Verona – lítil og falleg

Nú dettur mér í hug að fara nokkrum orðum um dagana, hvern fyrir sig, sem við munum eiga í Gardaferðinni okkar, sem hefst 30. Júlí.  Í mörg ár höfum við haft fast form á viku langri dagskrá okkar, en nú langar okkur til að hnika fáeinum atriðum til af ýmsum ástæðum.  

Miðað við að flugáætlun haldist í sumar eins og lagt hefur verið upp með, þá verðum við komin á hótel skömmu fyrir miðnætti á flugdegi.  Eins og allir vita geta þó stundum orðið tafir í flughöfnum og mikil umferð er jafnan á hraðbrautinni frá Malpensa flugvelli til hótelsins okkar í Garda. Fram að þessu höfum við þó aldrei lent í alvarlegri seinkun.

Rólegur morgun í höfuðstöðvunum

Morgunverðarsalur Hótel Poiano er einstaklega bjartur og rúmgóður og útsýnið þaðan yfir bæinn og niður að vatni er nánast truflandi, þegar að matnum er sest.  Feikilegt úrval er af ávöxtum, brauði, áleggi og drykkjarföngum.  Þess utan er beikon, eggjahræra, sveppir og smápylsur í heita borðinu.

Slakað á á Hótel Poiano

Gengið um frægar götur Verónsborgar

Kannski má segja eins og sagt er á íþróttamálinu, að við toppum of snemma, því á fyrsta degi förum við til Verona borgar.  Við höldum af stað eftir hádegi, því á þessum degi bíður okkar upplifun að kvöldi til.

Við komu til borgarinnar förum við í létta gönguferð um marflatar steingötur þessarar fornu borgar.  Eftir göngutúrinn er frjáls tími í verslunargötunum, á veitingastöðum fegurstu torga Ítalíu og svo mætum við í “óperu kvöldverð” í gamalli höll í hjarta borgarinnar.

Höllin þar sem við snæðum kvöldverð

AIDA – ógleymanleg kvöldstund

Dagurinn endar svo í Arenunni, er við sjáum og heyrum óperuna AIDA eftir Verdi.  Uppfærslan er eitt allsherjar sjónarspil frá upphafi til enda, 300 manns á sviðinu, leikmyndir af þeirri stærð sem maður hefur ekki áður séð og tónlist, sem á köflum er lamandi í fegurð sinni og mun lifa allan vorantíma.

Ljúft sumarkvöld í Veróna-arenu

Einn farþegi okkar sagði er hún var spurð álits á þessu kvöldi.  “Mér finnst svo ótrúlegt að ég sé stödd hérna”.

Ég mun reyna að útlista hvern dag fyrir sig í næstu pistlum og póstum til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því sem bíður okkar í sumar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s