimsóknir í útlöndum.  Blessunarlega hefur tekist að uppfylla óskir allra fram til þessa, oftast á Ítalíu, en einnig Spáni og Finnlandi.  Í Ítalíuferðunum hefur einnig verið komið við í Innsbruck í Týról. Lesa áfram „Sókn í fræðslu – og sælkeradagar“

Leikföng tímans?

Þegar maður er að ferðast í útlöndum er eðlilegt að tíminn sér manni dýrmætur, svo dýrt sem það nú er að komast yfir hið breiða haf héðan frá Íslandi.  Það skiptir því öllu máli að ferðadagskrá, ef hún á annaðborð er fyrirhuguð, sé raunhæf tímalega, en líka þannig að vel sé farið með tímann. Lesa áfram „Leikföng tímans?“

Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?

Skyldi nú vera einhver skynsamleg hugsun að baki samsetningunni Sælkeragönguferð.  Er þetta kannski bara fikt sem á engan vegin saman, hvað með hinu og skilar engu í sarp minninganna?  Viðbrögð gesta okkar eru sem betur fer á annan veg, „skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í“ hefur heyrst.  „Ég ætla að koma aftur í svona ferð“.    Lesa áfram „Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?“

Kennsluráðstefnur og sýningar

Hér kemur annar pistill sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir augu leikskólakennara, grunnskólakennara og annars skólafólks

Education Show í Birmingham o.fl.

Nú höfum við heimsótt Education Show í Birmingham, fimmtán ár í röð.  Þátttakendur hafa verið frá 50 – 130 manns, þegar flest var.  Leikskólakennurum hefur fjölgað stórlega á undangengnum árum.  Sumir hafa Lesa áfram „Kennsluráðstefnur og sýningar“

Skólaheimsóknir til útlanda

Á næstunni ætla ég að skrifa nokkra pistla sem einkum eru ætlaðir kennurum eða bara öllum þeim sem áhuga hafa á skóla og uppeldismálum.

Hliðstæðir skólar heimsóttir í Suður-Evrópu

Grenivíkurskóli fór í sérlega skemmtilega ferð í fjallabæi vestan borgarinnar Valencia nú í vetur er leið.  Þar voru fjórir fámennisskólar heimsóttir.  Þetta var einkar áhugavert fyrir fámennan skóla úr Eyjafirði. Lesa áfram „Skólaheimsóknir til útlanda“