Vínuppskera og sælkerar

Vinsælustu ferðirnar okkar höfum við kosið að kalla Sælkeragöngur. Ferðadagskráin byggir á ferðamáta sem nefnist á ensku „slow travel“, sem við höfum stundum kallað velferðir. Nú eru 15 ár síðan við fórum í ferð með þessu heiti, en í raun liggur að baki samfelld reynsla okkar hjóna í ferðaþjónustu allt frá 1985.

Sérkenni ferðanna okkar hjá Fararsniði er að allir hafi næði til að njóta.

Njóta náttúru með afslappaðri útivist, njóta menningar og matarkistu Evrópu og njóta samveru hvert við annað í hæfilega smáum hópum. Oftast eru 20-24 manns í hverri ferð.

Sælkeragöngurnar eru sífellt í þróun, við íhugum hvað virkar best og hvað mætti missa sig og endurskoðum dagskrána út frá því. Slíkar vangaveltur gáfu af sér systurferðirnar, vínuppskeruferðir með nokkuð öðrum blæbrigðum.

Hver er þá helsti munurinn á Sælkeragöngum og Vínuppskeruferðum?

sælkeralíf og hreyfing

Frá upphafi hefur Sælkeragöngunum verið stefnt í matar- og vínmenningu Norður Ítalíu, sem allir Evrópubúar auðvitað þekkja. Varðandi hreyfinguna þá er nefnilega einnig rík hefð fyrir þess háttar iðkun í hæðunum sunnan Alpanna, gönguferðum á skipulögðum gönguleiðum í fagurri náttúru eða söguríkum bæjum. 

Stundum er gengið um þéttan skóg

Júní og ágúst hafa verið vinsælustu mánuðirnir fyrir Sælkeragöngurnar og þá er einmitt beint flug til Mílanó á Ítalíu.

Vínuppskeruferðirnar lúta hins vegar nokkrum öðrum lögmálum heldur en Sælkeragöngurnar, en það er erindið sjálft, að skoða þann búskap sem er vínrækt, framleiðsla ólívuolíu eða ostagerð og svo er það ekki síst tímasetningin. 

VÍNUppskera að hausti

Vínuppskera hefst ekki á þvísa landi, Norður-Ítalíu, fyrr en eftir miðjan september.  Þá er flugferðum til Ítalíu lokið og því notum við flug til Munchen í staðinn.  Við snúum þessu okkur í hag og ökum um einhvern allra fegursta fjallveg í Evrópu, þegar ekið er gegnum Brennerskarð til Ítalíu. 

Á þessum fyrsta ferðadegi, að loknu flugi, er ferðinni heitið til Innsbruck, höfuðborgar Tíról héraðs í Austurríki.

This image has an empty alt attribute; its file name is mittenwald.jpg
Það gerði skúr á okkur í Mittenwald

Frá flugvelli til Innsbruck er um tveggja og hálfs tíma akstur og því höfum við efni á að velja fremur sveitaveginn gegnum Garmisch Partenkirchen, sem skíðafólk þekkir vel, heldur en að bruna hraðbrautina. 

Við stoppum svo í litla bænum Mittenwald, þeim bæ í Þýskalandi sem hæst stendur yfir sjó.  Þaðan er tæplega 60 mín. akstur um framandi landslag, á hótelið okkar í miðbæ Innsbruck.

tvennir vetrar-ólympíuleikar í innsbruck

Innsbruck er einhver elsti háskólabær í Evrópu.  Bærinn er kenndur við fyrstu brúna, sem byggð var yfir ána “Inn”, líkt og Blönduós væri kenndur við Blöndubrú, ekki ósinn.  Týról var þá miklum mun stærra en það er í dag.  Handan Brennerskarðs heitir í dag Suður Tíról og tilheyrir nú Ítalíu.  

Hjarta háskólabæjarins, Innsbruck

Héraðið var og er fyrst og fremst kaþólskt og fjöldi klaustra risu í hlíðum fjallanna.  Munkarnir voru kennimenn og fræðarar, ásamt því að framleiða varning og matvöru sem kallaði á talsverð viðskipti við almenning og efnafólk. 

Við slíkar aðstæður þurfti að ferja mann og annan yfir stórárnar, sem gjarnan endaði með því að þær voru brúaðar og tollur tekinn af vegfarendum.  Ætla má að þeim aukakostnaði hafi verið “velt út í verðlagið” á sínum tíma.

Gott hótel í miðborginni

Hótelið okkar er rétt utan við allra elsta hluta bæjarins.  Það er gnótt veitingastaða í gamla bænum og hver velur þann sem honum hugnast. 

Næsta dag ökum við hina ægifögru leið gegnum Brennerskarð og áfram til suðurs, þar til Ölpunum sleppir.

Hér má sjá alla ferðadagskrána fyrir Vínuppskeruferðina í haust.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s