Sælkeragöngur, frábær hugmynd

Þegar allar ferðir okkar fyrir þetta ferðaár höfðu selst upp tók pistlahöfundur sér frí frá ritstörfum.  Eftir það tók við ritstífla, sem hrellt hefur margan góðan skríbentinn. Nú verður bætt úr og nokkrum orðum farið um framtíðarplön og verkefni.

Okkur þykir það benda til þess að ferðirnar okkar vekji forvitni, jafnvel hrifningu, þegar  þær seljist upp svo fljótt sem raunin er. Um áramótin voru allar ferðir uppseldar, nema Valencia sem seldist upp í febrúar. 

Sælkeragöngur, næði til að njóta

Margir hafa rætt hugmyndafræðina í ferðunum okkar.  Þessa hugmynd að bjóða upp á ferðir sem gera ráð fyrir einhverri hreyfingu flesta eða alla daga.  Nota góð hótel, velja veitingastaði, sem á einhvern hátt skara fram úr, eða eru dæmigerðir fyrir héraðið eða borgina.

Skipta ekki um hótel nema alger nauðsyn krefji og flétta kynningu á daglegu lífi heimamannsins  saman við ferðadagskrána, frekar en löngum fyrirlestrum um ártöl og aristókrata.  Ferðir eins og Vínuppskeruferðin er til dæmis sett upp í miðju vínhéraði, fjarri stórborg og þá er rökrétt að kynna fyrir farþegum allt hitt sem sveitin hefur upp á að bjóða.

 

This slideshow requires JavaScript.

Sælkeragöngur, menning og munaður

Á hinn bóginn, þegar farið er til Torino, eða Toskana liggur beint við að beina augum að listum og menningu.  Hið stórkostlega verk Leonardos da Vinci, „Síðasta kvöldmáltíðin“ er í lítilli kapellu í miðborg Milano og frá Torino til Milano eru tæpir tveir tímar í akstri.  Það er svo ekki eins og Milano státi ekki af öðru en þessu verki, miðborgin er eitt alsherjar ævintýri.

Einnig vitum við að sjálf Endurreisnarstefnan í öllum listum á uppruna sinn í Toskana og hana má sjá í hverju skúmaskoti Flórensborgar, liggur við.  Flórens er þó þesskonar borg að einn dagur þar er bara til að kveikja í fólki að koma þangað aftur og þá til lengri dvalar.

Eina viðbót höfum við svo sett í ferðirnar okkar á síðustu árum, en hún er sú að hafa í hverri ferð einhvern viðburð á menningarlegu nótunum.  Við förum á klassíska eða óperutónleika í Toskanaferðinni.  Í Gardaferðinni förum við öll og sjáum og heyrum AIDU í Arenunni í Verona.  Í Torinoferðinni förum við og sjáum “Síðustu kvöldmáltíðina” eftir Leonardo da Vinci.  Og í Vínuppskeruferðinni er það menning og mannlíf “sveitarinnar” sem við einblínum á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s