Vínuppskeruferð – Komið til Valpolicella

Valpolicella, hið hæðótta vínhérað Ítalíu er næst á dagskrá okkar í Vínuppskeruferðinni.

Þar sem ekkert liggur á njótum við miðborgar Innsbruck fram til hádegis. Svo að allir hafi tækifæri til að fá sér hressingu fyrir aksturinn til Valpolicella, þar sem herragarðurinn okkar er, þá leggjum við ekki af stað fyrr en kl. 14:00.

Vínuppskeran er tími mikillar hamingju

Það fer vart brosið af vínbændunum á meðan á tínslunni stendur.  Aðeins kaldur júní mánuður getur svift þá hamingjunni sem geislar af þeim þegar líður á september. 

Þessi tími er svolítið eins og haustsmölun og sláturtíð hér á landi.  Hvernig eru lömbin framgengin eftir beitarhaga íslensku fjallanna og dalanna?  Spenningurinn við að velja “líf gimbrarnar og/eða hrútana”.  Hver verður fallþunginn samanborið við nýliðin haust?

Kannski hefði verið nær að bera uppskerutímann saman við kartöfluræktina okkar.  Í dag, með stærð sinni og vélvæðingu, hefur hún hins vegar fjarlægst gamla tímann og er nú orðin meira í ætt við iðnað, en uppskerutíma.  Þar er allt orðið vélvætt, það er jafnvel búið að selja megnið af uppskerunni áður en hún er tekin úr moldinni.  Þar gildir að vera stærstur og eiga fullkomnasta vélakostinn.  

Langir vinnudagar í tínslunni

Alltaf eitthvað nýtt handan næst fjalls

Það má reikna með fjögurra tíma akstri, ef umferð hamlar ekki, á gististaðinn okkar, gamlan herragarð í útjaðri Valpolicella vín héraðsins.  Á miðri leið stoppum við á einhverjum kaffistað við hraðbrautina, teygjum úr okkur og njótum dagsins. 

Enginn er að flýta sér.  Við ættum að vera komin á leiðarenda um sex leytið og þegar við erum komin með herbergi fáum við að slaka á í vínkjallara villunnar.

Kl. 20:00 snæðum við kvöldverð og gaman er að geta þess að kokkurinn okkar hefur fengið Michelin viðurkenningu (ekki stjörnuna) óslitið síðustu 12 árin. 

Það eru þrír bræður og fjölskyldur þeirra sem standa að rekstrinum og verkaskiptingin er skýr.  Einn kokkar, einn sér um salinn og sá þriðji er með  bókhaldið/reksturinn.  Pabbinn og mamman koma svo í uppvaskið ef mikið liggur við, auk þess sem “pabbi verkar krydd-pylsurnar”.

Ástríðan í algleymingi 

Vínbændurnir sem við heimsækjum eru eigendur að fáeinum hekturum lands. Kynslóð fram af kynslóð hafa þeir fikrað sig áfram með hvaða þrúga skilar bestu vínunum, ekki bara flestum lítrum.  Hvar í landareigninni er rétt að raða plöntunum frá norðri til suður og hvar frá austri til vesturs?  Hvar er betra að beina blöntunni í lóðrétta stöðu og hvar fer betur á að breiða úr henni eins og þvotti á snúru?

Það er þetta andrúmsloft sem við erum að leiða farþega okkar í, þegar við skipuleggjum “Vínuppskeruferð”.  Ekki að skoða stærstu vélarnar í notkun, ekki stærstu tankana fyrir gerjunina og afkastamestu hakkavélarnar/sniglana. 

Það er ákafinn í svip bændanna, sitjandi á dráttarvélinni sinni, með hrokaða vagna af nýtíndum berjaklösum á leið heim í kjallara eða í samlagið.

… og svo er gengið þess á milli

Til að vera trú uppleggi Sælkeraferðanna okkar, að hreyfa sig nokkuð flesta dagana, þá tökum við okkur göngutúra þegar því verður við komið. 

Það hefur jú frá byrjun verið árátta okkar að kynna farþegum einnig, fallegt land, ævaforna sveitamenningu og daglegt líf í sveit og borg,  

This image has an empty alt attribute; its file name is hja-vinci.jpg
Það skapast sérstakt andrúmsloft í gönguferðum

Einn daginn göngum við í þeirri hæð að þar er ekki lengur vínvið að finna, en kúabjöllu kliður fyllir loftið og gamalkunnug angan af mykju klessum staðfestir hvert við erum komin. 

Annan dag göngum við um vínakra og aðra ávaxta garða og aldrei eru ólívu trén langt undan.

Allt þetta fáum við að upplifa á næstu dögum þegar við höfum komið okkur fyrir í hæðóttu landslagi sunnan Alpafjalla.

Hér má sjá alla ferðadagskrána fyrir Vínuppskeruferðina í haust.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s