Batteríin hlaðin fyrir veturinn

Samhentir vinnufélagar

Starfsfólk Grenivíkurskóla er einstaklega samstilltur hópur fólks á ýmsum aldri.  Einn skólaliðinn er amma stórs prósentuhluta allra nemendanna í Grýtubakkahreppi. Sumir þeirra litu þarna vínþrúgur á grein í fyrsta skipti á æfinni, kíwíplöntu hlaðna ávöxtum og bananaklasa þó smáir væru, að ekki sé minnst á signar greinar af ólívum, kirsuberjum, sítrusávöxtum og plómum eða valhnetum.

Aida, 300+ á sviðinu í Arenunni.
Aida, 300+ á sviðinu í Arenunni.

Aida trúði á Sól og Mána

Nokkrir ferðafélagar tóku sig til og fóru eitt kvöldið til Verona og hlýddu á og sáu óperuna Aida í sjálfri Arenunni.  Þar hafa verið haldnar óperusýningar á hverju kvöldi, allt sumarið síðan 1913, er 100 ára afmælis Verdis var minnst. Uppfærslan í ár var einstaklega glæsileg og enn bættist á tignina er fullt tungl skein yfir sviðinu meðan sigurmarsinn var fluttur.

Lokakvöldverður í sveitinni.
Lokakvöldverður í sveitinni.

Ég vil þakka kennurum Grenivíkurskóla fyrir einstaklega góða viðkynningu og óska því hugsjónafólki öllu velfarnaðar í starfi og Grýtubakkahreppi til hamingju með svo vel gerða og samviskusama starfsmenn.

Umsögn um ferðina

Hér er tilvitnun í bréf frá Þorgeiri Rúnar Finnssyni skólastjóra Grenivíkurskóla: „Heilt yfir var þetta algjörlega mögnuð ferð og ég veit að í mínum hópi var mikil og almenn ánægja með allt. Skipulagið gott, hótelið fínt, maturinn frábær, borgar- göngu- og bátsferðir skemmtilegar og fróðlegar, ferðafélagarnir magnaðir og ferðin bara í alla staði frábær. Kærar þakkir fyrir okkur og verið endilega í sambandi þegar þið eigið leið um Grýtubakkahrepp!“

UPPSELT Í SÆLKERAGÖNGU TIL GARDA 2016. Eins og oft áður þurfti bara tvo vinahópa, saumaklúbba til að fylla Sælkeragönguna til Garda næsta sumar 06. – 13. júní.   Við erum ekkert farin að auglýsa Sælkargöngu til Toskana, 13. – 20. júní, frekar en Garda og kannski fer það á sama veg að hún selst bara í einum tölvupósti eða símtali.   Hópar sem hefðu áhuga ættu að senda fyrirspurn hið allra fyrsta. Hér má sjá dagskrá fyrir Sælkeragöngur: 7 dagar í Garda og 9 dagar í Toskana

Grenivíkurskóli í námsferð til Garda

Nú víkur sögu aftur að hópi kennara, sem sameinaði námsferð til Ítalíu við Sælkeragöngu til Garda. Kennarar Grenivíkurskóla flugu til Mílanó 24. ágúst og dvöldu eina viku við Gardavatnið í sólskini og þurrkatíð. Ókosturinn við að fara á þessum tíma er að skólar eru ekki komnir af stað og kennarar ekki mættir til starfa.  Skólar hefjast á Ítalíu um miðjan september og kennarar mæta til verka þann 01.09.

Dante er faðir ítalska ritmálsins
Dante er faðir ítalska ritmálsins

Ég var kominn í samband við mjög virtan kennara úr Veneto héraðinu, sem hefur áralanga reynslu í flytja erindi á ensku.  Hún er enskukennari, en vegna víðtakra starfa sinna fyrir fræðsluyfirvöld, Lesa áfram „Grenivíkurskóli í námsferð til Garda“

Á hvaða öld steig Íslendingur fyrst á kínverska grund?

Eftir nokkra umfjöllun um ferðir kennara til endurmenntunar ætla ég nú víkja að gjörólíku efni.

Fyrst ætla ég þó að koma því áleiðist til lesenda, sem eru í ferðahug fyrir næsta ár, að mjög erfitt er orðið að finna flugsæti til vinsælla áfangastaða.  Allavega ekki á hvaða dagsetningu sem er.  

Ef þú ert í þeim hugleiðingum að leita til mín, þá mælist ég til þess að þú hafir samband í þessari viku, vegna þess að …………………   Lesa áfram „Á hvaða öld steig Íslendingur fyrst á kínverska grund?“

Hvar voru karlkennararnir? Við sáum engan á staðnum

Kennarar Fossvogsskóla heimsóttu annan skóla í Veróna (sjá fyrri pistil) og sá var rekinn af ríki og borg.  Húsakynni voru þar rúmgóð en kennslutæki fremur fátækleg.  Það var á hinn bóginn unun að skynja einlægan eldmóð og heyra þau afrek sem þarna voru unnin í kennslu og til þroska barnanna.   Lesa áfram „Hvar voru karlkennararnir? Við sáum engan á staðnum“

Ferðasaga Fossvogsskóla júní 2015

Kennarar í fróðleiksleit

Það er algengt að kennarar einhvers skóla í heild sinni taki sig saman og fari í kynnisferð um áhugaverð lönd eða menningarsvæði í leit að nýjum hugmyndum og vinnulagi í skólastarfi. Tveir slíkir kennarahópar lögðu leið sína til Norður-Ítalíu í ár, á vegum Fararsniðs, en fyrir slíkar kennaraferðir hefur mér einmitt tekist að Lesa áfram „Ferðasaga Fossvogsskóla júní 2015“

Sælkeralíf í Toskana

Ég hvarf frá Toskana í síðasta pistli, en átti þá margt eftir í umfjöllun um ferðina í júní s.l. Það er föst regla, í ferðum Fararsniðs, að farþegar þurfi að vinna fyrir góðri máltíð að kveldi, með því að hreyfa sig hæfilega yfir daginn.  

Leonardo da Vinci

Litli bærinn Vinci, fæðingarbær Leonardo da Vinci er í 20 mín. aksturfjarlægð frá hótelnu okkar.  Við létum aka okkur að fæðingarheimili hans, sem stendur í nokkurri fjarlægð fyrir ofan bæinn og þaðan gengum við niður hrygginn að þorpinu Vinci.   Lesa áfram „Sælkeralíf í Toskana“

Jólamarkaðurinn í Salzburg

Fararsnið fór í fyrra með góðan hóp á aðventuferð til Salzburg í Austurríki.  Þrátt fyrir að um var að ræða fyrstu helgi Aðventu var markaðurinn kominn á fullt.  Öll torg og húsasund dásamlega skreytt greni og jólaljósum.  Angan af Toddý og Jólaglöggi í loftinu og bros á hverju andliti.

MATUR er manns gaman

Lesa áfram „Jólamarkaðurinn í Salzburg“

Sagnir úr Sælkeragöngu

Sælkeragangan til Toskana þótti vel heppnuð og sérlega áhugaverð og fjölbreytt.  Sigurður Bergsson tók forsíðumyndina í þjóðgarðinum.

Flóran og Fánan

Fjórði dagur er sá sem oftast kemur á óvart hjá ferðalöngunum.  Gangan er afar þægileg, engar brekkur en mikið útsýni í sveitinni.  Stærsti þjóðgarður Toskana og verndasvæði 60 fuglategunda, sem sumarhverjar voru horfnar úr Toskana um miðja síðustu öld, ýmist vegna ofveiði eða þurkunar lands.  Á leið okkar urðu einnig fágætar og framandi plöntur og tré. Eftir hressandi gönguferðina snérum við aftur heim á hótel og áttum frjálsan dag til kl. 17:00.  Þá heimsóttum við vínsérfæðing “sommelier” sem kynnti fyrir okkur helstu vínhéruð og helstu þrúgur Ítlaíu.  Mikið var smjattað og rætt um mismunandi bragð og eftirbragð, angan og lit.  Engir dallar á borðinu til að skila vínunum og gladdi það alla.   Lesa áfram „Sagnir úr Sælkeragöngu“