AIDA – sagan, óperan, uppfærslan

Ég ímynda mér alltaf að allir þekki „Sigurmarsinn úr Aidu“.  Jafnvel á meðan ég taldi ekkert geta flokkast undir tónlist annað en lög Bítlanna, þá þekkti ég Sigurmarsinn úr Aidu, líka Sverðdansinn, Für Elise og Toccötu og fugu í d-moll.  Auðvitað er það fásinna að telja að allir aðrir hafi sama áhugasvið og maður sjálfur. Lesa áfram „AIDA – sagan, óperan, uppfærslan“

Veislur í Valencia

Það hefur dregist alltof lengi að deila með ykkur frásögn af Menningarferðinni til Valencia í maí síðastliðnum.  Útskriftarnemar úr Kvennó vorið 1968 héldu upp á 50 ára útskrift með þessari ferð, ásamt fleira góðu fólki.

Það kom í ljós að nánast enginn hafði komið til þessarar merku borgar fyrr og þá aðeins á eigin vegum og hvorugur hafði fundið sig í því að skoða borgina markvisst.  Skoðunarferðin fyrsta morguninn var því hrein opinberun fyrir alla, hvað varðaði sögu og fegurð Valencia.  Lesa áfram „Veislur í Valencia“

Ferðaframboð Fararsniðs 2019

Gaman er að segja frá því að allar þær ferðir sem við settum í sölu fyrir árið 2018 seldust upp með góðum fyrirvara.  Það er því engin ástæða til annars en að endurtaka þær allar á næsta ári.

Fyrsta ferðin okkar var til borgarinnar Valencia á Spáni og var hún ekki nema að nokkru leiti hugsuð sem sem gönguferð.  Þetta var nokkurskonar tilraunaferð og hafði ekki verið farin áður.  Þarna var auðvitað gengið um gömlu borgina, um leið og saga hennar og menning voru kynnt hópnum. Lesa áfram „Ferðaframboð Fararsniðs 2019“

Sókn í fræðslu – og sælkeradagar

Nú eru líkast til 10 ár frá því að kennarahópar fóru að leita til okkar með aðstoð við skólaheimsóknir í útlöndum.  Blessunarlega hefur tekist að uppfylla óskir allra fram til þessa, oftast á Ítalíu, en einnig Spáni og Finnlandi.  Í Ítalíuferðunum hefur einnig verið komið við í Innsbruck í Týról. Lesa áfram „Sókn í fræðslu – og sælkeradagar“

Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?

Skyldi nú vera einhver skynsamleg hugsun að baki samsetningunni Sælkeragönguferð.  Er þetta kannski bara fikt sem á engan vegin saman, hvað með hinu og skilar engu í sarp minninganna?  Viðbrögð gesta okkar eru sem betur fer á annan veg, „skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í“ hefur heyrst.  „Ég ætla að koma aftur í svona ferð“.    Lesa áfram „Hvað fleira en matur, vín og hreyfing?“

Kennsluráðstefnur og sýningar

Hér kemur annar pistill sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir augu leikskólakennara, grunnskólakennara og annars skólafólks

Education Show í Birmingham o.fl.

Nú höfum við heimsótt Education Show í Birmingham, fimmtán ár í röð.  Þátttakendur hafa verið frá 50 – 130 manns, þegar flest var.  Leikskólakennurum hefur fjölgað stórlega á undangengnum árum.  Sumir hafa Lesa áfram „Kennsluráðstefnur og sýningar“