Hátíðakveðja og þakkir

Nú er langt um liðið frá síðasta blogg pistli og pósti á áskriftarhóp Fararsniðs.  Haustið var annasamt, ferðir seldust upp og kennarahópar og kórar voru í miklum ferðapælingum og eru enn.  Jafnvel harmónikkuhópur hyggur á að komast á stærstu harmónikkuhátíð Evrópu.

Það er alltaf svolítið gaman að fást við eitthvað nýtt, stundum tekst það í fyrstu tilraun og stundum ekki, þannig er það nú bara um margt í dagsins önn.

Jóla- og áramótakveðjur

Erindi þessa pistils er þó fyrst og fremst að þakka farþegum ársins, sem nú er að ljúka, samfylgdina í sumar og haust og góða viðkynningu.  Það er gaman að kveðja brosandi hóp í lok vel heppnaðrar ferðar, þar sem fyrirheit eru gefin um að koma sem allra fyrst í aðra ferð með okkur.

Það er líka tilhlökkunarefni að hitta og kynnast nýjum farþegum á komandi ári og sýna þeim eitthvað sem þau höfðu vel af látið og ákváðu strax og tækifæri gafst að bóka ferð með okkur.  Ekki er síðri tilhlökkunin yfir að hitta aftur fólk sem hefur farið margar ferðir með okkur og er einmitt fólkið sem er besta kynningin á ferðunum okkar.

Með þeim orðum óskum við öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar í starfi og leik á næsta ári.  Sjálfur stefni ég að því að verða 70 ára snemma í febrúar og halda upp á það á gresjunum í þjóðgörðum Tansaníju.

Ef það skyldi vekja forvitni, þá læt ég fylgja með tengla á þær tvær ferðir okkar þar sem enn eru óseld sæti.

Sælkeraganga til Toskana – 2 sæti

Sælkeraganga til Torino – 7 sæti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s