Vín og velgjörðir

Það var 10 manna hópur, systkina og maka, sem fól okkur að skipuleggja vínuppskeruferð fyrir sig í fyrra og höfðum við frjálsar hendur með val á vínsvæðum.

Að sjálfsögðu þekkjum við best til þessara mála á Norður-Ítalíu.  Niðurstaðan varð því Valpolicalla og Soave.  Eitthvert frægasta svæði ítalskra rauðvína, Valpolicella og þekktasta hvítvínshérað Ítalíu, Soave, bæði í Veneto, eða nærri Garda.

Fjögur vínsvæði

Við bættum svo tveim öðrum svæðum við, sem við höfum kynnst á ferðum okkar þarna, Lugana hvítvínssvæðið og Trento, sem Ítalir sjálfir halda mikið á lofti í seinni tíð.

Það vildi svo til að vissum af gömlum fallegum herragarði í lágum dal, sem biði upp á gistingu og hefði jafnframt hlotið Michelin viðurkenninu fyrir eldhúsið og þjónustuna allan síðasta áratuginn.  Okkur fannst tilvalið að velja þessa gistingu fyrir svona ferð, enda stendur hún á mörkum Valpolicella og Soave.

Þá var að velja réttu kjallarana og setja okkar stimpil á dagskrána, göngufeðir um sveitina og kynningu á daglegu lífi vínbændanna, ostabændanna og ólívuolíu framleiðslunnar.  Allt þetta tókst og reyndist áhugavert fyrir þá sem bókað höfðu í ferðina.

3f5b34bd-5d26-4f41-8825-c63a0a49368e
Vínsmakk að ítölskum hætti

Dagskráin tilbúin og þó …

Það var því ekki ástæða til að gera miklar breytingar á dagskrá fyrir hóp þessa árs.  Það fór samt svo að við munum gera smávegis breytingar á ferð næsta árs, einkum til að létta gönguleiðirnar.  Einnig þótti okkur ljóst að það væri gott að hafa einn dag þar sem ekki værir nein dagskrá, hver og einn gæti eytt deginum á eigin forsendum.

Með það í huga færum við okkur um set og gistum síðustu þrjár næturnar í Trento og höfum þar einn frjálsan dag.  Það ætti að vera áhugavert, því trúlega eru þeir Íslendingar ekki margir sem heimsótt hafa þann bæ.  Farþegar okkar eru þannig að kynnast samfélaginu  í Suður-Týról, eins og heimamenn kjósa að kalla það sjálfir.

Það er með mikilli tilhlökkun sem við kynnum nú ferðadagskrá Vínuppskeruferðarinnar okkar fyrir 2020.  Þegar ekkert beint flug er lengur í boði til Ítalíu, þá er einfaldast að nota Munchenarflugvöll.  Við teljum að okkur hafi tekist að setja dagskrána þannig saman að langar rútuferðir hafa lágmarkast.

Borgirnar okkar

innsbruck
Innsbruck

Við höfum komið með ótal hópa til Innsbruck í Týról, það er Austurríkismegin.  Allir ljúka upp einum munni, hve þetta er falleg og skemmtileg lítil borg.  Ein fallegasta setning sem ég heyri er „hingað þarf ég að koma aftur“.  Þá veit maður að tekist hefur að kynna eitthvað sem vakti áhuga og hrifningu farþeganna okkar.

Verona

Það líður öllum vel sem ganga um götur Verona, gamlar eða nýjar.  Sum götustæðin og torgin hafa verið þarna frá því Forn-Rómverjar stofnuðu hana.  Elsta brúin heitir ennþá Ponte Pietra, eða steinbrúin, af því hún var sú fyrsta úr varanlegu efni, já, og varir enn.

Úr eldgömlu steinlögðu götunum gengur maður svo inná marmaragötu, þar sem allar fallegust vörurnar eru í boði, fatnaður, skartgripir og annað handverk.  Arenan, þar sem „Tenórarnir þrír“ komu fyrst fram og hefur verið notuð fyrir óperuuppfærslur allt frá 1913 er kannski þekktasta mannvirki borgarinnar.  Fyrirferðarminni eru svalirnar henna Júlíu, þar sem kallaði á hann Rómeó sinn.

a9cae095-4909-439f-b787-5646d2dfb0bb
Á steinbrúnni í Verona

Trento

Trento er líka notalega og sérstök í sínum þrönga dal.  Að fornu er hún auðvitað landbúnaðarbær.  Svo kom tími iðnaðar og þá átti Trentosveitin nóg af orku.  Hún er samt enganvegin iðnaðarborg, en hún óx að ríkidæmi, torgin og húsin stækkuðu.  Þau gömlu voru hækkuð og sum fóru að hallast með tímanum, alger skemmtilestur á söguna.

… og sveitirnar

Smáþorp með kirkju
Smáþorp í Suður-Týról

Svo eru það sveitirnar, með kúabjölluhljómi og hektara eftir hektara af vínviði.  Heilar fjallshlíðar af ólívutrjám og Sýprusviði inn á milli, til að tengja mann við fegurð himinsins.  Dagurinn í dag er þarna með dráttarvélardrunur og skjólborðaháa vagna í eftirdragi, hlaðna af vínþrúgum, ekki sláturgimbrum.

Í hverju smáþorpi má sjá gamlan herragarð, eða litlu kirkjuna, með himinháa turnspíru, stundum í svolítið ýktum hlutföllum.  Þær minna kannski aðeins á kirkjuna á Úlfljótsvatni, sem reyndar skartar turni sem fyrst og fremst er alltof digur miðað við kirkjuskipið.

Maturinn og vínin

Þó við leiðum farþega okkar jafnan inn á góða veitingastaði að kveldi, þá skal allsekki gleyma hversdagsmatnum úr sveitinni.  Ítalirnir hafa það einmitt þannig að þegar maður er kominn í vínsmakk í kjallarann þeirra bera þeir fram mat með.  Þetta er til að sýna okkur fram á hvaða vín hentar með hverslag mat.

Þessi upptalning verður að duga að sinni, en létt verk væri að halda áfram að telja upp dásemdir ítalskrar menningar að fornu og nýju.

Fleiri pistlar í bígerð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s