Hjarta Soave, hvítvín og ólífuolía

Eftir tvo nokkuð rólega daga er komið að fyrstu heimsóknum í Vínuppskeruferðinni. Rúta bíður okkar við herragarðinn og við höldum í heimsókn til samlags um ólífuolíu gerð, akstur um það bil 20 mínútur. Við byrjum á að kynnast ferlinu við uppskeruna og vélbúnaði nútímans við olíu framleiðsluna.

Sagt frá ólífutínslunni

Þetta er unnið úr ólíFunni

Verslun og safn gamalla muna

Að því loknu tyllum við okkur við langborð og erum látin smakka olíur af mismunandi gæðum. Áfram er haldið við að kynna okkur ferlið kringum framleiðsluna og að því loknu færum við okkur yfir í safn og verslun, þar sem við sjáum gömlu verkfærin og aðferðirnar, en einnig getum við keypt olíu eða hvaðeina sem til verður úr fullnýttri ólífu.

Soave hvítvínið fræga

Loks kveðjum við samlagið og ökum 20 – 30 mínútur upp í hæðirnar sem eru heimkynni frægustu hvítvína Ítalíu, Soave hvítvínanna. Þar er tekið á móti okkur og sett upp ferð um víngerðarskálana, með geymsluloftum sínum og vélbúnaði.

Ekki hefur allt verið vélvætt

Að þeirri skoðun lokinni höldum við af stað töltandi í áttina að Soave þorpinu, sem er að mestu innan gömlu kastalavegjanna. Gangan er ýmist á fótinn eða á sléttlendi og tekur um 1 klst. og 40 mín.

Út um græna grundu…

Hér er mikilvægt að við höfum nóg af vatni með okkur, ekki síst ef hlýtt er í veðri. Sömuleiðis viljum við þá að allir hafi hatt eða húfu á höfði.

Gengið um ólívulund

Við erum ekkert að flýta okkur og þar sem útsýni er fegurst tökum að sjálfsögðu mynda stopp. Gengið er ýmist á dráttarvélarslóðum eða malbiki. Við slíkar aðstæður þurfum við ávalt að gæta að umferð bíla og ekki síður hjólreiðamanna, sem gjarnan kjósa að fara hratt yfir.

Útsýnið frá kjallaranum

.. og hvernig smakkast svo herlegheitin?

Þegar í gamla bæinn er komið erum við boðin velkomin inn í Cantina Coffele, þar sem við smökkum á nokkrum tegundum vína frá þeim.

Nú þarf að greina muninn á hvítvíni og hvítvíni

Sérstaða Coffele er að þar eru eingöngu framleidd hvítvín, svo mikilvæg þykir kunnátta þeirrar víngerðar á þeim bæ.

Miðbær Soave innan kastalaveggja

frjáls tími að dagskrá lokinni

Að smökkun lokinni er frjáls tími innan múra og þá er upplagt að svipast um eftir góðum veitingastað til að snæða kvöldverðinn.

Kl. 21:00 bíður okkar rúta fyrir utan borgarhliðið og við ökum til baka svefnstað, herragarðinn okkar, Villa de Winckels.

Hér má sjá alla ferðadagskrána fyrir Vínuppskeruferðina í haust.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s