Menningarferðir í sölu 2019

Þessi pistill mun fjalla um þær ferðir sem laust er í næsta sumar og haust.  Toskanaferðin okkar 2019 var komin í sölu 03. ágúst og uppselt í hana þann 20. ágúst.  Eins fór með ferðina okkar til Torino 2019.  Óskað var eftir henni fyrir fjölmennan hóp og seldist hún upp innan þess klúbbs. Lesa áfram „Menningarferðir í sölu 2019“

Tilraun með Torino

Það var með nokkrum spenningi sem maður tók á móti fyrsta hópnum okkar til Torino í ágústlok sl.   Sjálf erum við heilluð af borginni og rúmlega 20 manns höfðu treyst á orð okkar, um að hún væri vel þess virði að heimsækja.  En hvað skyldi þeim nú finnast eftir allt?Löns á Turin Palace

Við höfðum valið hótel af kostgæfni, allt nýlega tekið í gegn, fyrir utan þau herbergi sem eru friðuð og aðeins má breyta að litlu leyti.  Hótelið er vel staðsett gagnvart miðborg, verslunum og kaffihúsum. Lesa áfram „Tilraun með Torino“

AIDA – sagan, óperan, uppfærslan

Ég ímynda mér alltaf að allir þekki „Sigurmarsinn úr Aidu“.  Jafnvel á meðan ég taldi ekkert geta flokkast undir tónlist annað en lög Bítlanna, þá þekkti ég Sigurmarsinn úr Aidu, líka Sverðdansinn, Für Elise og Toccötu og fugu í d-moll.  Auðvitað er það fásinna að telja að allir aðrir hafi sama áhugasvið og maður sjálfur. Lesa áfram „AIDA – sagan, óperan, uppfærslan“