Mosaík menningarheima á Iberíuskaga – seinni hluti

Í síðasta pistli fór ég á hundavaði yfir þróun litlu konungsríkjanna á Iberíuskaganum, sem Isabella og Ferdinant (titilmynd) hugðust sameina í eitt konungsríki.  Hvorugt þeirra vildi þó láta af konunglegri eða drottninglegri tign í heimaríkjum sínum, Castilíu og Aragon.  Það varð því ekki af eiginlegri sameiningu fyrr en í tíð Karls sonar þeirra og þó varla það.

Hlaupist á brott

Þekkt er sagan af því er þau hlupust á brott og voru gefin saman á laun, gegn vilja foreldranna.  Það er óttalegur þjóð- eða lygisögublær yfir þessari frásögn.  Þó kann eitt að hafa skipt megin máli.  Ferdinant prins af Aragon var náfrændi Borgia ættarinnar í Valenciahéraði.  Verðandi Páfi, sem þá tók sér nafnið Alexander IV var nefnilega einnig af konungaætt Aragon.  Hann var fæddur í Xativá, sem við heimsækjum í ferðinni okkar.

Kannski hjálpaði þetta til við að þau fengju guðlega blessun á hjónabandið og reddað var velþóknun frá Páfanum í Róm.  Í kaupbæti smellti Páfastóll á þau sæmdarheitinu „kaþólsku konungshjónin“.  Á móti skyldu þau leggja alla áherslu á að hreinsa landið af trúleysingjum, eins og múslinum og gyðingum.

Páfadómur eða konungsvald

Annar frændi Ferdinants, af Aragonaætt, hafði unnið borgina Valencia úr höndum Mára rúmum 100 árum fyrr.  En oft eru frændur frændum verstir og þrátt fyrir að Borgia ættin væri áhrifamikil í Valenciahéraði, vógu völd konungs þyngra.  Lengi var stirt milli kaþólsku hjónanna og konungs Valencíu.  Björn Hlynur Haraldsson stórleikari lék í sjónvarps þáttaröð um Borgiafjölskylduna um árið.

lokaorustan um granda
Uppgjöf Máranna í Granada

Ruglið í Kólumbusi

Margir þekkja líka að það var Ísabella sem fól Kólumbusi að verða á undan Portúgölum að finna siglingaleiðina til Austurlanda og halda þannig upp á þau tímamót að landið var orðið „hreint“ af trúvillingum.

Sem undirbúning að hinni fyrstu ferð til Vesturheims er hann sagður hafa siglt könnunarferð upp til Íslandi og þaðan eitthvað í vestur.  Danakonungur hafði bent Portúgölum á að Íslendingar þekktu land í vestri.  Kólumbus hafði lært siglingafræði sín í siglingaskóla Portúgalanna í Algarve.

Kólumbus var þess fullviss að með því að sigla í vestur kæmi hann að lokum til Indlands. Svo sannfærður var hann þegar hann fór svo fyrri ferðina sína, að hann talaði um og reit í skipsbókina að hann væri kominn til Indlands.

cuba-mmap-md
Kólumbus sigldi með fram Kúbu og staðsetti hana á miðju Indlandshafi

Ég hef séð íslenska þýðingu á sjóferðabókinni hans og þar sést hvar hann falsaði staðsetningu skipa sinna aftur og aftur.  Hann leiðrétti, eða öllu heldur afbakaði útreikninga skipstjóra síns, til að fella að vitleysunni í sjálfum sér.  Enn í dag er talað um Vestur-Indíur, þegar átt er við lönd Karabíska hafsins og frumbyggjar Ameríku kallaðir Indiánar af sömu ástæðu.

Kólumbus sonur þriggja landa

Fyrri ferðin hans hófst í ágúst 1492 (mögulega þann 15. á degi heilagrar Maríu) og hann kom að landi á Bahama eyjum 12. oktober sama ár.  Dagurinn er enn haldinn hátíðlegur víða vestan hafs, sem Kólumbusardagurinn.  Merkilegt er að Ítalir, Spánverjar og Portúgalir telja allir hann vera landa sinn.  Hann átti portúgalska konu, en margar spænskar hjákonur.

santa crus - sevilla
Santa Cruz í Sevilla var Gyðinga- og Múslimahverfið , allir sáttir á þann tíð

Gyðingar gerðir brottrækir

Ekki létu kaþólsku konungshjónin það duga að vísa Múslinum burt frá Granada, síðasta vígi þeirra.  Gyðingar voru einnig reknir úr landi og dreifðust víða eins og spáð var.  Eitt það fyrsta sem Juan Carlos konungur, nafni minn gerði er hann tók við krúnunni var að aflétta þessu banni og bjóða þá jafn velkomna og aðrar ættkvíslir.

Fljótlega mætti stór hópur Gyðinga með gamla lykilinn að húsinu sínu í hvaða borg sem var og sögðu „þetta er lykillinn að húsinu okkar í Santa Cruz hverfinu“.  Fjölskyldan hafði sem sagt geymt lykilinn tæp 500 ár og vildi nú fá það aftur, sem var þeirra eign.

valencia-cathedral-min-1024x768
Dómkirkjan í Valencia er í þrem mismunandi byggingastílum

Valencia óx og óx

Þetta Kólumbusar mas var þó allt útúrdúr.  Nú verður aftur vikið að Valencíu, þó með vísun í samskipti við Isabellu og Ferdinant.  Aragonarnir í Valencíaborg voru ekki leiðitamir við frændur sína í Toledo, Madrid var þá ekki orðin nein höfuðborg.  Kannski var það ein ástæða þess að gullskipin úr vestri tóku land í Jeres við Atlashafsstöndina en ekki Valencia, sem þó var mun nær Toledo en Jeres.

En öll él birtir upp um síð og skipstjórar frá Valencíu fengu loks líka að sigla til Vesturheims og sækja gull fyrir kóng og drottningu.  Nú höfðu Portúgalarnir náð að sigla alla leið til Kína og Japan og þangað lögðu spönsk skip einnig leið sína.

Smátt og smátt stórfjölgaði þeim skipum sem sigldu upp Turiá ána í Valenciu og losuðu farm sinn þar.  Eitt kennileita þessa tíma, sem við sjáum í ferðinni okkar, er einmitt Silkimarkaðurinn, sem sýnir að Spánverjar voru líka komnir með sambönd eystra.  Borgin óx hraðar en nokkur önnur borg Spánar í kjölfarið og ríkidæmið varð stórbrotið.

Svo geisaði borgarstyrjöld á Spáni

Ekki er ætlunin að rekja alla sögu Spánar eða borgarinnar frá þessum öldum.  Á 20. öldinni sýndu Valencíubúar aftur sjálfstæða hugsun, þegar þeir blönduðust ekki í Borgarstyrjöldinna.  Fengu þeir bágt fyrir hjá Franco hershöfðingja.

Það mun taka einn póst enn að ljúka þessari yfirborðskenndu hraðferð yfir merkilga sögu Spánar og Valencíu.  Hver veit hvenær hann kemur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s