Leiðin á La Rocca

Dagurinn framundan er enn í dag skemmtilegasti göngudagurinn í ferðunum okkar, að mínu mati.  Farþegar sem ferðast hafa í fleiri ferðir  með okkur telja líka að hann standi upp úr, þegar horft er til baka á þær ferðadagskrár sem boðið er upp á.  

Í byrjun ferðar er klipping ólívutrjánna útskýrð

Kl. 10:00 leggjum við upp frá hótelinu okkar, eftir gömlum dráttarvélar slóða, sem skásker brekkuna og þar sem hryggurinn upp af hótelinu er talsvert hár, þá er þessi ganga nokkuð lengi á fótinn í byrjun.  Hún er samt ekki brött og fljótlega erum við komin á malbik, sem sker hlíðina á hinn veginn.

Í brekkulok og jafnvel fyrr höfum við tekið vatns pásu og blásið mæðinni, en framundan er nokkuð flatt yfirferðar.  Þaðan er líka magnað útsýni yfir vatnið og Garda bæinn, sem lúrir á bakka vatnsins.  Til vinstri getur að líta syðstu fjöll Dólómítanna í fjarska en nær eru fallegir heimilisgarðar beggja vegna götunnar.

Vélvæðingu er nú beitt við berjatínsluna

Við fylgjum brún hryggjarins og göngum ýmist á malbiki, þéttum skógarstígum og grasi grónum slóðum.  Við stöldrum aðeins hjá vínekrum og jafnvel kíví ræktun á leið okkar, nú til vesturs í átt að vatni, fram hjá gömlum klausturgarði þar til við komum í skarð sem greinir eldfjallið La Rocca frá annarri ennþá eldri eldstöð.

Hætta er á að misstíga sig á stígnum

Áður en haldið er upp á höfðann er gott að vita hvað bíður okkar, jákvætt og neikvætt.

NEIKVÆTT

  1.  Framundan er brattasti hluti göngunnar.
  2.  Á leiðinni eru ójafnar klungur og betra að hafa stafi.
  3.  Það getur verið hált á berginu.

JÁKVÆTT

  1. Sneiðingurinn var áður fær hestakerrum og því vel breiður.
  2. Við erum ekkert að flýta okkur.
  3. Útsýnið á ystu brún er engu líkt og við fyllumst stolti yfir getu okkar.
Það er eins og fólk langi mest til að dansa á höfðanum

Á höfðanum gefum við okkur góðan tíma, tökum myndir og þarna uppi er ómögulegt að vera ekki í góðu skapi.  Við færum okkur á syðri hluta höfðans og horfum þar eftir gönguleiðinni sem við gengum til Bardolino tveim dögum fyrr.  Af þessum hluta höfðans stökkva ofurhugar í svifdrekum sínum og láta uppdrifið halda sér á lofti svo lengi sem vill.

GPS mæling sýnir okkur að við erum í sömu hæð og hefðum við gengið  á Úlfarsfell.  Við förum aðra leið niður, um hlykkjóttan skógarstíg og þar þarf líka að viðhafa gætni og fara rólega. 

Loks erum við komin í sama skarð og fyrr og framundan eigum við létta göngu á malbiki og um vínekrur, þar til við komum í hádegisverð í garðinum hjá henni Elenu.

… og svo er að næra sig og vinna upp vökvatapið

Eftir ljúfenga máltíð og verðskuldaða, töltum við í rólegheitum aftur heim á hótel.  Fyrsti hlutinn er niður snarbratta malbikaða götu og rétt að fara af gætni.  Næsti kafli er malarvegur, áður en við styttum okkur leið yfir engi, heim á hótel og upp á dráttarvélar slóðann þar sem við byrjuðum. 

Þá höfum við sem sagt verið á göngu í þrjá tíma, ekki í hring, heldur 8.  Yfir hádegisverðinum hefur tíminn stöðvast og við teljum það ekki með.

Hér má sjá alla ferðadagskrána fyrir Sælkeragöngur við Garda-vatn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s