Valencia márísk menning og matur

Nýlega sendum við út könnun á póstlista Fararsniðs.  Útgangspunkturinn var: Hvers konar ferðalag og hvaða dægradvöl heillar þennan hóp? Nú liggja niðurstöðurnar fyrir.  Þakkir til þeirra sem tóku þátt í könnuninni og sendu inn sitt álit.  Margt áhugavert kom fram, en flest bendir þó til að við séum á réttri leið.

1) Finnst þér mikilvægt að ferðir séu uppbyggðar þannig:

Hér fyrir neðan eru niðurstöður sem sýna eindregna afstöðu og gaman að leyfa ykkur að skoða þær.  Rúm 66% segja upplifunina mun mikilvægari en yfirferðina og allir sem svöruðu vildu fá Lesa áfram „Valencia márísk menning og matur“

Kyrrðarvika, en allir á faraldsfæti

Nú, í kyrrðarvikunni er kannski ekki úr vegi að hugleiða merkingu hennar í trúarbrögðum margra þjóða. Páskar eru mun eldri hátíð, orðið komið úr hebresku og merkir að “fara hjá”.  Hjá Gyðingum eru Páskar stærsta hátíð kirkjuársins.

Guðspjöllin, sönn eða samin

Guðspjöllin fjalla ítarlega um þessa daga vegna píslargöngu Krists.  Þau eru reyndar öll skrifuð 50 – 150 árum eftir atburðina og þó þau, sem mest er haldið að okkur, séu kennd við Markús, Mattheus, Lúkas og Jóhannes, þá er augljóst að þau eru ekki rituð af þeim ágætu mönnum. Lesa áfram „Kyrrðarvika, en allir á faraldsfæti“

“Sá sem fer langt, sér minna”

Lao Tse var uppi á 6. öld fyrir Kristsburð.  Hann var umsjónarmaður bókasafns meginhluta ævinnar, í heimabæ sínum í Kína.  Hann yfirgaf land sitt á efri árum og í þeirri “óvissuferð” sinni ritaði hann bók, sem fengið hefur titilinn “Bókin um veginn”.  Þar er meðal annars að finna yfirskrift þessa pistils.

Afskaplega hefur hraði nútímans fleygt okkur langt frá þessari hugsun.

Ég fór gangandi út á Skálanes við Seyðisfjörð í fyrrasumar og þar Lesa áfram „“Sá sem fer langt, sér minna”“

Upplifun – ofnotað orð?

Fyrir ein jólin tók Bragi Valdimar, Baggalútur sig til og eyddi orðinu “upplifun” úr málinu okkar, sem ofnotuðu orði.   Þetta var auðvitað í einum af íslensku þáttunum Brynju Þorgeirsdóttur og hans,  Orðbragði. Það var alveg sérstök “upplifun” að sjá þetta góða orð hverfa í tætarann hjá honum.

Sem ferðaskipuleggjandi hef ég Lesa áfram „Upplifun – ofnotað orð?“

Þarf biðtími að vera glataður tími?

Í haust endaði ég fyrsta pistil um ferðahegðun, með Hollywood slangri og tengdi það vísun í Fóstbræðrasögu.  Hér er önnur tilvitnun að gamni, sem segir að eitthvað spennandi sé framundan.

Egill Jónasson, frá Húsavík var ömmubróðir Jónasar Friðriks, textaskálds.  Egill vann hjá Kaupfélagi Húsavíkur og eitt sinn kom vinnumaður utan af Tjörnesi með miða frá húsfreyju sinni Lesa áfram „Þarf biðtími að vera glataður tími?“

“…. þar sem voru bara heimamenn, engir túristar.”

Hversu oft höfum við sagt þannig frá og heyrt aðra segja frá t.d. veitingastað, sem þau höfðu snætt á, þar sem eingöngu voru heimamenn.  Það er svo skemmtileg þversögn í því hjá okkur að vilja vera í öðru landi, en vilja ekki vera kölluð túristar eins og allir hinir. Ég á létt með að skilja þetta út frá því sem ég hef oft nefnt í þessum pistlum mínum, að Íslendingar eru betri Lesa áfram „“…. þar sem voru bara heimamenn, engir túristar.”“

Eitt eilífðar smáblóm

Ég veit sennilega engan stað hér á landi sem mér þykir notalegra að gleyma amstri dagsins, en bústaðurinn okkar við Álftavatn.  Þið sem eigið svona afdrep þekkið þessa tilfinningu, þegar maður er loks búinn að hella sér í að bera á pallinn og kannski verstu hliðina líka.

 Þá sest maður sólarmegin á pallinn, með gott kaffi og fylgist með hrossagauknum, sem maður kannski sér ekki, en heyrir.  Bera hæð og þéttleika á kjarrinu saman við sumarið í fyrra og nöldra svolítið út af nágrannanum, sem ekki hefur málað hurðar og gluggakarma síðan í hitteðfyrra.

 Þetta er dásamleg stund. Lesa áfram „Eitt eilífðar smáblóm“

Tíminn fer ekki – hann kemur

„Eitt sinn fór ég yfir Rín“ er upphaf miðaldakvæðis og bendir til þess að höfundi hafi þótt í frásögur færandi að hann hafi farið yfir Rín.  Ég átti föðurbróður sem varð rúmlega 80 ára.  Hann  bjó alla sína æfi á fæðingarjörð sinni og fór einu sinni til Akureyrar.  Hann hafði frá mörgu að segja þegar hann kom til baka.  Titillinn á ekki við um framhaldið nema að því leyti að öllum þykir gaman að segja frá ferðurm sínum og afrekum.

“Action tourism”

Þetta eru stundum kallaðar virkniferðir og var um tíma mest vaxandi grein ferðaiðnaðarins.  Dæmi um virkniferðir eru: Lesa áfram „Tíminn fer ekki – hann kemur“

„Slow Travel“ – hvað er það?

Að gamni mínu hef ég sett saman bækling með atriðum sem falla að þessari hugmyndafræði “Slow Travel”. Sláðu inn nafn og netfang og þá færðu bæklinginn sendan.

“Slow Travel”, er hugtak sem hefur á síðustu misserum verið að ryðja sér til rúms í ferðaheiminum.  Það er skylt hugmyndunum Slow Food og Slow Fashion.

Ef hugtakið er þýtt beint, mætti tala um hægferðir.  En “slow travel” snýst ekki bara um hraða, heldur hugarástand og upplifun.  Þess vegna tölum við um velferðir. Lesa áfram „„Slow Travel“ – hvað er það?“

“Þar sem ég má næðis njóta”

Þó fyrirsögnin sé sótt í Davíðssálm nr. 23 er ekki ætlunin að fjalla um biblíulegt efni. Þessi grein á að fjalla um ferðalög í útlöndum, þar sem við getum verið í hæfilega þægilegri dagskrá flesta daga.  Líka verið á eigin vegum þess á milli.  Mig langar að setja á blað hugleiðingar mínar um þess konar ferðamennsku, sem ég aðhyllist því meir sem ég starfa lengur við geirann.

Þegar ég hóf starf sem fararstjóri í Algarve í Portugal sumarið 1987 var aðeins boðið up á þriggja vikna ferðir, í leiguflugi. Lesa áfram „“Þar sem ég má næðis njóta”“