Þorraþræll í Valencia (myndskreytt kvæði)

Við hjónin erum stödd hér í Valenciu-borg, að aðlaga ferðadagskrá vorferðarinnar lítillega. Nú verðum við á öðru hóteli en áður, sem er afskaplega vel staðsett í miðri borginn, steinsnar frá Túría-garðinum.

Með okkur á myndinn er sonur okkar, Helgi Þór, sem líka er staddur hér í stuttri vetrardvöl að sinna störfum fyrir SPONTA Markaðshús og Elena Domingo, vinkona okkar og leiðsögumaður í gönguferðum innan borgarinnar.

Í morgun varð til kvæði, sem er myndskreytt með minningum síðustu daga:

ÞORRAÞRÆLL Í VALENCIA

20190209_155612-ANIMATION
Turia-garðurinn, Borg vísinda og lista

Nú er veður vænt í
Valencíuborg,
tölt um fögur torg
trauðla vekur sorg.
Hér er grasið grænt í
görðum til og frá
tifa tápleg strá
í Turiá.

20190213_185457
Puente del Mar-brúin

 

Mararbrúin breið
ber mig rétta leið
þar er gatan greið
gönguferðin heið.
Engri ró er rænt í
rólegheita bæ
sólin rís úr sæ
ég syng og hlæ.

20190213_141951
„Eigum við að taka upp myndband hérna?“

 

Þegar Þorri heyrir
þennan gleðisöng
vetrarveðrin ströng
vill hann gerist löng.
Upp hann kuldann keyrir
klaka fellir á
Frón, en freri þá
og fannir hrjá.

Með sól í augu

 

Hér í suðri sól
sest á dal og hól
hvergi grát né gól
greina má um ból.
Hitinn engu eirir
alla gleður þó
og ég finn hér fró
á Flamingó.

 

Þríréttaður miðdegisverður

 

Horfir í hríðarbilinn
hryggur landi minn
æ, hver andskotinn
ekki´ er veturinn
enn við okkur skilinn
„Ófærð“ finna má
yfirdrifna á
allra skjá.

 

20190213_142601
Miðgarður, Parque Central í Valencia

Víst sá vildi nú
vænni bjóða frú,
greitt í góðri trú
að gæsku sinni hlú.
Kynda ástarylinn
ögn að „tread´ana“
loks að leiða´na
til Valencia.

Valencia Parque Central

Það er búið að taka mörg ár að endurheimta þetta svæði í miðri borginn og breyta í almenningsgarð, en hann var formlega opnaður fyrir nokkrum vikum, þann 17. desember 2018.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s