Fyrstu jólin að heiman
17 ára gamall var ég nógu mikið barn til að hafa ekkert hugsað út í það, hvernig það væri að vera ekki heima á jólunum. Þorláksmessa fór til dæmis algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá Ameríkönunum, bæði í skólanum og hjá fjölskyldunni. Á Blönduósi höfðum við pabbi farið saman í fjárhúsin á Þorláksmessu og gefið bæði blæsmum og hrútum þá jólagjöf að svala kynlífsfýsn sinni, það voru hátíðlegar stundir.