Þú getur skráð þig á forgangslista!

Ferðadagskrá á aldrei að vera endanleg, óumbreytanleg.  Það er bara þannig að alltaf finnst eitthvað nýtt, sem farþegum okkar gæti þótt áhugavert.  Stundum eru það farþegarnir sjálfir sem detta niður á eitthvað, stundum innlendi leiðsögumaðurinn, sem veit um eitthvað spennandi, sem ekki er í öllum “túristabókunum”.

Ferðadagskráin sé áhugaverð

Farþegar Fararsniðs eru nefnilega upp til hópa ferðavant fólk, sem er búið að heimsækja flesta eða alla þá staði sem allir “túristar” hvers lands eða borgar eru einlægt dregnir inn á.  Réttilega benti þó einn innlendi leiðsögumaðurinn okkur á, að flest merkilegustu listaverk sögunnar er að finna í kirkjum. Ég hafði neitað að fara með hópinn í þriðju kirkjuna, sem hún vildi sýna okkur.  Ég gaf mig og síðan hef ég ekki sleppt þessari kirkju, en báðum hinum.

Umboðsskrifstofur í hverju landi hafa mest áhrif á hvað er skoðað á hverjum stað.  Þeir hafa búið til pakka fyrir hvern dag og auðveldast er fyrir íslenska ferðaskrifstofu, sem ekki þekkir til staðhátta, að taka bara pakkann í heild sinni.  Við höfum ekki gert þetta, erum ekki með neinn stóran umboðsmann sem skammtar okkur upplýsingar og stjórnar því hvað við sýnum farþegum okkar.

“Ja, við erum nú búin að koma til Toskana”

Áfram með umfjöllunina um það hvað við viljum að farþegarnir fái út úr ferðunum okkar.  Ég hef hitt af fólk sem langar til að koma í einhverja ferð með okkur fyrr en seinna. Þau vilja þó ekki koma með til Toskana, því þangað hafa þau komið í rútuferð sem þau bókuðu fyrir einhverjum árum.

Þegar ég spyr hvar þau hafi stoppað eða gist, þá er fátt um svör.  Þau eru kannski ekki viss um hvort það var gist hjá Pisa eða Lucca, eða annarsstaðar.  Ekki viss um hvað bærinn hét, eða hótelið (í sjálfu sér ekkert skrítið með fólk sem ferðast mikið þó það muni ekki öll hótel nöfnin).  Hvort það var frjáls tími í einhverjum bæ, “man það ekki”.

Ég er allsekki ekki að gagnrýna þetta fólk, en við viljum bara ekki bjóða upp á svona ferðir, sem gleymdar eru nánast með öllu, nokkrum árum seinna.  Sú ferð hefur ekki skilið mikið eftir. Við viljum að farþegar okkar fái nægan tíma á hverjum stað til þess einmitt að segja, “mig langar til að koma hingað aftur”.  Þannig virðist hin Toskanaferðin ekki hafa verið.

Forgangur á ferðir í sölu

Það er ánægjulegt að finna eftirspurnina vaxa og eykur okkur kjark við að halda okkur á sömu braut. Frekar en að auka framboðið er það ætlun okkar að halda sama ferðaframboði á árinu 2020 eins og því sem var í boði núna 2019.  Þess vegna höfum við ákveðið að bjóða þér að skrá þig á forgangslista!

Við munum kynna ferðir næsta árs fyrir Verslunarmannahelgi og þá gefst þér tækifæri til að bóka þig á undan öðrum, áður en ferðin fer í almenna sölu.  Það eina sem þú þarft að gera er að smella á hér og haka við þær ferðir sem hugnast þér best.

Leave a Reply

%d bloggers like this: