Tórínó er töfrandi borg

Pistlaskrif og póstar til ykkar hafa nú legið niðri í erli sumarsins og nú er ekki seinna vænna að setja Sælkeragönguna í Torino í sölu.  Þessi pistill er til að kynna þessa ferð en einnig að upplýsa um aðrar ferðir 2020.

Báðar ferðirnar til Garda seldust upp

Við fengum bókanir frá einstaklingum, pörum og vinahópum í tvær Garda-ferðir á næsta ári, þar af var einn hópurinn það stór að hann einn fyllti ágústferðina!

Sælkeraganga í Toskana – Aðeins 6 sæti laus

Það eru enn sex sæti eftir í Sælkeragönguna til Toskana 22. júní – 01. júlí.  Nýjasta breyting okkar á Toskanaferðinni virtist hafa heppnast vel og þótti sumum sú breyting verða að besta degi ferðarinnar.

toscana þorp
Við heimsækjum San Gimignano í Toskanaferðinni

Reynsla af Torinó-ferðinni

Það var mjög skemmtilegur hópur sem ferðaðist með okkur til Torino í haust, félagar úr Rótarýklúbbnum Straumi úr Hafnarfirði.  Fólk sem þekktist fyrir og kunni vel að skemmta sér saman.

20190827_100557
Eitt hinna mörgu fallegu torga í Torino

Torino 2020 – friðsæl og falleg

Torino er stundum nefnd París Ítalíu og einnig heyrist hún nefnd best geymda leyndarmál Ítalíu.  Það verður kannski ekki lengi, því þegar Fiat verksmiðjurnar fluttu úr borginni, ákváðu borgaryfirvöld að setja stefnuna á ferðamannaiðnaðinn sem næstu tekjulind.

Gott veður var á okkur alla daga nema í Milanó, sem brá þó engum skugga á upplifunina af því að standa frammi fyrir „Síðustu kvöldmáltíðinni“ hans Leonardo da Vincis í allri sinni dýrð.  Það hvarf líka sá litli úði sem var um morguninn, er sól hækkaði á lofti og úr varð hinn fegursti dagur.

santamariadellegrazie
Í matsal klaustursins er „Síðasta kvöldmáltíðin“

Við munum gera litlar breytingar á dagskrá þessarar ferðar næsta ár.  Við náðum hinsvegar flugi heim frá Milano að þessu sinni, sem gerir heimferðardaginn léttari.

Hér getur þú séð ferðadagskrána og staðfest bókun í Sælkeragöngu í Torinó 2020

Vínuppskeruferðin

Vínuppskeruferðin í Soave-héraðinu hefur spurst vel út, nógu vel til þess að ferðin í ár seldist upp á nokkrum vikum.  Um leið og við fáum staðfest flugsæti fyrir næsta ár, munum við opna fyrir sölu hennar.  Meira um það síðar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s